Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 12

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 12
Úr dagbók kúabónda Jóhanna Helga Halldórsdóttir Raunveruleg heimili & fjölskyldur í Bændablaðinu þann 29. október sl. er dálítil umræða um það að árangursríkara og ódýrara sé að vista börn sem eiga í ein- hverjum erfiðleikum á sveitaheimilum en á meðferðarstofn- unum. Eftir því sem tími líður sýnist alltaf vera meiri þörf á því að vista börn, og þá ekki einungis yfir sumartímann heldur hefur vistunartíminn verið að lengjast og þó nokkuð um það að fólk í sveit hafi gert vinnu með börn og unglinga að at- vinnu sinni, að einhverju eða öllu leyti. ns a> > Atvinnutækifærum í sveitum hefur fækkað mikið á seinni árum, búunum fækkar og þau stækka, sem þýðir að alltaf verður færra og færra fólk í sveitum. Jafnframt sýna kannanir sem hafa verið gerðar að fjöldi fólks vill búa í sveitum og úti á landi, ef það hefur þar atvinnu við sitt hæfi og góða þjónustu að sækja í. Það eru í rauninni ekki mjög mörg bú á land- inu öllu þar sem stundaður er svokallaður hefðbund- inn búskapur (sauðfé, kýr, hestar, svín og hænur) og margir að reyna fyrir sér í fleiri atvinnugreinum en þessum hefðbundnu. Það er kannski sorglegt yfir höfuð að það skuli þurfa að vista börn, en eins og allir vita geta legið þar fjölmargar ástæður að baki, eins og til dæmis erfið- leikar í fjölskyldum, foreldramissir, fíkniefnaneysla og margt fleira, og þörfin virðist frekar vera að aukast en hitt. Eg hef verið þeirrar skoðunar lengi að börn verði að eiga sér ákveðið öryggi og ákveðnar reglur, bara ekki of margar, til þess að geta lifað af þessa krefjandi og erfiðu daga í samfélaginu. Það er heil- mikil dagskrá lögð á þessi kríli sem eru í leikskólum og skólum nánast allt árið og það þurfa að vera fast- ir punktar í tilverunni eins og hægt er. Nú ætla ég ekki að segja neitt um muninn á sveitaheimilum og öðrum heimilum, enda ekki dóm- bær á það, en mig langar til þess að segja frá því að við hjónin tókum bæði börn og unglinga í fóstur hér áður fyrr, áður en við vorum sjálf komin með fullt hús barna, og þessir krakkar komu aftur og aftur og virtust sækja í það öryggi sem fylgir því að alltaf, eða oftast, só einhver heima til staðar íyrir þau þegar þau þurfa á því að halda, þegar þau koma glorsoltin heim úr skóla eða annarri vinnu. Við erum auðvitað ekki alltaf alla daga heima hjá okkur, en óhjákvæmilega fylgir það störfum kúabónda að vera næstum alltaf við á ákveðnum tímum. Það þarf að mjólka kýr tvisvar á dag og sinna fleiri verkum en mjöltum þar fýrir utan. Þannig að börnin fylgja þeirri rútínu, úti og inni, bæði okkar eigin börn og aðkomubörn, ná- lægðin við dýrin og náttúruna verður bara eðlilegur og kærkominn hluti af lífinu, og stundum góð slök- un að vinna og vera í nánd við dýrin eftir annasama daga á öðrum vígstöðvum. Mér sýnist það vera af- skaplega jákvætt að vistforeldrar skuli vilja mennta sig enn frekar og vinna svona frábært starf í sveitum landsins, það hlýtur að segja sig sjálft að börn og unglingar þurfa á fjölskyldu að halda og í mörgum tilfellum mikið frekar en meðferðarheimilum. Sam- kvæmt umræddu Bændablaði, 29. október sl., stend- ur til að þýða bandarískt kennsluefni, PRIDE, fyrir væntanlega fósturforeldra. Markmiðið með því er einfaldlega að gera fósturforeldra hæfari til að takast á við sín verkefni, og í sumum tilfellum erfiðari verk- efni en áður. Þurfum við annars ekki öll á fjölskyldu að halda? Það er aðventa og jólin rétt að koma. Mig langar til þess að hvetja bæði mömmur og pabba þessa lands, líka afa og ömmur, frændur og frænkur og alla fjarskyldu ættingjana að gefa börnunum (og sjálfum sór) þennan tíma eins og hægt er. Ekki friða ykkur með stórri, feitri jólagjöf á aðfangadag, verið með „...sýnið í verki hvað er ykkur dýrmætast i lífinu." börnunum og takið þátt í lífi þeirra og starfi, gerið skemmtilega og jólalega hluti með þeim heima, föndrið, skreytið, bakið piparkökur og farið á litlujól og önnur dansiböll, sýnið í verki hvað er ykkur dýr- mætast í lífinu. Við gerum það reyndar alla daga, þar sem athygli okkar er, þar er líf okkar í það skiptið. Við eigum bara ekkert dýrmætara en börnin okkar, og við höfum þau í mjög stuttan tíma, fáein ár áður en þau sjálf fara að berjast við að vera fullorðin, eins og við núna. Veist þú hvort barnið þitt mundi velja, ef þú spyrðir: Hvort viltu að við séum heima að baka pip- arkökuhús og mála herbergið þitt eða fara í barnaaf- mæli, svo í Fjölskyldu-og húsdýragarðinn, pizzu- veislu og bíó á eftir? Eg þori að veðja að risastóru augun með spurn- ingarmerki á báðum kinnum og fullan munn af Cheeriosi mundu segja: Er ekki í lagi? Auðvitað baka piparkökuhús! Góðar ijölskyldu-og jólakveðjur til ykkar úr Blöndudalnum. Jóhanna Helga 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.