Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 52
kvikmyndir
Úlfhildur Dagsdóttir
mislurlenslt |é>l
Meðan jólin geysa er gott að komast í austurlenska stemningu, slaka vel á og njóta þess að
hverfa úr greipum hátíðarinnar inn í annan heim sem veit ekki að jólin eru til. Þegar þið eruð
búin að gæða ykkur á þessum kvikmyndum er svo alveg kjörið að líta á nýlegar bækur með
austurlensku bragði, Sunnan við mærin, vesturafsól eftir Haruki Murakami, Balzac og kín-
versku saumastúlkuna eftir Dai Sijie og Undrun og skjálfta eftir Amélíu Nothomb.
Princess Mononoke
Hayao Miyazaki 2000
Fyrir umhverfísvænar: Allt austurlenskt og
sérstaklega asískt er í mikilli tísku um þess-
ar mundir, Hong Kong kvikmyndir,
Minningar Geishu og Sushi. Einn af áhrifa-
völdunum í þessari asísku uppsveiflu eru
japanskar myndasögur, Manga, sem hafa
sett mark sitt jafnt á vestrænar myndasögur
sem vestrænan fatastíl og nú kvikmyndir.
Leikstjóri og handritshöfundur Mononoke,
Hayao Miyazaki, er myndasöguhöfundur,
en meðal myndasagna hans er hin dásam-
lega Nausicaa of the Valley of the Wind.
• Líkt og Nausicaa er Princess Mononoke
ævintýri með umhverfisverndarboðskap og gerist í forsögulegri fortíð Japan.
Náttúran er miskunnarlaust rányrkt og hinn ungi Ashitaka kallar óvart yfir
sig bölvun þegar hann drepur verndarvætt skógarins. Hann leggur í leiðang-
ur í leit að uppruna bölvunarinnar og hittir fyrir leiðtoga rányrkjaranna Lady
Eboshi og fulltrúa náttúrunnar Prinsessu Mononoke sem er fósturdóttir úlfa
og er tilbúin að deyja í baráttunni gegn græðgi mannanna.
Myndin sameinar kyrrlátt raunsæi og harðan hasarstíl japanskra Samurai
mynda og er hrein sjónræn gleði.
The Emperor and the Assassin
(Jing ke ci qin wang) Kaige Chen 1999
Fyrir dramatískar: Leikstjórinn Kaige
Chen er líklegast þekktastur fyrir mynd
sína Farvel frilla mín, sem hlaut
gullpálmann í Cannes 1993. Hann er einn
af þeim fjölmörgu asísku leikstjórum sem
sett hafa mark sitt á tíunda áratuginn og
helgar sig fyrst og fremst sögulegum tíðar-
andamyndum.
The Emperor and the Assassin hefur
allt það til að bera sem einkenna skal góð-
an tíðaranda, glæsilega myndatöku, stór-
fengleg svið, splatter og epíska breidd. Og
svo auðvitað magnaða sögu, byggða á
sannsögulegu efni, sem segir frá fyrsta
keisaranum í Kína sem á sér það markmið
að sameina hin fjölmörgu kongungsdæmi
landsins. Hjákona hans hjálpar honum af mætti og fær til liðs við
sig frægan tilræðismann til að sviðsetja falskt tilræði við keisar-
ann en hið misheppnaða tilræði á að sanna yfirburði keisarans.
Tilræðismaðurinn er að reyna að slíta sig frá sinni blóðugu fortíð
meðan keisarinn gerist æ blóðþyrstari og hjákonan finnur að ást
hennar er komin í uppnám... Þarf ég að segja meira?
52
Einnig langar mig að benda á myndir Wong Kar-wai en grein
um hann (eftir mig) er að finna á www.kistan.is
Skríðandi tígur, dreki í
leynum
Skylduáhorf fyrir allar: Sagan gerist í
Kína snemma á 19. öld og segir frá tveim-
ur bardagalistamönnum, Li Mu Bai og Yu
Shu Lien, og árekstrum þeirra við unga og
villta bardagakonu, Jen, sem er þjálfuð af
helsta óvini Li, Jade Fox, en hún hafði
myrt meistara hans. Li og Yu eru ástfang-
in en strangar hefðir og heiðursreglur hafa
meinað þeim að eigast. En nú hefur Li á-
kveðið að setjast í helgan stein og eyða
því sem eftir er af lífinu með Yu. Til þess
að innsigla þetta færir hann henni sverð
sitt til að setja það í geymslu hjá sameig-
inlegum vini þeirra. En ofurhuginn Jen
stelur sverðinu og allt springur uppíloft.
Bókstaflega uppíloft, því eins og frægt er
orðið fara bardagarnir almennt fram uppi
í loftinu, á húsþökum og trjátoppum. Bar-
dagatæknin er forn útgáfa af Kung-fu, sem
á að vera svo mögnuð að þeir sem tækn-
ina höndla geta bókstaflega flogið, eins og
hetjur vorar gera, með hjálp tölvutækni og
víra. Sagan af hinum skríðandi tígri og
hulda drekanum er því hvorttveggja í
senn ævintýraleg og spennandi bardaga-
mynd, og ljúfsárt og hárómantískt drama.
Það er svo margt sem gerir þessa
mynd eftirtektarverða að mér mun ekki
takast að gera því öllu skil. Það er til
dæmis magnað að gera bardagalistamynd
sem er með konur og kvenhetjur í aðal-
hlutverkum. Reyndar tíðkast þessi á-
hersla á kvenhetjur í japönskum mynda-
sögum, manga, en rnyndin minnir mjög á
þá tegund myndasagna.
Og þar með er ég komin í hring.