Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 67

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 67
tónlist Heiða Eiríksdóttir Konan með dramatísku röddina er komin aftur... £ RS VI 3 0£ oö VI £ O jQ JQ 'ö cu OQ >. <U > v. RJ Out Of Season Beth Gibbons er líklega frægust íyrir að vera söng- konan í hinni dularfullu hljómsveit Portishead, sem síðast gaf út disk fyrir 5 árum síðan. Hún er hlódræg og óframfærin, lítið fyrir viðtöl og hefur enga sviðs- framkomu á tónleikum, en hefur guðdómlega og ó- gleymanlega rödd. Þess vegna vekur þessi útgáfa hennar mikla athygli þegar gamlir Portishead-aðdá- endur hafa næstum gefið upp vonina um nýjan disk. Rustin Man sem gerir með henni diskinn, heitir réttu nafni Paul Webb, og var bassaleikari í Talk Talk, en þau eru góðir vinir frá fyrri tíð. Out of season hljómar hvorki eins og vandað popp Talk Talk, eða hin tripphoppskotna dapra tón- list Portishead, því þau vildu bæði feta nýjar slóðir og forðast að endurtaka sig . Platan var tekin upp úti í sveit í Englandi, og ef til vill hefur eitthvað af hinni ensku sveitarómantík náð inn í hljóm hennar. Text- ar plötunnar vitna líka í árstíðirnar og náttúruna sjálfa. Þeir eru angurværir, fjalla um rómantík og þrá, en líka um einsemd og dulmagn. Rödd Beth hefur yfir sór dapran blæ, eins og í Portishead, en hún er líka orðin djassaðri, svo stundum minnir á Billie Holiday eða Edith Piaf. Lagasmiðarnar eru líka „náttúrulegri", stuðst er við hljómagang úr þjóð- lagatónlist frekar en danstónlist, og þar má einnig greina áhrif frá melódískri og glaðlegri popptónlist sjöunda áratugarins. Þá detta manni helst í hug lista- fólk eins og The Carpenters og Burt Bacharach. Lög- in eru umfram allt falleg, en við nánari hlustun eru þau líka alls konar annað. Þau kalla á athygli því textarnir þurfa að njóta sín, svo þetta er alls ekki plata til að hlusta á í bakgrunninum, þá missir hún marks. Hún lætur mann sjá fyrir sér alls kyns mynd- ir, og hugsa um lífið og tilveruna. Konan með dramatísku röddina er komin aftur, til að syngja sig inn í hjarta okkar. Meiri hávaða í skammdegið!!! To Bring You My Love Þetta er ein uppáhaldsplatan í plötusafninu mínu, og hef ég ekki tölu á því hve oft hún hefur bjargað vond- um degi og gert hann að góðum. Þetta er fjórða plata bresku tónlistarkonunnar Polly Jean og kom hún út 1995. Með útkomu hennar sannaði hún endanlega sórstöðu sína í tónlist, en hún hafði verið að gera venjulegri rokkplötur fram að þessari, samt auðvitað frábærar líka. En með því að fá að koma sérviskuleg- um hugmyndum sínum á framfæri, með hjálp veru- lega færs upptökustjóra, (Flood, sem m.a. hefur unnið með U2), varð heiminum ljóst að hér var á ferð lista- kona sem var engri lík. Stemmningin á þessari plötu er mjög í anda gam- allrar blústónlistar, og er P.J þá að fara beint í ræturn- ar, því rokk á náttúrulega rætur sínar í blústónlist. Textarnir eru allir um óhamingju hennar, óheppni í ástum, ófullnægðar þrár og harma sem ekki einu sinni guð almáttugur nær að fjarlægja, þótt hún ákalli hann í sífellu. Semsagt verulega hressandi! Ef maður á vondan dag, og leyfir P.J. að æpa, garga, syngja, livísla og hrópa nafn guðs fyrir sig, allt í bland við lcraftmik- inn gítarleik hennar og félaga hennar John Parish, þá byrjar bara eitthvað að gerast innra með manni. Mað- ur gerir sér grein fyrir því hve allt skiptir litlu máli, og hvað öllum í heiminum líður stundum eins illa og manni sjálfum, og hve allt verður rétt bráðum gott aft- ur. Ef þetta gerist ekki hjá ykkur, þá er allavega gott að fá útrás með því að öskra duglega með lögunum, það er aiveg örugglega lieilandi. I’ I I larvey • ’Io Itring You My l.ove 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.