Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 29

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 29
staklega að þeir sjálfir virði sig sem fagmenn. Samtökin studdu okkur í að uppfæra merkið okkar, koparskildi sem settir eru við eða í verslanirnar, og var það gott fyrir neytendur því við misstum á tímabili mikil viðskipti bæði til útlanda og í innflutta skartgripi. Nú vill fólk íslenska smíði og maður finnur mjög sterkt, sérstak- lega á Laugaveginum, hvað út- lendingar eru hrifnir af henni. Það útskrifast að meðaltali tveir á ári úr gullsmíði og vegna þess hversu fámenn við erum vantar ákveðna þætti í menntunina sem gerir íslenska skartgripi oft óhef- ta. Skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík er mjög hliðhollur því að byggja gullsmíði upp sem námsgrein og sit ég ennfremur sem fulltrúi í Starfsgreinaráði handverks og hönnunar í sama tilgangi. Fyrsta konan í stjórn Samtaka iðnaðarins Eftir að liafa kynnst því hvaða kraftur felst í Samtökum iðnaðar- ins og livað þjónustugreinarnar áðurnefndu eiga langt í land með að koma sínum málum áleiðis ákvað ég að bjóða mig fram í átta manna stjórn samtakanna. Eg vildi vera málsvari fyrir þessa smáu og gera mitt til þess að okk- ar hugðarefni kæmust að en þjón- ustugreinarnar hafa aldrei átt full- trúa í stjórn. Ég hef fylgst með því karlasamfélagi sem einkennt hef- ur stjórn Samtaka iðnaðarins þannig að mér fannst kjörið að láta á það reyna að bjóða mig fram bæði sem fulltrúi þessara smáu greina og sem kona. Formennska mín í Félagi íslenskra gullsmiða gerði það að verkum að ég var búin að vera sýnileg innan sam- takanna þannig að fólk vissi hver ég var. Það var mjög ánægjulegt að ég skyldi ná kjöri og mikil áskorun fólgin í því að sitja í stjórn en um leið heilmikill lær- dómur. Nú þarf ég að lesa mig til og kynna mér meðal annars Evr- ópumálin og málefni evrunnar. Samtök iðnaðarins eru stór og sterk samtök. Innan þeirra er mjög vel menntað fólk sem vinn- ur að ákveðnum málum fyrir þjónustugreinarnar. Við þurfum að snúa vörn í sókn til að fólk not- færi sér íslenskan iðnað því enn er fólk bundið við það að versla erlendis, sem er miður þar sem við erum orðin samkeppnisfær í vöruverði og þjónustu. Menntun- armálin koma einnig inn til stjórnar. I fámennum greinum hafa sum félögin farið þá leið að senda fólk til mennta erlendis. Hugmyndir hafa verið uppi um að menntun gullsmiða færist til út- landa en mér finnst mjög mikil- vægt að halda menntuninni hór heima enda eiga gullsmiðir sína sögu í víravirki og sér íslenskri smíði. Nauðsynlegt er þó að leita aukinnar þekkingar erlendis og þurfa fámennar greinar, eins og úrsmiðir og bólstrarar, að senda sína nemendur til útlanda. Fram til þessa hefur verið lítill hvati fyrir ungt fólk að læra iðn en sem betur fer eru iðnskólarnir að sækja í sig veðrið. Mín sýn er sú að við höldum menntuninni hér heima eins og kostur er og að við leggjum niður það meistarakerfi sem verið hefur við lýði. Notar íslenska steina Eftir að óg útskrifaðist vann ég hjá þremur gullsmiðum. Fyrir tveimur árum tók ég þá ákvörðun að opna verslun í samvinnu við stjúpföður minn, Helga Guð- mundsson úrsmið. Foreldrar mín- ir hafa rekið úrsmiðavinnustofu við Laugaveg í næstum 40 ár. Komið var að þeirn tímamótum í lífi þeirra að mamma myndi hætta að vinna og umfangið var farið að minnka hjá pabba þan- nig að það varð til svo- lítið pláss fyrir mig í þeirra húsnæði. Enn var spurning um að hrökkva eða stökkva þó að óg hafi verið búin að strengja þess heit áður að vera ekki með verslun við Laugaveg- inn vegna þess hversu langur vinnutíminn er. Eg ákvað að stökkva á þetta og er ákveðin að sinna því einhvern hluta af lífi mínu. Þó að vinnutíminn sé lang- ur gefur það mér tækifæri til að skapa. Ég hitti viðskiptavini mína persónulega og er í þjónustu við þá og vinn fyrir þá. Mér finnst sú þjónusta mjög gefandi. Finnskur gullsmiður spurði mig eitt sinn hvaða markmið ég hefði sett mór með smíðinni. Ég hafði aldrei verið spurð að þessu áður og fannst spurningin merki- leg. Ari síðar var óg svo heppin að fara aftur til Finnlands og var þá búin að setja mér það markmið að nota íslenska steina. Ég var glöð þegar ég gat sagt honum að hann hefði hjálpað mér að búa mér til þennan ramma. Við smíðina hef ég notað baggalúta sem eru hraun- molar sem myndast við neðan- sjávargos. Þetta eru mjög skemmtilegir steinar, það er gott að korna við þá, og þeir hafa sér- kennilegt, næstum hringlaga útlit. Þeir finnast á nokkrum stöðum á íslandi. Margir útlendingar eru hrifnir af þessum íslensku stein- um en auk þess að selja í búðinni selur Listasafn íslands skartgripi frá mér og einnig hefur Gallerí Fold tekið eitthvað í umboðssölu. En aðallega er ég að vinna fyrir mína verslun. Það er mjög fróðlegt að reka fyrirtæki og kennir manni ýmis- legt. Það er í rauninni mjög dýrt að vera með lítið fyrirtæki en gullsmiðir þurfa að panta allt efni erlendis frá. Ég vil fara reglulega á sýningar erlendis til að sjá nýja strauma og nýtt hráefni en það er rnjög gaman að móta minn eigin stíl fyrir verslunina. Framtíðin býður upp á svo marga mögu- leika, þannig að ég er ekkert viss um að vera þarna það sem eftir er starfsævinnar. En þegar búið er að stofna fyrirtæki eru komnir fjár- munir í innréttingar og tæki og því vert að sinna því í einhver ár. Markmiðið mitt er líka enn til staðar og ég finn að það er enda- laust hægt að bæta sig og í því felst áskorun. Framtíðin er svo óráðin. Hvenær næsta stökk verð- ur tekið veit maður aldrei. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.