Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 32
ttuslurlensk
louff
off (jcllum
Te er sá drykkur, að frátöldu vatni, sem flestir fá sér til hressingar í
heiminum. Það á sér langa hefð í ýmsum löndum, Kínverjar hófu að
rækta það til almennrar notkunar þegar á áttundu öld, Indverjar eiga
terunna sem skilað hafa heiminum ilmandi seyði um aldir og japanskir
tesiðir eru sérstök list. í Evrópu varð te vinsælt á sautjándu öld og Bret-
ar voru og eru með mestu teþjóðum álfunnar. Af því hófst fræg bylt-
ing vestanhafs og austantil hafa rússneskir byltingarmenn líkast til lagt
á ráð með kraumandi tevatn í samóvar. Fylgismenn Múhammeðs hafa
kosið að kæla sig með myntute. Á íslandi hefur Vera „fundið til tevatns-
ins" og fetað sig frá Melroses með mjólk, til jasmínuilms hjá eldri syst-
ur í mussu og síðar jurtaseyða lesinna vina í þeim efnum. í millitíðinni
vildi hún grænt te frá Japan og nú er spurning hvað skal með ketilinn.
og hið kínverska, er látið gerjast áður en það er
þurrkað í sól eða hita og reykt. Slík vinnsla lauf-
anna, sem síðan eru mulin, heitir pekoe auk Kína
kemur mest af því frá Indlandi, Ceylon, Jövu og
Súmötru. Oolong er minna gerjað svart te, heldur
mildara, frá Formósu og Fukien í Kína, en grænt te,
sem bæði er til í kínverskri „gunpowder" útgáfu því
laufunum er rúllað í kúlur, og japanskri, þar sem
þau eru skorin, hefur ekki gerjast og kann að vera
svolítið biturt. Kenningar um jákvæð áhrif japanska
tesins um heilsu hafa vakið á því athygli.
Seyðið af laufunum getur verið sterkt og dökkt
eða ljóst og fíngert á bragðið, eftir úrvinnslunni, því
ekki síst hvernig unnið er úr hráefninu. Þekktast er
teið frá Indlandi, Kína og Sri Lanka, áður Ceylon, en
leita má mun víðar, eins og til Kenýa, Japan og
Rússlands. Te inniheldur örvandi koffín og beiskt
tannín og áhrif þess gefa kaffi lítið eða ekki eftir.
Kunningi Veru kallar slíkt óblandað alvörute „tete“
til aðgreiningar frá te með jurtum eða einungis jurt-
um sem hellt er uppá. Þó er þar ekkert „bara“ á ferð,
seyði jurta og blóma getur verið magnað og mein-
hollt. Fleira hefur verið kennt við te, til dæmis silf-
urte sem einn viðmælandi Veru notar mikið, heitt
vatn með undanrennu. Viðlíka mjólkursopi var
samkvæmt bókinni íslensk matarhefð áður kallað-
ur ljósavatn eða grábland.
O 2
if
n.
c
c
3
k_
'O
£L
Fyrir allmörgum árum kom ég á afar fínt hótel
í Baden-Baden í Þýskalandi, einungis í veit-
ingastofuna síðdegis. Þar sátu þrjár eldri döm-
ur uppábúnar við borð og litu hneykslaðar
upp þegar hurðinni var svipt upp. Þær hnipr-
uðu sig saman og ein sagði stundarhátt að þar
væri versti trekkur. Þó var rétt farið að hausta
en þær vildu algerlega ótruflaðar fá sitt te og
litlar tertur með. Ég fór nefnilega og gáði og hef
síðan munað eftir þessum konum og hvernig
þær nutu þess sem fram var reitt.
Sjálf fékk ég te úr poka í sveit sem ég heim-
sótti stundum á sumrin, í þykku glasi með
mjólk. Það var prýðisgott. Seinna kynntist ég
öðruvísi tei, en hef langan veg í að verða full-
numa í fræðunum. Núna getur verið snúið að
fá „venjulegt te“ á kaffihúsum, það er oft úrval
af jurtatei eða flókinni blöndu af svörtu tei og
jurtum í pokum og þá er ég litlu nær. Þetta
kann að vera geðvonska og þess vegna má
bæta við einni bjartsýnni spá um að te eigi eft-
ir að komast í tísku hér á landi eins og svo
margt. Þangað til þarf ég að minnsta kosti að
spyrjast fýrir um uppáhaldsaðferðir og aðal-
tegundir ýmissa landa þar sem drykkurinn er í
hávegum hafður.
Teplantan camellia sinensis á
uppruna á hásléttum Kína og Ind-
lands, sígrænt tré sem getur náð um
tíu metra hæð villt en er klippt nið-
ur í metra eða hálfan annan við
ræktun. Vinnsla laufanna ræður
mestu um gerð tesins, en jarðvegur,
loftslag og tínslutími skipta líka
máli. Laufin eru þurrkuð, rúlluð
upp eða söxuð. Svart sterkt te, eins
32