Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 41

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 41
„Vilborg Harðardóttir, sem nú er ný- látin, fékk mig til þess að halda nám- skeið í Tómstundaskólanum. Fimm úr þeim hópi héldu áfram samvistum og lærdómi undir minni hendi og við stofn- uðum Kvennakirkjunna. Kvennakirkjan er grasrótarhreyfing innan þjóðkirkjunn- ar, hún hefur vaxið með árunum og stór og áhugasamur hópur kvenna heldur starfi hennar lifandi með því að sækja messur okkar mánaðarlega en þær eru haldnar í ýmsum kirkjum. Við höfum þróað okkar eigið messuform og leggjum áherslu á mikilvægi allra sem koma. Að- alheiður Þorsteinsdóttir söngstjóri okkar hefur endurnýjað lagaval okkar og Kvennakirkjukonur hafa ort og þýtt söngtexta. Úrval þessara nýju laga og texta kemur út í hefti á afmælinu. Nám- skeið eru mikilvægur þáttur í starfi okkar og er leið margra inn í frekara starf. Nám- skeiðin fjalla um kvennaguðfræði í tengslum við ýmsa þætti daglegs lífs, svo sem lífsgleðina, kvíðann, lífið eftir skiln- að, slökun og fleira. Við höldum líka námskeið um Biblíuna og gáfum út bók- ina Vinkonur og vinir Jesú með völdum textum á máli beggja kynja sem er mikið áherslumál okkar. Þau sem vilja kynna sér þau sjónarmið nánar geta lesið um þau á heimasíðunni okkar, www.kirk- jan.is/kvennakirkjan. “ Auður segir að fyrstu greinarnar um kvennaguðfræði hafi komið út árið 1960 og strax fyrir 1970 hafi myndast afar sterk hreyfing í kringum þær. „Það var gefið út blað á vegum Lút- erska heimssambandsins og ég bjó í sömu götu þegar ég var í Frakklandi. Eg las alltaf blaðið og þótti það stórkostlegt og alveg ólýsanlega kraftmikið, þær voru svo mikilúðlegar þessir fyrstu kvenna- guðfræðingar; til að mynda Mary Daly sem síðar gekk af trúnni og yfirgaf kirkj- una. En ég las aldrei blaðið eftir klukkan fjögur vegna þess að þá gat ég ekki sof- ið,“ segir Auður og hlær. „Eg var síðar í stjórn Lúterska heimssambandsins þegar kvennaguðfræðin varð sterk bylgja og mikill kærleikur og vinátta í þeim hópi.“ Hvert er meginmarkmiðið með því að ástunda kvennaguðfræði? Til dæmis að tala um guð í kvenkyni? „Það er einsog Mary Daly segir: Ef Guð er karl, þá þýðir það að karlar séu guðir. Við sjáum það bara sumar okkar og alltaf þegar ég held þessu fram segir einhver: „Það skiptir ekki máli“. Ég segi á móti: „Það skiptir öllu máli.“ Það mæt- ir andstöðu vegna þess að það mun breyta stöðu okkar í heiminum þegar við förum að sjá að Guð er í okkar hópi. Hún situr hérna hjá okkur í sófanum og er vinkona okkar, yndislegust og gáfuðust, en er í okkar hópi. Ef við tölum um Guð í okkar hópi, verður það til þess að við tölum um dreifingu valdsins. Við brjótum niður píramídann þar sem konur eru neðstar og einn karl efstur. Og það eru auðvitað miklu fleiri en við konur sem vilja búa til úr píramídanum hring þar sem allar manneskjur eru jafnar og haldast í hendur. Þetta er markmið kvennaguðfræðinnar." Vertu bara hrædd! Mér fannst þegar ég var að skoða predikanirnar þínar á heima- síðu Kvennakirkjunnar að þú einsetjir þér að taka Guð niður af þessum háa stalli sem hann hefur verið á frá örófi alda og setja hann mitt á meðal okkar. Finnst þér mikilvægt að við tökum Guð með okkur í daglega lífið? „Gjörsamlega," segir Auður með áherslu. „Við lesum upp- örvunarorðin úr Biblíunni: „Óttastu ekki“. En við óttumst samt. Ég vil heldur segja: „Vertu bara hrædd! Guð er hjá okkur í óttan- um og öllum þessum tilfinningum sem okkur finnst neikvæðar." Þetta hefur alltaf verið sagt en það eru bara áherslurnar sem eru misjafnar. Ég held að það sé svo mikilvægt að við finnum það í daglegu lífi okkar, sem ævinlega bylgjast, að Guð er hjá okkur. Okkur er óhætt að verða vesælar og gefast upp. Við munum komast yfir það, því Guð mun leiða okkur útúr því.“ Ég fann þegar ég var að lesa bókina þína Vinátta Guðs að þú tekur burt þennan Guðs „ótta“. Þetta ægivald... „Við reynum að finna ný orð í guðfræði okkar. 1 stað þess að tala um guðsóttann tölum við um vináttuna við Guð. Að óttast Guð er að elska Guð. Þess vegna finnst okkur mikilvægt að segja: „Njóttu vináttu þinnar við Guð.“ Þetta eru orð sem við notum í daglegu lífi okkar og þau eru okkur töm.“ Það sem pirrar fólk mest sem hefur ekki kynnt sér að gagni kvennaguðfræðina er að heyra talað um Guð í kvenkyni. Af hverju heldurðu að það fari svona ofsalega í taugarnar á fólki? „Því finnst mynd Guðs í karlkyni heilög, vegna þess að fólk hugsar um mikilleika karla á kostnað kvenna. Eitthvað af þessu er að fólk vill ekki láta segja sér fyrir verkum, því finnst þetta uppáþrengjandi eða yfirráðasamt, jafnvel dónalegt að vera að segja það sem gengur þvert á hefðina. Það eru sjálfsagt margir þættir á bakvið þetta, en fýrst og fremst held ég að hin heilaga karlmynd í huga fólks skyggi á. Fólk segir að það skipti ekki máli hvaða kyn er notað þegar talað er um Guð, en svo skiptir það öllu máli þegar að því kemur að Guð sé karl.“ I Biblíunni er ekki einungis talað af körlum heldur er bara talað við karla. Stundum fæ ég á tilfinninguna að hún sé ekki ætluð konum. „Það eru til konur sem finnst að þær eigi ekki heima innan kirkjunnar með þessa trúarbók sem er á margan hátt andstæð konum. Kirkjan okkar er að mörgu leyti frjálsleg en samt er hún Ég held að það sé svo mikilvægt að við finnum það í daglegu lífi okkar, sem ævinlega bylgjast, að Guð er hjá okkur. Okkur er óhætt að verða vesælar og gefast upp. Við munum komast yfir það, því Guð mun leiða okkur útúr því. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.