Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 70

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 70
Bækur Allra-allra besta sagan af sjóreknu píanóunum Ástir konu og fræða Sigriöur Dúna Kristmundsdóttir ritstjóri B J Ö R G Sagan af sjóreknu píanóunum Guörún Eva Mínervudóttir Bjartur, 2002 Guðrún Eva Mínervudóttir hefur áður gefið út fimm bækur; Ijóð, smásögur og skáldsögur. Fyrr á þessu ári sendi hún frá sér skáld- söguna Albúm sem mér fannst vera hennar allrabesta, en eftir að hafa lesið Söguna af sjóreknu pí- anóunum finnst mér hún vera sú allra-allrabesta. Guðrún Eva held- ur áfram með minnispælingarnar úr Albúmi, bæði með því að önn- ur aðalsöguhetjan, Sólveig, segir hinni aðalsöguhetjunni, Kolbeini, sögu sína og ættarinnar, en líka með því að Kolbeinn les endur- minningar afa síns. Saga Kolbeins hefst 1949 þeg- ar flett er ofan af afa hans í morð- máli og segir sögu afans og ömm- unar, dóttur þeirra og Helga, eig- inmanns hennar, sem elur Kol- bein upp. Stöku sinnum skýtur Sólveig upp kollinum, en hún er jafnaldra Kolbeins og er beinlínis hirt upp af götunni til að syngja fyrir hann. Pabhi hans tekur söng- inn upp og sendir henni á segul- bandi. Kolbeinn er síðan sendur í sveit til ömmu hennar og afa þar sem hann uppgötvar ástina. Löngu síðar þegar hann og Sól- veig ná saman, segir hún honum sína ættarsögu og um hana fjallar seinni hluti bókarinnar. Mikil tónlist flæðir um bók- ina, enda er hún tileinkuð Jórunni Viðar tónskáldi. Ballet hennar Ólafur liljurós er margrómaður en Kolbeinn hrífst mjög af honum á pönkárum sínum(l). Píanókennari Sólveigar hefur mikil áhrif á líf hennar og margar aðrar persónur eru tónlistarfólk. Annað leiðarstef gegnum sög- una er sjálf sagan af sjóreknu pí- anóunum. Afi Kolbeins ætlaði að græða á tónlistarkennslu dóttur sinnar með því að selja nemend- um hennar píanó. Hann fær fyrir- framgreiðslu ffá níu manns og kaupir jafnmörg píanó frá útlönd- um og flytur þau inn. Þegar þau koma til landsins á hann þó ekki fyrir innflutningsgjöldunum og nær aldrei að leysa þau út. Þetta þykir saga til næsta bæjar og sag- an af píanóunum verður einskon- ar þjóðsaga þar sem allir kunna sína útgáfu. Það má eiginlega helst segja um Söguna af sjóreknu píanó- unum að hún er svo margræð, hlaðin táknum og vísunum, að nærri ógerningur sé að skrifa um hana stutta umfjöllun. Hún er heimspekileg, fyndin og spenn- andi. Og fær allra-allra bestu meðmæli. Bára Magnúsdóttir Björg Verk Bjargar C. Þorláksson Ritstjóri: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir JPV A síðasta ári kom út tímamótaverk í íslenskum fræðaheimi, Björg. Ævi- saga Bjargar C. Þorláksson, eftir Sig- ríði Dúnu Kristmundsdóttur mann- fræðing. Sögu Bjargar var tekið fagn- andi en hún er fyrsta fræðilega ævi- saga konu, skrifuð með aðferðir femínískrar ævisagnaritunar að leið- arljósi. Nú er komin út ný bók um Björgu, Björg. Verk Bjargar C. Þorláksson. Eins og nafnið gefur til kynna eru þar birt nokkur verk Bjargar ásamt rit- gerðum um fræði hennar. Ritstjóri er Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og hún skrifar jafnframt um afskipti Bjargar af kvenréttindum og ræðir skrif hennar um þjóðfélagsmál. Helga Kress gerir grein fyrir þýðingastarfi og skáldskap Bjargar, Inga Þórsdóttir næringarfræðinni, Steindór J. Erlings- son fjallar um bakgrunn lífþróunar- hugmynda Bjargar, Bryndís Birnir ræðir um lífeðlisfræðina í doktorsrit- gerð Bjargar, Annadís Greta Rúdólfs- dóttir skoðar sálfræðina og loks fjallar Sigríður Þorgeirsdóttir um heimspeki Bjargar. I formála ítrekar Sigríður Dúna það sem glöggt má sjá í ævisögunni; fræðin voru ástríða og líf Bjargar. Líta má á sögu hennar, segir Sigríður,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.