Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 47

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 47
Þegar spurt er hvers vegna strákar hafi ekki verið hvattir í hjúkrunarnám, áherslan lögð á stelpur í tæknigreinar, segir Rósa að það fyrrnefnda hafi vissulega verið reynt en á tvennt beri að líta: fyrir- myndir vanti, fáir karlmenn séu til að kynna þetta nám fyrir ungu fólki, farið var þó í 10 skóla í vor, og fjármagn hafi heldur ekki borist eins og til átaks í tæknifögum. Þá sé ekki hægt að horfa framhjá launa- málum, karlmenn virðist sækja í hagnýtt nám sem skilar öruggum tekjum fljótt. Konur horfi meira til þeirrar stöðu sem námið veiti þeim útávið og svo á- nægju í starfi. Vegna þessa og ímyndar starfsins fari ennþá mjög fáir karlmenn í hjúkrun, hefðbundið kvennanám við Háskólann og að því leyti hinumeg- in við verkfræðina á skalanum. Helmingur undir glerþaki Kannski kemur einhverjum á óvart að fimmtungur kvenna í háskólanámi er eldri en 30 ára. Og þótt sex af hverjum tíu háskólanemum séu konur er menntun þeirra ennþá með öðru sniði og síður arðbær en karla. Þær ljúka flestar um fjögurra ára námi með grunngráðu, BA eða BS (67% brautskráðra 2000), eru líka orðnar fleiri en karlar sem nú útskrifast með masterspróf (59% brautskráðra sama ár) og fer fjölg- andi með doktorsnám að baki. Þunglega virðist geta gengið að fá styrki og stuðning sem þarf til fram- dráttar í háskólum. Atvinnumarkaður er svo gjarna sagður hafa „glerþak" sem margar konur reka sig á. Þær komast ágætlega til millimetorða en þurfa mikið til að fá hæstu stjórnunarstöður. Kynjamunstur og valdahlutföll á vinnustöðum hefur víða lítið breyst. Metnaðarleysi kvenna er vart um að kenna, né lítilli menntun, en sumir velta fyrir sér samtryggingu karlaveldisins. Kynjaskipting í deildum Háskólans Deild: KK KVK Alls Guðfræðideild 38 86 124 Læknadeild 201 356 557 Læknisfræði 176 268 444 Sjúkraþjálfun 25 88 113 Lagadeild 228 246 474 Viðskipta- og hagfræðideild 571 684 1255 Viðskiptafræði 21 23 44 Viðskiptaskor 439 601 1040 Hagfræðiskor 111 60 171 Heimspekideild 498 957 1455 Lyfjafræðideild 21 61 82 Tannlæknadeild 22 30 52 Verkfræðideild 650 221 871 Raunvísindadeild 331 501 832 Félagsvísindadeild 429 1228 1657 Hjúkrunarfræðideild 8 437 445 Samtals 2997 4807 7804 38.4% 61.6% Heimild: Nemendaskrá HÍ inu. jafnt sé á komið eða gott betur hvað konur varð- ar víða, til að mynda í lögfræði og stjórnmálafræði, en launamunur og gengi upp metorðastiga hafi minna breyst heldur en menntunin. I læknisfræði séu nú fleiri konur en karlar, en þær sæki fremur í framhaldsnám í greinum sem njóti kannski ekki mikillar virðingar, heimilislækningar til dæmis, meðan skólabræðurnir haldi margir áfram í skurð- eða lyflækningar. Skjaldborg er þannig að áliti Þorgerðar slegin, mest ómeðvitað, um ákveðnar greinar og erfitt fyrir konur að kornast þar áfram. Hún segir orðræðu og viðhorf í námi gefa tón fyrir misrétti launa og frama almennt sem blasi við milli kynjanna. Kannanir sýni 11-18% launamun kvenna og karla fýrir sambærileg störf og athyglisvert sé ef til vill að mestur munur sé meðal stjórnenda. Meiri menntun kvenna skili ekki ennþá þeim árangri sem mælist í launum og áhrifum og margþættar ástæður komi til. Ekki samsæri; held- ur blanda af menningu og hefð, huglægum og hlut- lægum hindrunum. Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við HÍ, bendir á að tölur um kynjaskiptingu í deildum Háskólans segi oft aðeins hálfa söguna þar sem mun- ur sé talsverður eftir fögum innan þeirra. Almennt megi segja að konur séu ekki í „arðbærustu“ fögum, ekki til að mynda margar í greinum sem leiða til starfa í upplýsingatækni, en hafi þó sótt á í þeim greinum sem gefi tækifæri á lykilstöðum í þjóðfélag- „Kæru félagar" Tölur um hlutföll kynja í háskólanámi á Islandi eru fáar til fyrr en frá miðri síðustu öld. Konur voru þá tæp 19% háskólanema, 40 árum eítir lagasetningu um réttinn til slíks náms. Árin 1901-1925 braut- skráðust tvær konur frá Háskólanum, þær voru 20 næstu tvo áratugi og fór áfram fjölgandi. Hlutfallið 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.