Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 9
Það þýðir samt auðvitað ekki að það sé þeim
að kenna ef þeim líður illa, en það er á þeirra
ábyrgð að gera eitthvað í því efþeim líður illa.
og vilja ekki fórna henni. Sólveig aftur á móti sýnir
nýja hlið á sér framan á blaðinu, appelsínuhúð, mar-
bletti og annað sem aldrei sést í myndatökum."
Ragnar: „Það voru líkar uppi kröfur hjá ungu
fólki að fá ákveðið mótvægi við áhrif fjölmiðlana.
Áreitið sem ungt fólk verður fyrir eykst frá degi til
dags. Mér finnst því frábært að Jafningjafræðslan
hafi tekið þá ákvörðun í sumar að hafa þennan rauða
þráð í forvörnum, að styrkja sjálfsmyndina. Þetta er
aðferð sem virkar mjög vel. Við setjum okkur ekki í
predikarahlutverkið heldur erum við aðeins komin
til að ræða málin og hlusta á það sem þau hafa að
segja og komum fræðslunni þannig til skila. Annað
sem er líka jákvætt við þetta verkefnaval er að um-
ræðan um sjálfsmyndina nær yfir svo breitt svið.
Þegar við erum að ræða um slæman félagsskp þá er
ekki endilega verið að tala um dópista eða vand-
ræðaunglinga, slæmur félagsskapur getur einfaldlega
verið vinahópur sem þér líður illa í.“
Þið farið í skóla til að kynna verkefnið, hvernig
viðbrögð fáið þið?
Dóra: „Við fundum það um leið og við fórum að
tala við krakkana að þetta var eitthvað sem þau
höfðu áhuga á . Þau vissu þó ekki hvort sjálfsmynd
væri eitthvað sem væri meðfætt eða eitthvað sem
hægt væri að hafa áhrif á og breyta."
Ragnar: „í framhaldsskólunum byrjum alltaf á
því að skilgreina sjálfsmynd fyrir krökkunum, kynn-
um verkefnið, sýnum stutta mynd og ræðum síðan
hvernig bæta megi sjálfsmyndina. Mestur tíminn fer
svo í umræður og spurningar en það er oft mjög líf-
legt því það má segja að þetta sé mikið hitamál hjá
ungu fólki. í kjölfarið eru síðan oft myndaðir um-
ræðuhópar í skólunum sem halda áfram með starf-
ið.“
Dóra: „í grunnskólunum gerum við þetta aðeins
öðruvísi. Þar hittum við einn bekk í einu á meðan
við tölurn við stærri hópa í framhaldsskólunum. Þó
þau sé ekki alltaf spennt fyrst þá er áhuginn fljótur
að koma. Maður finnur einnig að þetta hefur mjög
mismunandi áhrif á þau. Sumir einstaklingar finna
mjög mikið fyrir kröfun-
um úti í samfélaginu í
gegnum fjölmiðlana en
aðrir alls ekki. Við leggj-
um upp með það að sjálfs-
myndin byggist upp á
spurningunum hver er ég,
hvað vil ég og hvað get ég.
Þetta eru spurningar sem
brenna rosalega mikið á
þeim einmitt þessi ár. Þau
eru að taka ákvarðanir um
hvað þau vilji gera og
meirihlutinn af þessum
krökkum sem við tölum við veit það einfaldlega
ekki, sem er auðvitað eðlilegt og þau eru að skoða og
prófa sig áfram í lífinu. Þau eru einnig að finna út
hvað það er sem lætur þeim líða vel og hvað það er
sem lætur þeim líða illa. Við viljum að þau átti sig á
því að þau geta haft rosalega mikil áhrif á líðan sína.
Það má segja að þau beri ábyrgð á því hvernig þeim
líður. Það þýðir samt auðvitað ekki að það sé þeim að
kenna ef þeim líður illa, en það er á þeirra ábyrgð að
gera eitthvað í því ef þeim líður illa. Annað hvort að
vinna í því sjálf en ef ástandið er alvarlegt að leita sér
hjálpar."
Eru viðbrögðin eittlrvað mismunandi eftir kynj-
um?
Ragnar: „Ég hef fundið fyrir því að strákar eru
mjög lokaðir fyrir umræðunni um sjálfsmynd. Þeim
finnst hálf væmið að spá í svona hluti. Við eigum
alltaf að sýna svo mikla hörku og megum ekki hugsa
um svona hluti. Það er því oft frekar erfitt að tengjast
strákunum í upphafi. En um leið og maður fer að tala
um hve sorglegt sé að sjá vini sína sitja í skuldasúpu
eða leiðast út í neyslu, því þeir eiga erfitt með að tjá
sig, þá nær maður til þeirra."
Dóra: „Við tókum frekar langan tíma í það í byrj-
un að reyna að átta okkur á sjálfsmyndarkreppu
stráka. Mín tilfinning í upphafi var sú að stelpur
væru í miklu rneiri sjálfsmyndarkreppu en strákar.
Niðurstaða mín er hins vegar sú að hún væri aðeins
miklu sýnilegri. Stákarnir eiga að vera rosalega harð-
ir og töff. Þeir eiga að vera óhræddir við allt og ekki
láta neina veikleika sjást. Þeir eiga að vera óhræddir
við að keyra hratt, stökkva fram af byggingum og
stunda kynlíf hvar og hvenær sem er. Þetta kom fram
í þeim strákahóp sem við vorum með í undirbún-
ingnum. Við konurnar höfum hins vegar forskot
hvað þetta snertir því við megum tala um veikleika
okkar.“
Er þetta tímabundið verkefni hjá ykkur eða er
ætlunin að halda áfram?
Dóra: „Verkefnið er sett upp þannig að það taki
eitt ár. Nú er hins vegar komin áætlun um að gefa út
nýtt blað og færa verkefnið í auknu mæli út á lands-
byggðina og þá í samstarfi við þá aðila sem starfa
með unglingum þar. Svo munu þeir aðilar sem koma
að verkefninu halda áfram með starfið hver á sínu
sviði.“
Það verður án efa spennandi að fylgjast með ár-
angrinum af verkefninu og vonandi að það vekji upp
frekari umræður í þjóðfélaginu um mikilvægi góðrar
sjálfsmyndar. Það er því ástæða til að óska þeim
Dóru og Ragnari og öllum hinum velfarnaðar í starfi.
9