Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 3

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 3
leiðari Hvað kostar andleg þjáning? Jólin eru að koma. Allar manneskjur lrlakkar til jólanna - er það ekki? Eða getur verið að fyrir sumt fólk séu jólin kvöl? Ömurlegur tími þar sem varnarleysi þeirra kemur enn betur í ljós? Nýlega kom fram í skoð- anakönnun að 15% þjóðarinnar telur sig ekki hafa efni á jólahaldi, samt hrúgast auglýsingabæklingar inn um lúguna og jólagjafaauglýsingar fylla alla fjölmiðla. Er ekki öfugsnúið að hátíðin sem á að minna okkur á kærleika frelsarans skuli geta snúist upp í kvalræði fyrir þau sem hafa of lítið milli handanna? „Fátækt er dýr“ er yfirskrift þema þessa blaðs. Þar vísum við til þess að það að búa svo mörgu fólki óviðunandi kjör getur verið dýrara fyrir þjóðfélagið heldur en að bæta kjörin. Skortur kallar á ýrnis sálræn og fé- lagsleg vandamál sem getur verið dýrt að leysa, bæði peningalega og andlega. Reyndar er erfitt að verðleggja þjáninguna í beinhörðum pen- ingum en hliðarverkanirnar eru staðreynd. Börn sem fá það á tilfinn- inguna allan sinn uppvöxt að þau séu annars og þriðja flokks, vegna að- stæðna foreldra sinna, geta gripið til sinna ráða. Reiði og varnarleysi hafa búið um sig í þeim og fengið mörg tilefni til að blossa upp. Við fengum sögur úr raunveruleikanum, sögur kvenna sem lýsa að- stæðum sínum og þeirri sorg sem fylgir því að geta aldrei um frjálst höf- uð strokið. Tvær þeirra eru á örorkubótum sem rekja má til bílslysa. Alltof oft lieyrum við af bílslysum og slíkar fréttir hryggja okkur, en hugleiðum við hver örlög þeirra verða sem lifa slysin af? Fyrir utan lík- amlega ákverka verður lilutskipti margra þeirra að lifa í fátækt vegna þess hve örorkubætur eru naumt skammtaðar, skattleysimörkin lág og skerðing barnabóta fljót að koma til ef fólk hefur einliverjar tekjur. En það eru ekki bara bílslysin sem valda því að íslendingar missa heilsuna. Vinnuálag og streita geta gert fólk að sjúklingum. Samkeppni um veraldleg gæði bitna mjög á börnum sem líða skort og hún hefur lamandi áhrif á foreldra sem ekki geta uppfyllt kröfur barna sinna. ..Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?“ var setning sem heyrðist oft í viðtöium sem ég átti við mæðurnar tvær sem báðar eru öryrkjar og ein- ar með börn sín. Fyrir þær er velferð barnanna aðalatriði en fátæktin gerir þeim lífsbaráttuna langtum sárari en hún þyrfti að vera. Nógu erfitt er að glíma við veikindin, einmanaleikann og útskúfunina sem þeim finnst þær finna fyrir. Það verður að ráðast að rót þessa vanda og hætta að láta fólk búa við mun verri aðstæður en nokkur ástæða er til í okkar ríka landi. Það eru niargar leiðir sem stjórnvöld gætu gripið til ef vilji væri fyrir hendi. Ef það verður ekki gert höldum við áfram að borga dýru verði þá fátækt sein við höfum sjálf búið til. GLEÐILEG JÓL! +PLÚS i É ' 11 Guðrún Gunnarsdóttir dagski'árgerðarkona í íslandi í dag fyrir að neita að taka viðtal við klámmyndaleikarann Ron Jeremy. Það er frábært þegar fjölmiðlafólk þorir að fara eftir sannfæringu sinni í stað þess „að spila bara með“. Guðrún er líka svo góð söngkona og sló í gegn þeg- ar hún söng lög Ellýjar Vilhjálms á tónleikum í Salnum. Kolbrún Halldórsdóttir og Þuríður Backman fyrir þingsályktunartillögu um bætt starfsumhverfi kvennalireyfingarinnar og annarra hópa sem vinna að jafnari stöðu kynjanna hér á landi. Meðal þess sem lagt er til er að stofnaður verði sjóður í þeim til- gangi að styrkja starf félagasamtaka, liópa og ein- staklinga sem miðar að jafnari stöðu kynjanna. bók sem fjallar um heimilisofbeldi og kynferðisof- beldi og höfundar hennar. Þær hafa verið duglegar að kynna málefnið, t.d. verið með kynningarátak í skól- um, félagsmiðstöðvum og víðar þai’ sem þær hafa náð til nýrra hópa sem þurfa að Ireyra um þessi mál. -MÍNUS Viðtöl við „hamingjusamar hórur sem Fréttablaðið hefur gert mikið úr og Spaugstofan notfært sér. í kjölfarið hefur fylgt ógeðslegur Mmor frá „gárungum" fjölmiðlanna og á spjallrásum hafa ungir karlmenn skipst á skoðunum um verðlag á vændi sem þeim finnst raunar vera of hátt, meira að segja í Hafnarfirði. Hnefaleikakeppnir með fáklæddum stelpum Það er ekki nóg fyrir karlrembur landsins að fá nú að horfa á íslendinga keppa í hnefaleikum, því verð- ur að fylgja að ungar stúlkur í bikiní gangi um til að sýna stigin svo karlarnir geti flautað og glaðst.... gaman, ganian. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrir að hnekkja banni við einkadansi sem borgar- stjórn og dómsmálaráðuneyti höfðu samþykkt. Nú er nauðsynlegt að lögum verði breytt til þess að bannið geti aftur gengið í gildi og önnur sveitarfólög losnað við einkadansinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.