Vera - 01.02.2002, Síða 47

Vera - 01.02.2002, Síða 47
Anna Karenina sýnd í Þjóðleikhúsinu Hin mikla skáldsaga Leo Tolstojs, Anna Karenina, lifnar um þessar mundir við á sviði Þjóðleikhússins undir leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. Leikgerð verksins er eftir bresku leikkonuna og leikskáldið Helen Ed- mundson og vann til verðlauna þegar hún var gerð árið 1992. í leikgerðinni er meiri áhersla lögð á þátt Levins í sögu Önnu Kareninu en áður hefur verið gert. Með aðalhlutverk í sýn- ingu Þjóðleikhússins fara Margrét Vilhjálms- dóttir seni leikur Önnu Kareninu, Stefán Jónsson sem leikur Levin og Baldur Trausti Hreinsson sem leikur Vronskí greifa. í leikskrá segir þýðandi verksins, Árni Bergmann, m.a. um skáldsöguna Önnu Kareninu: „Anna Karenina er svo sannarlega skáldsaga sem vex og vex og sprengir af sér ramma ástarsögu og fjöl- skylduharmleiks og þjóðfélagslegrar skáldsögu og óttast hvorki hinn lága hvunndagsleika né stærstu eilífðarspurningar. Og þetta verk höf- undar, sem síst allra óttaðist að fara með erindi og halda fram skoðunum, hefur lífseigt orðið ekki síst vegna þess að hvergi er betur fylgt eft- ir þeim frjóa mannskilningi sem Tolstoj hefur orðað eitthvað á þessa leið: Það er útbreidd hjá- trú að hver maður eigi sér aðeins ákveðna eigin- leika, hann sé annaðhvort góður, illur, vitur, heimskur, dáðlaus, duglegur o.s.frv. En þannig eru menn ekki. Við getum í mesta lagi sagt að maður sé oftar heimskur en vitur, oftar góður en fólskur. Mennirnir eru eins og fljót - vatnið er það sama í þeim öllum, en hver á er ýmist lygn eða straumhörð, gruggug eða tær." Aukin ökuréttindi Kennsla til allra ökuréttinda. • • Bifhjólapróf og almennt ökupróf (B.réttindi). e OKU /fV 5KOMNN W. 1 MJODD Einnig kennsla fyrir ensku og taílenskumælandi fólk ! Kennsla á leigu- vöru og hópbifreið Þarabakka 3 109 Reykjavík og vörubifreið með eftirvagn. Sími 567-0300 E-mail mjodd@bilprof.is Hægt að hefja nám alla miðvikudaga! Frábærir kennarar og góðir kennslubílar. Aukið við atvinnumöguleikana. Hringið eða komið og leitið upplýsinga.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.