Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 18

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 18
í fyrstu bylgju femínismans var barist fyrir kosningarétti kvenna. Emmeline Pankhurst var bresk súffragetta sem barðist fyrir kosningarétti allt sitt líf og lenti oft í fangelsi fyrir þá baráttu. Breskar konur fengu fullan kosningarétt þremur mánuðum áður en Emmeline lést árið 1928. Önnur bylgjan reis hæst um 1970. Þá börðust konur fyrir réttindum sem þykja sjálfsögö I dag, eins og atvinnuþátttöku kvenna, dagheimilum og rétti til get- naðarvarna og fóstureyðinga - rétt- indum sem gera konum kleift að njóta hæfileika sinna í samfélaginu. í þriöju bylgjunni felst ákveðin afstaða frekar en ákveðin baráttumál. Þessi af- staöa hefur stundum verið kölluð „girl power'' og felst I því að viðurkenna fjöl- breytileika einstaklinganna og rétt kvenna til að vera þaö sem þær vilja og gera það sem þær vilja. wenMtavmlítf^fírvíilífoi börn 09 vtpp í feíw ^rMM^-VdUíir wiftRílMiMgi jíijvirétti RtjvýdMMíi íé m<$. ast jafnrétti hafa ekki og munu aldrei breyta neinu þar um. Feministar hafna þessum stöðluðu imyndum og benda á að jafnrétti verði aldrei náð á meðan ekki sé greint á milli orsaka og afleið- inga og málin sett í rökrétt samhengi. Sá grunur læðist óneitanlega að mér aö þá fordóma sem viðgangast í samfélag- inu og beinast að feminisma megi rekja til þeirrar staðreyndar að fólk hefur al- mennt enga hugmynd um út á hvað hugmyndafræði feminismans gengur. Nýlega rakst ég t.d. á umræðuvef á heimasíðu MR þar sem eitt umræðu- efnið bar heitið „Eru feministar djöfull- inn?" Þarna fóru fram miklar vanga- veltur um feminisma, sem er vissulega góðs viti, en þaö nísti mig inn að hjarta að sjá hversu illa upplýst flest þeirra sem þátt tóku í umræðunni eru. Ef setja ætti alla fordómana sem þarna birtust i eina setningu yrði hún eitthvað á þessa leið: Feministar eru: „Öfgahópur kvenna uppfullur af loðn- um Olgum sem neita að ganga í brjóstahöldurum, telja sig betri en karlmenn, vilja hefna sín fyrir margra alda misrétti og trúa á samsæriskenn- ingu typpamafíunnar." Hvernig dettur fólki svona nokkuð í hug? Hvernig stendur á því að fólk, og þá sérstaklega ungt fólk í dag, er ekki upplýstara en raun ber vitni? hæf ráttafcti kvtyarfKríbnytíHyt Enn þann dag í dag mæta feministar sömu fordómum og þær mættu fyrir 30, jafnvel 100 árum. Vissulega hefur lagaumhverfið breyst og þróast á já- kvæðan hátt en hvað stoðar þaö þegar jafnvel unglingar, sem eiga að hafa hlotið bestu menntun sem völ er á, eru jafn illa upplýstir um eðli og inntak feminisma eins og fram kom á þessum umræöuvef, og grípa til sömu sleggju- dóma og karlrembur fyrri alda? Hér þarf róttæka hugarfarsbreytingu. Með þegjandi samþykki menntamálayfir- valda alast börn og unglingar upp í þeim grundvallar misskilningi að jafn- rétti kynjanna sé náð. Það er þvi engin þörf á að skilgreina feminisma, hvað þá að kenna sögu kvenréttindabaráttu undanfarinna áratuga. Þetta er sorgleg staðreynd og ef uppræta á fordóma gegn feminisma sem greinilega eru mjög ríkjandi í skoðunum fólks í dag, er knýjandi þörf á að breyta viðhorfum almennings. En hverra er upplýsingaskyldan? Feministar hafa lengi verið gagnrýndir fyrir það hvað fók er illa að sér um kenningar feminismanns. En er það á ábyrgð feminista að uppfræða fólk um þessi atriði eða liggur ábyrgðin annars- staðar? Skólastofnanir landsins og menntamálayfirvöld eiga að sjá til þess að ungmenni þessa lands búi yfir ákveðinni grunnþekkingu sem á að skila þeim sem hugsandi og upplýstum ein- staklingum út í þjóðfélagið. I lífsleikni er farið aðeins yfir stöðu jafnréttismála en hvergi er minnst á feminisma. Ef feminísk hugmyndafræði og saga kvennabaráttunnar er ekki talin mikil- vægur grunnur i jafnréttishugsjóninni þá getum við allt eins kennt mannkyns- sögu án þess að skeyta neinu um at- burði fyrri tíma. Það er ekki hægt að aðskilja feminisma frá jafnréttisum- ræðunni frekar en hægt er að hindra óheppilegar afleiðingar án þess að leiða hugann að orsökinni. Rót vandans verður ekki upprætt með lagalegum réttindum einum saman. Samhliða auknuni lagalegum réttindum er nauð- synlegt aö fram fari aukin fræðsla um orsök og tilgang laganna. Réttindin verða að haldast i hendur við aukna fræðslu sem leiða mun af sér HUGAR- FARSBYLTINGU. Höfundur er laganemi og meðlimur i Bríeti, félagi ungra feminista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.