Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 66

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 66
Kynning Aðal - Tannsmíðastofan Aðal - Tannsmíðastofan að Hátúni 8 er í eigu írisar Bryndísar Guðnadóttur tannsmíðameistara og tanntæknis. Hún opnaði stofuna eftir að samþykkt voru ný lög nr. 109/2000 um starfsréttindi tannsmiða en þar með var tann- smiðum heimilt að starfa sjálfstætt. Tannsmíðafélag íslands hafði lengi barist fyrir þessum réttindum en samsvarandi lagabreyting var gerð í Danmörku árið 1979. íris Bryndís var formaður félagsins í 12 ár og tók virkan þátt í því að koma starfsréttindum tannsmiða í höfn. „Áður en lögin voru samþykkt þurftu tannsmiðir að starfa undir handarjaðri tannlækna en nú er okkur heimilt að starfa sjálfstætt og sinna klínískri vinnu, þ.e. taka mót af góm- um og vera í beinum tengslum við viðskiptavinina," segir íris Bryndís en bætir við að þeg- ar á þurfi að halda starfi hún með tannlækni sem hún deilir húsnæði með. „Tannsmiðir sem hafa fengið klínísk starfsréttindi geta á eigin ábyrgð smíðað tanngóma og þar með unnið við töku móta og mátun en ef um brýr eða krónur er að ræða þarf að fara til tannlæknis. Við erum með samskonar samning við Tryggingastofnun og tannlæknar þannig að nú getur fólk snúið sér beint til okkar ef það þarf að láta smíða góma eða laga þá. Fólki finnst mikill munur að geta talað beint við tannsmiðinn og það er líka mikilvægt fyrir okkur að fá að sjá það fólk sem við erum að smíða góma fyrir. Það gerir okkur auðveldara að líkja eftir upphaflegu tönnunum og uppfylla sórstakir óskir fólks." rr * < — * ■' f -H f -vyapK 'VX: JJT" Tslý sending af áramótakjólum Aðeins einn i hverri stærð Kynntu þér veröið Garðatorgi 3 | Sími: 565 6680 Opið: 9-18, laugardaga 10-14 Starfsréttindi frá Árósarháskóla Þegar lögin voru samþykkt fengu sex tannsmiðir starfsrétt- indi eftir að hafa verið í mánaðartíma við Árósarháskóla til að sanna sig og fengu að því loknu skírteini frá tann- smíðadeild skólans og starfsleyfi á íslandi frá iðnaðar- ráðuneytinu. „Eg starfaði lengi sem tanntæknir á tannlæknastofu, m.a. á stofu sem sérhæfði sig í tannholdsaðgerðum og fékk þar góða reynslu í klínískri vinnu. Síðan vann ég hjá Reykjavíkurborg, bæði á tannlæknastofum og við að leið- beina börnum í skólum. Ég lauk tannsmíðanámi 1976 og starfaði sem tannsmiður á tannlæknastofu frá 1980 og þar til ég opnaði Aðal - Tannsmíðastofuna," segir íris Bryndís. Aðal - Tannsmíðastofan flytur inn MAXIL gervitanna- og munnhreinsiefni sem er nú til í ffestum apótekum. Um er að ræða hreinsilínu úr náttúrulegum efnum sem vinna gegn slímhúðarbólgu og sveppasýkingum sem er algengur vandi hjá fólki með gervitennur. Einnig er í línunni efni sem losar upp tannstein og litarefni á gervitönnum, krem við særindum sem er kælandi, deyfandi og græðandi og tannburstar fyrir tennur og gómstæði. Nánari upplýsingar fást á www.maxil.net Aðal - Tannsmíðastofan hefur fengið viðurkenningu frá Sjálfsbjörgu fyrirgott aðgengi hjólastóla. Síminn er 552 551 og heimasíða vortex.is/irisbg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.