Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 24

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 24
\l 5 ARA STEtPLL fátækt er dýr Linda hefur ekki efni á að reka bíl en þau mæðginin vakna klukkan 6 á morgnana og taka þrjá vagna til þess að komast í leikskólann og vinnuna úti á Nesi. efni á að kaupa grænmeti eða fisk í matinn en verð- ur að láta sér nægja ódýrari mat, eins og t.d. unnar kjötvörur. „Ég hef þyngst um 10 kíló frá því óg kom heim og ég held að það sé bara vegna þess að ég borða ekki nógu hollan mat. Strákurinn fær græn- meti í leikskólanum og ég verð bara að láta það nægja.“ Nýlega þurfti Linda að fara með Aaron til sér- fræðings og fá astmalyf fýrir hann og það kostaði um 8.000 krónur. „Ég fékk 10.000 króna lán hjá vinkonu minni til þess að lifa fram að mánaðamótum og núna, 18. nóvember, er það allt sem ég á.“ Á biðlista eftir félagslegri íbúð Aaron skynjar vel að þau hafa minni fjárráð en marg- ir aðrir. „Þótt hann sé bara fjögurra ára kvartar hann stundum yfir því að við eigum engan bíl, eins og for- eldrar vina hans í leikskólanum," segir Linda. „Þeg- ar við bjuggum í Bandaríkjunum vorum við í 120 fm parhúsi og ég gat gert svo miklu meira með honum en ég get núna. Það var eiginlega ekki fýrr en í ágúst, þegar við vorum búin að búa hérna í tæpt ár, að hann var farinn að sætta sig við þetta allt saman.“ Hún bætir því við að hann hafi nýlega verið greindur sem ofvirkur og að ofvirk börn þoli allar breytingar mjög illa. Hún segir hegðunarvandamál hans þó ekki enn hafa haft bein áhrif á fjárhag þeirra enda sé hann ekki kominn á lyf ennþá. „En kannski verður það erfiðara þegar hann byrjar í skóla. Mér er sagt að ofvirk börn slíti föt- unum sínum yfirleitt fyrr en önnur börn og sé hættara við að týna dótinu sínu. Stoppa kannski á leiðinni heim úr skólan- um til að spila fótbolta og skilja úlpuna sína eftir á vellinum þegar þau fara heim.“ „Já, ég myndi sko segja að óg væri fátæk,“ segir Linda ákveðið þegar hún er spurð hvort hún skil- greini sig á þann hátt. Hún viðurkennir líka að hún skammist sín fyrir fátæktina. „Ég skammast mín fyr- ir það og mér finnst mjög erfitt að vinna við skúring- ar þegar ég veit að ég hef svo margt annað að bjóða. Það má líka segja að ég sé ennþá húsnæðislaus, en íbúðirnar í þessu húsi eru yfirleitt ekki leigðar nema í 6 - 9 mánuði í senn. Ég er búin að vera á biðlista eft- ir félagslegri íbúð í ár og þarf víst að bíða að minnsta kosti ár í viðbót. Mór finnst staða mín vera mjög slæm en mér skilst að hún þurfi að vera enn verri til þess að óg fái meiri hjálp frá hinu opinbera. Og ég þekki marga sem eru í sömu sporum og ég, aðallega konur. Það er ekki bara hjá mér, heldur hjá svo mörg- um öðrum sem ekkert má út af bregða.“ En hversu lengi er hægt að búa við svona ástand? „Ég verð auðvitað að þola þetta eins lengi og þörf krefur. Ég reyni að temja mór jákvætt hugarfar og tek bara einn dag fyrir í einu. Ég verð að trúa því að þetta sé aðeins tímabundið ástand og reyni að hugsa eins og Pollýanna svo ég leggist ekki bara í þunglyndi, því ég veit að það gerir róðurinn bara ennþá þyngri," segir Linda að lokum. Fátækt á íslandi við upphaf nýrrar aldar Fátækt á Islandi m m' 11 víð upphaf nýrrar aldar Hin dulda félagsgerð borgarsamfólagsins A T 0 a ■8 ö- ■© 0 © i Hin dulda félagsgerð borgarsamfélagsins Höfundur: Harpa Njáls Útgefandi: Borgarfræðasetur og Háskólaútgáfan I þessari bók er fjallað um einkenni og aðstæður fátækra í íslensku nú- tímaþjóðfólagi. Höfundur nálgast viðfangsefnið frá mörgum sjónarhorn- um, með lýsingum á opinberum talnagögnum, kenningum um velferð og fátækt og með viðtölum við fólk sem býr í fátækt. Þá útfærir höfundur mat á lágmarks framfærslukostnaði sem sýnir hvað þarf lil að komast af í ís- lensku borgarumhverfi. Niðurstaða þess mats er borin saman við þær iág- marksupphæðir sem almannatryggingar og félagsþjónusta sveitarfélaga veita og er sýnt að talsvert vantar uppá til að fólk geti lifað því lífi sem stjórnvöld þó telja æskilegt lágmark. Fólk í sumum þjóðfélagshópum er oft dæmt til að lifa viö fátækt án auðveldra útgönguleiða. Þessi greining gefur athyglisverða sýn inn í fátæktaraðstæður á Islandi og hvernig vel- ferðarríkið bregst fólki í einstökum þjóðfélagshópum. Borgarfræðaseii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.