Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 63

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 63
okkur feminista í Afríku séum bara hópur forrétt- indakvenna sem séum uppfullar af hugmyndum frá Vesturlöndum sem við erum að reyna að þröngva á okkar samfélög. Persónulega skiptir það mig ekki máli þó fólk kjósi að saka mig um að maka krók yfir- stéttarinnar vegna þess að ég hef valið að berjast fyr- ir réttindum kvenna - óg biðst ekki afsökunar á því starfi. Eg lít á baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna sem ákveðin vísindi sem tekur tíma að þróa og við sem erum í fararbroddi í þessari baráttu erum fulltrúar mæðra okkar, formæðra, og systra sem ekki hafa haft tækifæri til að taka þátt. Ég lít svo á að það sé skylda okkar sem höfum tækifæri til að vinna að þessum málum að koma upplýsingum til annarra kvenna og hjálpa þeim að breyta lífi sínu. Þetta er virðingarvert starf og ég hef aldrei tekið þessa ómaklegu gagnrýni alvarlega. Hins vegar er spurning hvort við sem erum í þessari baráttu náum nógu vel til grasrótarinnar. Ég er ekki viss um að svo sé“. Stéttaskipting og systralag Samtökin Konur og lög hafa leitast við að ná til ólíkra hópa kvenna í samfélaginu með því að hafa ólík námskeið í gangi sem mæta þörfurn bæði fátækra, ó- menntaðra kvenna sem flestar búa í dreifbýlum byggðum landsins, og menntaðra kvenna sem eru þátttakendur á vinnumarkaðinum í þéttbýlinu. Stað- reyndin er hins vegar sú að það er miklu erfiðara og dýrara að ná til kvenna í dreifbýlinu og mest af starfi þeirra fer því fram í borgunum eins og reyndar starf flestra félagasamtaka í landinu. Seodi bætti við að fé- lagslegar hindranir séu líka vandamál sem korni í veg fyrir að ólíkir hópar kvenna nái saman. „Okkur hefur ekki tekist að mynda það systralag sem æskilegt væri að hafa því vandamál okkar eru svo ólík og við hugsum svo ólíkt. Það er auðvitað fá- tæktin sem er mikilvægust í réttindabaráttu flestra kvenna í dreifbýlinu, en reyndar líka stórs lióps kvenna í þóttbýlinu. Þessar konur eru sterkar og standa oftast á sínu ef gengið er á rétt þeirra, en fá- tæktin er þeirra holsta vandamál. Fyrir okkur, konur úr millistétt í þéttbýlinu, er það hræðslan við að tapa því sem við höfum sem stendur í vegi fyrir því að við myndum nógu sterkan baráttuhóp. Við erum hrædd- ar við að tapa virðingu og þeim félagslegu tengslum sem við höfum myndað og sem við treystum á. Flest- um finnst það ekki þess virði að ná fram lagalegum eða fólagslegunr réttindum sínum á kostnað þeirra tengsla og virðingar sem þær hafa í samfélaginu. Þannig að málefnin, og þar með talin jafnróttisbar- áttumálin sem skipta ólíka hópa kvenna mestu máli, eru augljóslega mismunandi. En það eru líka mörg málefni sem snerta okkur allar því við erum allar konur og við erum að tala um vandamál sem snúa að konum sérstaklega". Alþjóðlegt samstarf og afrískur feminismi Við færum okkur nú út í aðra sálma og ég spyr Seodi hvað henni finnist um samstarf kvennasamtaka á al- þjóðlegum vettvangi. Skiptir þetta samstarf máli, eða gera mismunandi menningarhugmyndir slíka sam- vinnu gagnlausa eða jafnvel skaðlega eins og stund- um er haldið fram, t.d. í sambandi við umskurð á kynfærum kvenna? „Nei, ég held að slík samvinna só mjög gagnleg," segir Seodi „því við skiptumst á aðferðum og hug- myndum um það hvernig á að berjast gegn kúgun. Vandamálin sem við glímurn við eru auðvitað ólík en við deilum reynslu okkar og öðlumst breiðara sjónar- horn á t.d. þau vandamál sem snúast um stöðu og kúgun kvenna. Samtökin mín vinna með samtökum sem eru svæðisbundin innan suðlægrar Afríku en einnig vinnum við með alþjóðlegum stofnunum og erum t.d. með áheyrnarfulltrúa innan Sameinuðu þjóðanna. Svona samvinna hjálpar okkur til að tengj- ast systrum okkar um allan heirn sem rnargar hafa náð mikilvægum árangri í baráttunni og þessi sam- vinna skiptir því miklu máli.“ En er til eitthvað sem heitir afrískur feminismi? „Já, feminismi getur aldrei orðið einsleitur. Að- ferðir sem þið notið í jafnréttisbaráttunni á Islandi hljóta alltaf að vera öðruvísi en þær aðferðir sem við notum í baráttunni hérna í Malaví. Innan samtak- anna sem ég starfa með skilgreinum við afrískan fem- inisma þannig að við berjumst fyrir málstað okkar innan kerfisins. Við heyjum baráttuna á sama tíma og við vinnum með kerfinu eða ‘óvininum’, ef við vilj- um orða það þannig, hvort sem það eru stjórnvöld, andstaða frá körlurn, eða eitthvað annað. Það er sjón- arhorn okkar afrískra kvenna að leggja áherslu á hina eiginlegu, praktísku baráttu frekar en hugmynda- fræðilega eða kenningarlega vinnu og umræðu. Þetta held óg að só sórstaða afrísks feminisma". Að velja á milli Mercedes Benz og hugsjónanna Ég spurði Seodi hvenær hún hefði farið að aðhyllast feminíska hugmyndafræði. Hún er lögfræðingur að mennt - því starfar hún ekki hjá stóru lagafyrirtæki þar sem hún gæti haft það rniklu betra? „Já einmitt, græða peninga og aka um á Mercedes Bonz,“ segir hún og hlær. „Ég er ekki alveg viss hvenær þetta byrjaði en ég var farin að setja spurn- ingarmerki við ýmislegt strax sem barn og eftir því sem ég fullorðnaðist meira því meðvitaðri varð ég 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.