Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 15

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 15
Að endingu komst ég að sjálfsögðu að þeirri niðurstöðu að höfundar Simpsons þáttanna væru opiðf sannleikselskandi fólk sem væri gagngert að vinna að breytingum á sambúð kynjanna til hins betra. Það er annars merkilegt hvað maður verður „óakademískt,, þenkjandi eftir því sem maður fjarlægist þann tíma sem maður var á kafi í fræðunum. Ég hygg nú fullum fet- um á framhaldsnám, enda mikill lærlingur að upplagi. Nú eru liðin þrjú ár síðan ég var að skottast á Háskólalóðinni og er svei mér þá orðinn ryðgaður, eins klisjukennt og það hljómar. Þegar að B.A. skrifum kom átti ég í talsverðum vandræðum með að velja mér rannsóknarefni þar sem ég gat ekki hugsað mér að taka eitthvað morkið viðfangsefni fyrir, eins og einhverja markaðsrannsókn eða opinbera stefnumótun í bla bla bla. Ég vissi það eitt að ég yrði að sökkva mér niður í eitt- hvað sem ég hefði áhuga á - annars væri þetta ekki hægt. Á þessum tíma var ég mikið að horfa á þessa snilldarþætti um Simpsons fjölskylduna og gagnrýnisbroddurinn þar er nokkuð einkennandi. Bingó! Fólki fannst, og finnst enn þá, þetta voðalega „sniðugt'1 og „fyndið" en ef nánar er að gáð er þetta ósköp hefðbundin fjölmiðlafræði- og afþreyingar- menningarritgerð. Slíkar rannsóknir eru stundaðar af kappi erlendis en lítið er um þær hér á landi, ennþá að minnsta kosti. Már fannst þetta enn fremur kjörið tækifæri til að athuga hvort ég fengi ógeð á þáttunum ef ég lægi yfir þeim í hálft ár samfleytt. Mór til mikillar ánægju kom í ljós að ég var orðinn enn áhugasamari um þættina í lok vinnunn- ar en áður.“ Finnst þér tónlistarbransinn, bæði á ís- landi og erlendis, hjálpa til í jafnréttisbarátt- unni eða berst hann á móti? „Tónlistarbransinn er auðvitað ansi karllægur, alla vegana eins og ég hef kynnst honum í gegnum dægurtónlistina. Þetta eru allt meira og minna karlar sem eru í hljóm- sveitum. Iðnaðurinn erlendis er auðvitað tóm geðveiki og þegar peningar eru annars vegar þá skeyta menn lítið um hvort verið sé að vinna samfélaginu gagn eða ekki. Dags- skyldan er einfaldlega meira stuð, sem er poppbransanum bæði til velferðar og vansa. Ég myndi segja að bransinn í heild sé bara mjög afskiptur í þessum málum.“ Hvað um fjölmiðla? „Ég held að fólk sé alltaf að vakna til meiri vitundar um þessi jafnréttismál, þó hægt sé. Og enn hægar gengur að koma þessu í raun- verulegt verk. Fólk talar og talar en fylgir þessu lítið eftir. Ójafnréttið liggur í raun út um allt eins og ósýnilegir þræðir og það er heljarvinna að leysa úr þessu. Ég held að fjölmiðlarnir gegni afar mikilvægu hlutverki sem utanaðkomandi aðhald í samfélaginu og að því leytinu til er ábyrgð blaðamanna ansi mik- il. Þeir verða að vera vakandi. Það er nú einu sinni þannig að fordómar og ranglæti lifa hvað bestu lífi við eldhúsborðin, staðreynd sem er sorglega sönn. Gott skáldlegt dæmi um þetta má t.d. nálgast í myndinni American History X.“ Er jafnrétti á íslandi? „Nei.“ Námskeið fyrir alla Vorönn 2003 fyrir 6-16 ára : Fjölbreytt, skemmtilegt og skapandi nám. Kennt er á Hringbraut og í Gerðubergi. Fyrir byrjendur og framhaldshópa 16-100 ára; Teikning, málun, mótun, grafík, hönnun, keramik. Umsóknarfrestur v. fornáms 2003-2004 er til 4.apríl 2003. Nánar auglýst síðar. lnnritun á skrifstofu að Hringbraut 121, 2. hæð. Skrifstofutími kl. 14-18 mán.-fim., 14-17 fös. Sími 551 1990 og 551 1936, fax 551 1926. mynd@myndlistaskolinn.is • myndlistaskolinn.is MYNDLISTASKÓLINN [í REYKJAVÍK I HRIHGBRAUT 121 • 107 REYKJAVÍK • SÍMI 551 1990 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.