Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 23

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 23
Það má ekkert breg A þeim tíma var hún nánast vikulegur gestur hjá Mæðrastyrksnefnd og fékk tvisvar sinn- um aðstoð frá Hjálparstofnun kirkjunnar því hún átti ekki fyrir mat handa Aaroni og sjálfri sér. „Mér fannst þetta mjög erfitt enda hafði ég aldrei þurft að gera neitt svona lagað áður. Þessar matargjaf- ir voru okkur Aaroni þó mikil hjálp. Yfirleitt var þetta mjólkurmatur, morgunkorn, brauð og svoleiðis og einu sinni var ég svo heppin að fá bæði fisk og ost,“ segir hún og brosir á sinn hógværa hátt. Af 110.000 krónum fara 20.000 í skatt Linda var í mjög virkri atvinnuleit í um átta mánuði áður en hún fékk loforð um vinnu sem skólaliði í júní síðastliðnum, en starfið felur í sér gangavörslu og ræstingar. Heildarmánaðarlaun hennar þar eru um 110.000 krónur en um 20.000 krónur eru teknar af henni í skatta. Hún segist hafa sótt um fjölmargar stöður áður en hún fékk þessa vinnu en verið hafnað mörgum sinnum. „Ég hef reyndar ekki mikla mennt- un en ég er með margra ára reynslu af skrifstofustörf- um og hef unnið sem starfsþjálfari. Það hafði þó ef- laust líka áhrif á það liversu langan tíma þetta tók að ég get ekki unnið meira en átta tíma á dag og aldrei um helgar því ég hef ekki aðra pössun en leikskól- ann,“ segir Linda og bætir því við að faðir sinn búi í Suður-Afríku og móðir sín sé látin. Hún segir aust- rænt útlit sitt mögulega einnig hafa haft einhver áhrif á þetta, en faðir hennar er frá Filippseyjum. Fyrir utan mánaðarlaunin fær Linda um 15.000 krónur í meðlag, sem rétt duga fyrir leikskólagjöld- unum. „Ég borga aðeins 24.200 krónur á mánuði í leigu, hita og rafmagn fyrir þessa íbúð og ég skil bara ekki hvernig fólk fer að sem þarf að leigja íbúðir á al- mennum markaði. Mér skilst að mánaðarleigan fyrir venjulega 30 fermetra íbúð sé um 70.000 krónur á mánuði." Linda hefur ekki efni á að reka bíl en þau mæðginin vakna klukkan 6 á morgnana og taka þrjá vagna til þess að komast í leikskólann og vinnuna úti á Nesi. Þrátt fyrir þetta þarf Linda að vera mjög spar- söm til að ná endum saman og segist sjaldan liafa 23 Inga Sigrún Þórarinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.