Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 11

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 11
mér finnst Saklaust grín eða fordómar? „Nýju nágrannarnir mínir eru negrar. Það pirrar mig, svo ég fór yfir, skeit á tröppurnar, hringdi dyrabjöllunni og sagði: „Sonur ykkar er bráðnaður." Svo hljóðar brandari sem tíu ára drengur sendi eldri ættingja sín- um í gegnum textaskilaboð far- síma síns (sms). Með vissu get ég sagt að flest okkar telji skilaboðin viðbjóðsleg og ótillitsöm. En það sem hins vegar greinir hugsanlega á milli fólks er hvernig það bregst við birtingu fordóma sem þessara. Ég ræddi stuttlega inntak skila- boðanna við viðtakenda þeirra. Hann taldi jú skilaboðin ógeðfelld en yppti öxlum og afgreiddi þau sem saklaust grín tíu ára drengs. Sum okkar hefðu hins vegar talið það vera skyldu okkar sem full- orðnir eintaklingar að grípa til að- gerða og ræða við drenginn um skaðsemi þess að halda á lofti for- dómum sem þessum. Mér finnst fleiri mega tileinka sér þau viðbrögð að taka meðvit- aða afstöðu gegn fordómum þegar við verðum vör við birtingu þeirra. Þá sérstaklega þegar for- dómum er haldið á lofti meðal barna sem eru á mikilvægu ald- ursskeiði hvað varðar mótun liug- mynda þeirra um lífið og tilver- una í kringum þau. Fyrrnefnd textaskilaboð fengu mig ennfremur til að hugsa um það hvernig fræðslu gegn kyn- þáttafordómum er háttað hér á landi meðal barna í skólum lands- ins. Þó svo að uppeldislegt mark- mið skóla sé umdeilt virðist nokk- ur samstaða um að eitt þeirra sé að kenna börnum að sýna öðrum virðingu og umhyggju. Ennfrem- ur að kenna þá grunn jafnaðar- hyggju að virða einstaklinga óháð útliti, litarhætti, kynferði, trú og hverri annari leið sem farin er til að skipa fólki á bása. Ég er ekki hæf til að dæma hve vel skólakerf- ið hér á landi stendur sig í saman- burði við önnur í baráttunni gegn fordómum og hve jafnréttissinnuð íslensk börn eru. En ég trúi því að betur má ef duga skal. Með því að verja auknum tíma í fræðslu um fjölbreytileika samfélagsins og um ýmsa hópa þess, sem sumir hverj- ir hafa þurft að þola ýmsar raunir í gegnum söguna, tel ég að gera megi börn meðvitaðri um nei- kvæðni kynþáttafordóma og út- breiðslu þeirra. Ennfremur er mikilvægt að kennarar séu þjálfaðir til að taka afstöðu gegn og bregðast við fordómum hvers konar meðal nemenda sinna. Fjölmiðlar qeqnsósa af staðalmyndum Fjölmiðlar gefa okkur Islending- um, hér norður undir heimskauts- baug, innsýn í líf fólks frá öðrum menningarsvæðum. Fjölmiðlar eru þó gegnsósa af staðalmyndum um svarta „gangstera", öfga- kennda múslima og fátæka Afr- íkubúa, svo eitthvað sé nefnt, þá sérstaklega aíþreyingarefni sem höfðar til ungs fólks. Staðal- myndir í fjölmiðlum eiga ríkan þátt í að móta umræðu samfélags- ins um hina ýmsu liópa þess. Til að draga úr því að neikvæðar stað- almyndir fjöhniðla kyndi undir fordómum hjá ungu fólki gegn hinum ýmsum hópum samfélags- ins tel ég nauðsynlegt að ungu fólki sé kennt að vega og meta hvað hin ýmsu skilaboð fela í sér. Það er nokkru erfiðara að hefta út- breiðslu viss fjölmiðlaefnis eða banna ungu fólki neyslu þess. Einhverjum gæti fundist að ég ætlist til of mikils af tíu ára börn- um en ég hef fulla trú á því að tíu ára börn og jafnvel yngri geti nýtt sér þekkingu um fjölbreytileika samfélagsins til að vinna gegn for- dómum sínum og annarra. Mér finnst mjög mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að við erum virkir þátttakendur í að rnóta samfélagið sem við lifum í. Ef eitthvað er varhugavert í samfélaginu þá ættum við, og getum, haft áhrif á það. Ef eitthvað er varhugavert í samfé- laginu þá ættum við, og getum, haft áhrif á það. Til að vinna bug á fordómum hvers konar tel ég mikilvægt að bregðast við því þeg- ar við verðum vör við birtingu þeirra, til dæmis rneðal ungs fólks. Ég skora d Brodda Sigurðarson, upplýsingafulltrúa hjú Alþjóða- húsi, að segja skoðun sína ínæsta blaði. Kynntu þér tilboðin! ///■' Einar Farestveit & Co.hf. BORGARTÚNI 28 • 105 REYKJAVÍK • SÍMAR: 56 22 900 56 22 901 Spennandi bókunartil bod! Þú sparar kr. 6.590
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.