Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 44
Elísabet Þorgeirsdóttir
AÐ EIGA VIN
rætt við sjálfboðaliða í Vinalínu Rauða krossins
í hraða og samkeppni nútímans líður mörgum illa eða eru einmana. Allar manneskjur
þurfa á því að halda að tala við aðra manneskju í trúnaði en ef slík manneskja er ekki
til staðar er hægt að hringja í Vinalínu Rauða krossins öll kvöld vikunnar, allan ársins
hring, frá klukkan átta til ellefu á kvöldin. Þar svarar fólk í símann sem hefur fengið
góða þjálfun og kennslu í samtalstækni og þar er fyllsta trúnaðar gætt. Vinurinn sem
svarar í símann er nafnlaus og spyr ekki um nafn þess sem hringir.
Starfsemi Vinalínunnar hófst í janúar
1992 og er rekin af Reykjavíkurdeild
Rauða krossins. Starfsemin byggist á
sjálfboðavinnu um 40 einstaklinga. Vera
ræddi við einn þeirra til að fræðast um
það merkilega starf sem sjálfboðaliðarnir
leggja af mörkum í anda grundvallar-
reglna Rauða krossins sem eru: mannúð,
óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfboðin þjón-
usta, sjálfstæði, eining og alheimshreyf-
ing. Tvisvar á ári er auglýst eftir sjálf-
boðaliðum og eru þau sem vilja gerast
sjálfboðaliðar boðuð í viðtal. í framhaldi
af því fer fram helgarnámskeið hjá hjá
sálfræðingi í símaviðtalstækni þar sem
fólki er kennt að sýna virðingu og tillits-
semi.
Viðmælandi okkar hefur unnið sem
sjálfboðaliði hjá Vinalínunni í nokkur ár
og tekur vaktir tvö kvöld í mánuði. Hún
segir gefandi að fá að leggja sitt af mörk-
um til að létta áhyggjur og byrðar þeirra
sem hringja, með því að hlusta og spjalla, stundum
bara um daginn og veginn.
„Við sjálfboðaliðarnir hittumst tvisvar í mánuði,
bæði til að styrkja vinaböndin okkar á milli og til að
fá ráðleggingar hjá sálfræðingi. Þar er líka allt nafn-
laust og fyllsta trúnaðar gætt. Við erum bara að fá
ráðleggingar vinum okkar í hag. Astæður símhring-
inganna geta verið margvíslegar en mér finnst mikil-
vægt að undirstrika það að fólk þarf ekki að vera að
glíma við einhver stór vandamál til að hringja til
okkar. Það má alveg hringja bara til að rabba. En það
getur verið margt sem fólk er að takast á við og
finnst jafnvel gott að ræða við einhvern nafnlausan
um það. Þar geta ástæðurnar verið ofbeldi, ástvina-
missir og misnotkun eða jafnvel sjálfsvígshugsanir
en við höfum fengið þjálfun í að takast á við slík
símtöl. Fyrst og fremst erum við þjálfuð í að hlusta.
Við erum bara venjulegt fólk og tölum við vini okkar
sem slík. I samtölunum höfðum við til sjálfsábyrgðar
hjá fólki - hvað vill það sjálft gera í stöðunni. Við
reynum að opna augu fólks fyrir því hvað við sköp-
um margt sjálf og að leiðirnar geta verið margar."
sipjod :puÁui