Vera - 01.02.2002, Qupperneq 10

Vera - 01.02.2002, Qupperneq 10
IÐNO Voriö 2000 keypti Margrét Rósa Einarsdóttir rekstur veitingahússins Iðnó sem stofnað var eftir að gagn- gerar endurbætur höfðu verið gerðar á fallega, gamla leik- húsinu við Tjörnina fyrir nokkrum árum. Veitingahúsið er á efri hæð hússins og niðri er kaffihús sem opið er á sumrin þegar einnig er hægt að sitja úti. Ekki virðist öllum Ijóst að veitingahúsið er óháð rekstri leikhússins sem rekið hefur verið í húsinu og þar er hægt að kaupa mat af matseðli á kvöldin. Ef fólk langar út að borða er varla völ á fallegra umhverfi en í þessu gamla húsi sem angar af sögu. Utsýn- ið yfir Tjörnina er einstakt og fyrir eða eftir matinn er hægt að fara upp í ris þar sem er notalegur bar og koníaksstofur. Margrét Rósa hefur tekið þátt í veitingahúsarekstri í miðbæ Reykja- víkur frá því hann endurlífgaöist í byrjun níunda áratugarins. Hún vann í þrjú ár sem þjónn á fínu hóteli í skíðabænum Geilo í Noregi en þangað kom norski krónprinsinn gjarnan og þar lærði hún marg- ar gagnlegar reglur. Þegar heim kom, 1982, lærði hún til þjóns á veitingahúsinu Lækjarbrekku og vann þar í 11 ár, síðustu árin sem yfirþjónn. „Ég vann hjá Kolbrúnu, stofnanda Lækjarbrekku, nánast frá því hún opnaði og hætti jafnt og hún. Þetta var stórkostlegur tími og Kolbrún brautryðjandi í rekstri veitinghúsa sem síðan urðu svo vinsæl í miðbænum. Hún bakaði kökurnar sjálf og á þessum tíma voru Litla Brekka og Kornhlaðan byggð. Eftir að við hættum á Lækjarbrekku rákum við Kolbrún saman Piza í Austurstræti um tíma. Ég tók mér síðan frí frá veitingarekstri og vann í Habitat sem þá var við Laugaveg. En svo var ég beðin að sjá um rekstur Caruso í Bankastræti og þar með lifnaöi veitingabakterían við. Ég eignað- ist síðan hlut í rekstrinum, gerði upp sali á 2. og 3. hæðinni og þetta gekk mjög vel. Eftir þrjú ár seldi ég Caruso og keypti lönó - veit- ingahús." Þegar Margrét er spurð um framtíð hússins segir hún: „Salur- inn niðri er vinsæll fyrir veisluhöld en ég vona að takist að finna framtíðarlausn á nýtingu hans. Mér finnst aö eigi að leigja hann til alls kyns listastarfsemi, upplestra, leiksýninga o.s.frv. í apríl verður hér t.d. dagskrá í tilefni af 100 ára afmæli Halldórs Laxness. Von- andi verður hægt að endurvekja það fjölbreytta lif sem verið hefur í Iðnó í meira en 100 ár. Ég gæti t.d. hugsað mér aö haldin yrðu böll fyrir eldri borgara á sunnudagseftirmiðdögum eins og gert var I gamla daga." /ndir: Þórdí: m * C , «
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.