Vera - 01.02.2002, Side 10

Vera - 01.02.2002, Side 10
IÐNO Voriö 2000 keypti Margrét Rósa Einarsdóttir rekstur veitingahússins Iðnó sem stofnað var eftir að gagn- gerar endurbætur höfðu verið gerðar á fallega, gamla leik- húsinu við Tjörnina fyrir nokkrum árum. Veitingahúsið er á efri hæð hússins og niðri er kaffihús sem opið er á sumrin þegar einnig er hægt að sitja úti. Ekki virðist öllum Ijóst að veitingahúsið er óháð rekstri leikhússins sem rekið hefur verið í húsinu og þar er hægt að kaupa mat af matseðli á kvöldin. Ef fólk langar út að borða er varla völ á fallegra umhverfi en í þessu gamla húsi sem angar af sögu. Utsýn- ið yfir Tjörnina er einstakt og fyrir eða eftir matinn er hægt að fara upp í ris þar sem er notalegur bar og koníaksstofur. Margrét Rósa hefur tekið þátt í veitingahúsarekstri í miðbæ Reykja- víkur frá því hann endurlífgaöist í byrjun níunda áratugarins. Hún vann í þrjú ár sem þjónn á fínu hóteli í skíðabænum Geilo í Noregi en þangað kom norski krónprinsinn gjarnan og þar lærði hún marg- ar gagnlegar reglur. Þegar heim kom, 1982, lærði hún til þjóns á veitingahúsinu Lækjarbrekku og vann þar í 11 ár, síðustu árin sem yfirþjónn. „Ég vann hjá Kolbrúnu, stofnanda Lækjarbrekku, nánast frá því hún opnaði og hætti jafnt og hún. Þetta var stórkostlegur tími og Kolbrún brautryðjandi í rekstri veitinghúsa sem síðan urðu svo vinsæl í miðbænum. Hún bakaði kökurnar sjálf og á þessum tíma voru Litla Brekka og Kornhlaðan byggð. Eftir að við hættum á Lækjarbrekku rákum við Kolbrún saman Piza í Austurstræti um tíma. Ég tók mér síðan frí frá veitingarekstri og vann í Habitat sem þá var við Laugaveg. En svo var ég beðin að sjá um rekstur Caruso í Bankastræti og þar með lifnaöi veitingabakterían við. Ég eignað- ist síðan hlut í rekstrinum, gerði upp sali á 2. og 3. hæðinni og þetta gekk mjög vel. Eftir þrjú ár seldi ég Caruso og keypti lönó - veit- ingahús." Þegar Margrét er spurð um framtíð hússins segir hún: „Salur- inn niðri er vinsæll fyrir veisluhöld en ég vona að takist að finna framtíðarlausn á nýtingu hans. Mér finnst aö eigi að leigja hann til alls kyns listastarfsemi, upplestra, leiksýninga o.s.frv. í apríl verður hér t.d. dagskrá í tilefni af 100 ára afmæli Halldórs Laxness. Von- andi verður hægt að endurvekja það fjölbreytta lif sem verið hefur í Iðnó í meira en 100 ár. Ég gæti t.d. hugsað mér aö haldin yrðu böll fyrir eldri borgara á sunnudagseftirmiðdögum eins og gert var I gamla daga." /ndir: Þórdí: m * C , «

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.