Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 19

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 19
Hún býr í íbúð í eigu Félagsbú- staða og segir að það sé mikill munur frá því að vera á almenn- um leigumarkaði, eins og hún var eftir að hún skildi. Það tók tvö til þrjú ár að bíða eftir íbúðinni og fyrst fékk hún litla þriggja her- bergja íbúð en er nú í fallegri fjög- urra herbergja íbúð. Fyrir hana borgar hún um 52.000 krónur á mánuði en að frádregnum húsa- leigubótum er leigukostnaðurinn um 35.000 krónur. Hún ber sig vel og segir mikil- vægt að halda andlegu jafnvægi þótt það sé oft erfitt. Hún leggur áherslu á að hún hefur ekki ánetj- ast verkjalyfjum í gegnum veik- indi sín og ekki viljað þunglynd- is- eða kvíðastillandi lyf sem henni hafa staðið til boða. „Mér finnst að ég hafi lítið annað gert undanfarin ár en að reyna að byggja mig upp. Eg hef reynt ýms- ar leiðir, farið í nudd, nálastungur og fleira sem telst til óhefðbund- inna lækninga en eftir að ég lenti í slysinu var ég sett í sjúkraþjálf- un sem er eina meðferðin sem er niðurgreidd af Tryggingastofnun. Það er ekki hægt að fá styrk til að gera neitt annað, t.d. að fara í nudd sem ég veit að myndi gera mér gott og ég hef ekki efni á að kaupa vítamín. Mér finnst sjúkraþjálf- un oft ekki skila nægum árangri og vildi óska að hægt væri að láta þessa meðferðarmöguleika vinna betur sarnan." Álag að þurfa af lifa af svo litlu Hún hefur ágæta menntun, hefur unnið ýmis störf og reynt að taka að sér verkefni þótt hún ætti við veik- indi að stríða. Laun hennar lækkuðu umtalsvert við það að fara á örorku en hún fær um 118.000 krónur í bætur á mánuði með öllu, þ.e. bótum, barnalífeyri, meðlagi og mæðralaunum, að frádregnum skatti. Reyndar fær hún bara meðlag með öðru barninu, hitt meðlagið fer upp í skuld sem varð til eftir að hún veiktist. Hún segist nú skulda tvo mánuði í húsa- leigu og það veldur henni miklurn áhyggjum en hún þarf stundum að velja, annað hvort að borga leiguna eða eiga fyrir mat. Hún getur ekki fleytt sér áfram á kreditkortum, eins og flestir gera, hún er löngu búin að skila kortinu sínu. „Eg borga um 27.000 krónur á mánuði af láni sem er tryggt með ábyrgðarmönnum og legg áherslu á að standa í skilum með það. Aðrar skuldir verð ég að láta eiga sig, t.d. var óg svo sljó af veikindum um tíma að ég borgaði ekki rafmagnið, fattaði það ekki fyrr en allt varð rafmagnslaust einn daginn. I veik- Hún segist finna fyrir fordómum gagnvart ör- yrkjum, t.d. á læknastofum og öðrum þjónustu- stofnunum, þar sem henni finnst starfsfólk oft ekki sýna tillitssemi, kallar kannski upp yfir bið- stofuna: „Ertu ekki öryrki? Ertu með skírteinið?" indunum missti ég allt tímaskyn og hugsaði um það eitt að halda haus. Þá eru áhyggjur af fjármálum eitt- hvað sem ég megnaði ekki að bæta á mig. Svo var ég að vonast til að barnabæturnar myndu rétta af fjár- haginn en ég fékk engar bætur á þessu ári af því að ég vann svolítið í fyrra og þá voru lagðar á mig um 70.000 krónur í útsvar. Barnabæturnar fóru því í að borga það,“ segir hún svolítið kaldhæðnislega. „Það þarf fulla heilsu til að lifa við þessi kjör og standast um leið allar kröfurnar sem því fylgja að ala upp börn. Mér þætti gaman að vita hvað margar ein- stæðar mæður eru orðnar öryrkjar út af vinnuálagi. Álagið við að komast af, borga reikninga og taka því ef eitthvað ber út af. Sumt fólk er orðið svo útkeyrt að það er ekki lengur hæft í vinnu út af álagi. Þessir þættir eru allir samverkandi. Ef heilsan bilar getur fólk ekki unnið tvöfalda vinnu og þá safnast skuld- irnar upp. Svo getur það ekki heldur unnið svona mikið vegna barnanna, það fær samviskubit yfir því að vera aldrei heima og svona heldur vítahringurinn áfram.“ Stimplun og fordómar gagnvart öryrkjum Henni er mikið í mun að hafa festu og kærleika í uppeldi barnanna og reynir að láta aðstæður sínar ekki koma niður á þeim. Eldra barnið hefur verið duglegt að afla tekna með sumarvinnu og helgar- vinnu yfir veturinn og stendur að mestu sjálft undir kostnaði við nám sitt. Það yngra þurfti að hætta pí- anónámi eftir að móðirin gat ekki lengur unnið og hún segir að alltof oft sé farið fram á að börnin komi með pening í skólann til að borga ýmislegt, eins og ferðalög o.fl. Hún segist líka vera farin að finna fyr- ir ýmsum kostnaði sem tengist fermingu yngra barnsins næsta vor. „Reyndar kemur fram í bréfi frá prestunum að ef fólk eigi í erfiðleikum með að borga geti það haft samband. Eg kæri mig bara ekkert um að barnið fái þann stimpil sem ég veit að fylgir í kjölfarið." Henni finnst mikilvægt að hverfa ekki inn í þann heim aðskilnaðar sem henni finnst þjóðfólagið þrýsta öryrkjum í. Þegar fólk liefur gefist upp lætur það sig hafa það að standa í biðröð eftir mat en hef- ur um leið misst sjálfsvirðinguna, að hennar mati. Hún segist finna fyrir fordómum gagnvart öryrkjum, t.d. á læknastofum og öðrum þjónustustofnunum, þar sem henni finnst starfsfólk oft ekki sýna tillits- semi, kallar kannski upp yfir biðstofuna: „Ertu ekki öryrki? Ertu með skírteinið?" Þetta væri ekkert mál ef aðstoð frá almannatryggingakerfinu þætti sjálf- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.