Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 17

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 17
Fátækt á íslandi er staðreynd Um það hafa verið birtar margar tölulegar staðreynd- ir og þar ber hæst rannsókn Hörpu Njáls félagsfræð- ings Fátækt á íslandi þar sem sýnt er fram á að fá- tækt er hlutskipti þeirra sem missa atvinnuna, verða fyrir veikindum eða eru metin öryrkjar. Það er einfalt mál að reikna það út að 70.000 til 80.000 króna bæt- ur duga ekki til framfærslu. I rannsókn sinni kemst Harpa að því að um 40.000 krónur vanti á mánuði til að endar nái saman, sé miðað við allra brýnustu lífs- nauðsynjar. Só hins vegar miðað við tölur úr neyslukönnun Hagstofu íslands, sem mælir raun- verulega neyslu, vantar a.m.k. 90.000 krónur upp á að bótaþegar geti veitt sér það sem kallast meðal- neysla. Það er því niðurstaða Hörpu að ástæða fátæktar á íslandi sé vegna brotalama í velferðarkerfinu. Tekjur til framfærslu sem mótaðar eru af hinu opinbera og það greiðir lífeyrisþegum eru svo lágar að þær standa ekki undir lágmarks framfærslukostnaði. „Fátækt á íslandi er staðreynd," segir hún. „Fólk sem þarf að setja allt sitt traust og afkomu á velferðarríkið vegna erfiðra aðstæðna býr við skort og fátækt. Þetta eru konurnar sem verða að fara til Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstarfs kirkjunnar til að fá mat til næstu daga.“ Að sögn starfskvenna Mæðrastyrksnefndar hefur það aukist mjög undanfarin misseri að fólk leiti eftir aðstoð alla mánuði ársins. í nóvember komu á annað hundrað manns í hvert skipti sem úthlutað var mat, einu sinni í viku, og þegar einnig er úthlutað fötum, tvisvar í mánuði, varð hiðröðin enn lengri. í skýrslum Hjálparstarfs kirkjunnar kemur fram að í október höfðu fleiri leitað þar eftir aðstoð en allt árið í fyrra, eða rúmlega 1800 manns, og fer aðsókn- in stöðugt vaxandi. Vilborg Oddsdóttir, sem sér um innanlandsaðstoð Hjálparstarfsins, segir það hafa færst í vöxt að vinnandi láglaunafólk sæki um aðstoð og nefnir í því sambandi slæmar aðstæður einstæðra mæðra í láglaunastörfum og á almennum leigumark- aði. Þær fái u.þ.b. 90.000 krónur útborgaðar og eftir að hafa greitt leigu og leikskólapláss sé lítið eftir. Einnig bendir hún á feður sem séu meðlagsgreiðend- ur og í láglaunastörfum. Þeir búi oft í einu herbergi og það færist í vöxt að þeir sæki um aðstoð, t.d. áður en börnin koma í heimsókn. Hjálparstarfið gefur fólki mat, aðstoðar við lyfjakaup og veitir ráðlegging- ar um hvaða rétt fólk á. Það er því ljóst að á hverju ári þurfa þúsundir einstaklinga, sem annað hvort eru atvinnulausir, ör- yrkjar eða með of lágar tekjur, að leggja á sig mikið aukaálag til að fá gefins mat og föt við niðurlægjandi aðstæður. Það segir sig sjálft að slíkt hefur ekki já- kvæð áhrif á andlega eða líkamlega heilsu. 65.000 - 92.000 krónur á mánuði. En hvaða tekjur hefur það fólk sem hefur verið dæmt til fátæktar undanfarið og hvað er hópurinn stór? í greinargerð með þingsályktunartillögu Jóhönnu Sigurðardótlur o.fl. um skattfrelsi lágtekjufólks kem- ur fram að samkvæmt upplýsingum frá ríkisskatt- Samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar greiddi láglaunafólk og lífeyrisþegar með laun og bætur undir 90.000 krónum um einn milljarð í tekjuskatt og útsvar á síðasta ári. stjóra úr skattframtölum ársins 2002 voru tæplega 11.000 einstaklingar með tekjur á bilinu 781.579 til 1.100.000 krónur á ári, eða frá 65.000 til 92.000 krón- ur á mánuði. Þar er undanskilið fólk sem hafði ein- hverjar fjárinagnstekjur. Ef litið er á greiðslur almannatrygginga kemur í ljós að fólk með skerta heilsu (50-74% örorku) fær tæplega 15.000 í örorkustyrk. Ef það hefur engar aðr- ar tekjur getur það sótt til félagsþjónustu sveitarfé- laga um viðbótarstyrk upp að viðmiðunar- eða fá- tæktarmörkum, sem eru þau sömu og skattleysis- mörk eða 67.000 krónur hjá Reykjavíkurborg og svip- að hjá öðrum sveitarfélögum. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs jókst fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar um 40% frá árinu áður, sem segir mikla sögu um hvað á- standið fer hríðversnandi. Örorkulífeyrir vegna 75% örorku eru 19.900 krónur og að sögn Garðars Sverrissonar formanns Öryrkjabandalagsins er algengt að öryrkjar fái 50.000 til 79.000 krónur á mánuði eftir því hvort um fulla tekjutryggingu, heimilisuppbót og tekjutryggingar- auka er að ræða en það síðastnefnda fær aðeins lítill hluti bótaþega. Samkvæmt tölum almannatrygginga voru 5.932 konur örorkulífeyrisþegar árið 2001 og voru þær með 2.208 börn á framfæri. 631 kona fékk örorku- styrk og á framfæri þeirra voru 212 börn. Þetta eru samtals 6.563 konur og 2.420 börn. Að auki segir Harpa að rneðal eftirtaldra þjóðfélagshópa sé einnig mikil fátækt - einstæðra foreldra, ellilífeyrisþega, at- vinnulausra, lágtekjufólks og barnmargra fjöl- skyldna. Þar kemur m.a. til skerðing á barnabætur. Því til sönnunar má nefna að samkvæmt útreikning- um sem Þjóðhagsstofnun gerði fyrir rannsókn Hörpu kemur í ljós að við álagningu 2001, fengu aðeins 11.4% einstæðra foreldra óskertar barnabætur og 3.3% sambúðarfólks. Árið 2001 byrjuðu barnabætur hjá einstæðu foreldri að skerðast við 53.759 króna tekjur á rnánuði og hjá hjónum og sambúðarfólki þegar tekjurnar náðu 107.518 krónum. í því sam- bandi bendir Harpa á þá staðreynd að miðað við hin Norðurlöndin er fjöldi barna á hverju fjölskyldu mestur hér á landi en Islendingar verja hins vegar minnstu hlutfalli af vergri landsframleiðslu í aðstoð við barnafólk og hefur svo verið til fjölda ára. Skattleysismörk alltof lág Ekki er nóg með að bætur almannatrygginga dugi ekki fyrir framfærslu heldur eru þær skattlagðar. Skattleysismörk hafa ekki hækkað í samræmi við annað í þjóðfélaginu og því hafa bætur verið skatt- skyldar undanfarin ár. Garðar Sverrisson reiknaði það út að frá árinu 1993 hafa skattleysismörk lífeyr- isþega hækkað um 12%, verðlag um 35% en laun um 80%. Ef skattleysismörkin hefðu hækkað í takt 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.