Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 64

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 64
vera Konur og lög hafa boðið starfsfólki ýmissa mikilvægra stofnana samfélagsins upp á námskeið þar sem fjallað er um jafnréttis- og mannréttindamál, því eins og Seodi orðaði það kankvís á svip: „Þannig munum við breiða út hina 'heilögu ritningu' jafnréttis- og mannréttindahugsjónarinnar". um að það var eitthvað rangt við hvernig staða mín sem kona var skilgreind í samfélaginu - það var eins og ég tilheyrði annarri dýrategund en karlar. Og svo þegar ég byrjaði háskólanám í Botsvana þá kynntist ég feminískum kenningum og ég fann það um leið að ég dróst að þessari hugmyndafræði. Hugmyndafræð- inni um jafnrétti. Þessar kenningar gáfu svar við svo mörgu sem ég hafði alla tíð sett spurningarmerki við. Þannig var það, ég bara dróst að þessu.“ Minningin um þessi tímamót í lífi hennar er greinilega sterk en Seodi bætir þó við að á meðan hún var í námi hafi hún verið mjög metnaðargjarn lögfræðinemi og hún hafi átt sér þann draum að berj- ast fyrir réttindum kvenna en ná samt glæstum frama sem lögfræðingur og hafa það gott. „En þegar ég svo lauk námi ákvað ég að prófa fyrst að vinna fyrir frjáls félagasamtök sem berjast fyrir réttindum kvenna í Botsvana og ég vissi þá strax að þetta var það sem ég vildi vinna við til æviloka, hvað sem liði öllum Mercedez Bensum, því þetta gaf mér svo mikla lífsfyllingu. Svo þegar óg flutti aftur heim til Malaví þá vann ég fyrstu tvö árin hjá lagafyr- irtæki því ég fann ekki vinnu sem hentaði mór hjá þeim frjálsu félagasamtökum sem þá störfuðu í land- inu. En svo auglýstu samtökin Konur og lög eftir að- ila til að setja á fót skrifstofu fyrir samtökin í Malaví og ég þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar. Ég fékk vinnuna sama dag og ég sótti um hana, hætti hjá lagafyrirtækinu og byrjaði að reka skrifstofuna í húsi móður minnar þar sem ég bjó þá. Og ég hef aldrei séð eftir þessari ákvörðun því þessi barátta er minn vett- vangur," segir Seodi ákveðin. Það fer að líða að lokum þess tíma sem við höfum til að spjalla. Viku fyrr hafði ég séð Seodi í malavíska ríkissjónvarpinu þar sem hún tók við skólastyrk sem breska sendiráðið í Malaví veitir árlega. Og aðeins tveimur dögum eftir samtalið okkar hélt hún af stað til Bretlands þar sem hún ætlar að stunda masters- nám í kynja-og þróunarfræðum við Sussex háskól- ann næsta árið. Ég spurði hana að lokum því hún hafi valið þetta nám og hver framtíðaráform hennar væru. „Mig langar til að bæta við þekkingu mína á sviði félagsvísinda, að dýpka skilning minn á fólagslegum og efnahagslegum þáttum sem hafa áhrif á stöðu kvenna í heiminum og auðvitað sérstaklega í mínu eigin landi því þar ætla ég að gera rannsóknina fyrir mastersritgerðina. Ég er ekki ennþá komin þangað sem ég vil vera, ef ég get orðað það þannig. Mér finnst ég þurfa að öðlast dýpri innsýn í þessi mál og auka sjálfstraust mitt á þessum sviðum svo ég geti lagt meira af mörkum í starfi mínu þegar ég kem til baka. Ég á mér þann draum að koma á fót mínum eig- in félagasamtökum hérna í Malaví í framtíðinni þar sem áherslan verður á að bæta menntun kvenna. Þar er þörfin svo brýn og árangurinn svo sýnilegur því bara það að geta lesið og skrifað þýðir grundvallar breytingu í lífi kvenna". 64 einsfélags Ðregið 24. (fcscmSer 2002 Upplýjingar uiroffpninqsnúmer i Slmum.S40 1918^^sv.nri) og 540 1900 A wwyr.lrnbt«^app fPdttta/qi í ímppdmtti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við mikilvægt forvarnastarf ‘Vinningar: 1 Zy 0 íkaufrjáísir vimiinijflr dð vcrðimrti 18.190.000 kr. 1 Alfa Romeo 156 Verömæti 2.390.000 kr. 1 Bifreið eða greiðsla upp í ibúð Verðmæti 1.000.000 kr. 14 8 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun Verðmæti 100.000 kr. Ijildi útpetinn* mlöa: I J6.000 Veiitu stuðnirig - vertu með! ‘Dregið 24. desemúer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.