Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 14

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 14
Arnar Gíslason Karlveran að þessu sinni er Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarspekúlant og blaðamaður. Hann útskrifaðist úrfélagsfræði, með mannfræði sem aukagrein, fyrir rúmum þremurárum frá Háskóla íslands. Að námi loknu vann hann um tíma hjá Rannsóknum og greiningu en það fyrirtæki kannast lesendur VERU eflaust við, sérstaklega vegna umtalaðrar skýrslu sem fyrirtækið vann fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneytið á síðasta ári um vændi á íslandi. Því næst lá leið hans á Laugaveg þar sem hann aðstoðaði tónlistarunnendur í versluninni Jap- is, ásamt því að skrifa gagnrýni um íslenskar hljómplötur fyrir Morgunblaðið. Fyrir tveimur árum flutti Arnar sig svo alfarið yfir á Moggann þar sem hann segist una hag sínum vel. Ég byrjaði á því að spyrja hann hvað femínismi væri í hans huga. „Hugmyndaftæði, virk fræðigrein, pólitísk barátta. Það er engin einhlít skýring. í þessu sameinast krafa um jafnrétti til handa öllu fólki, sama hvoru kyninu það tilheyrir. Að allir sitji við sama borð, um leið og tekið er tillit til margbreytileika mannsins. Já, það er síður en svo auðvelt að lifa á tímum stjórnspekilegr- ar rétthugsunar. Því miður hefur mér virst þetta orð „feminismi „ hafa fremur neikvæða þýðingu í huga almennings. En þetta er vandmeðfarið þar sem það er oft áhrifaríkt að koma stefnumálum á framfæri með öfgum - en öfgarnar geta um leið af sér horn- augu. En ef rétt er með farið getur feminismi verið öflugt tæki í sannleiksbaráttunni, að maður tali ekki um stuðið og lífið sem er í kringum fræðigreinarnar sem tengjast honum.“ Þú skrifaðir á sínum tíma ritgerðina The Simp- sons og ímynd kynjanna í sjónvarpsþáttum (1999). Gætirðu sagt mér aðeins frá henni? „Þetta er B.A. ritgerðin mín í félagsfræði og er fjölmiðlafræðileg. Ég skoðaði birtingarmynd kyn- hlutverka í þáttunum með áherslu á hjónin Marge og Homer Simpson. Skoðaði hvernig samfélagið mótar þættina og öfugt og einnig kannaði ég utanaðkom- andi áhrif á vinnslu þáttanna, þ.e. kynjaskiptingu þess hóps sem vinnur við þættina. Könnun á hlut- falli kvenna og karla sem vinna við Simpsons olli rómantíkernum að sjálfsögðu vonbrigðum. Það end- urspeglaði aðrar niðurstöður sem ég var að vinna með, karlar voru sem sé í meirihluta og allir stjórar, eða því sem næst, karlkyns. Þá kom mér það í raun á óvart hversu fáir handritshöfundar voru konur, sér- staklega þegar litið er á umfjöllunarefni þáttanna þar sem þrjár konur eru í sterkum burðarrullum. Að endingu komst óg að sjálfsögðu að þeirri nið- urstöðu að höfundar þáttanna væru opið, sann- leikselskandi fólk sem væri gagngert að vinna að breytingum á sambúð kynjanna til hins betra. En svona eftir á að hyggja tók ég vafalaust dálítið stórt upp í mig. Maður er auðvitað uppfullur af rómans og ástríðu í háskólanámi, öðruvísi á það ekki að vera. Annars hvet ég alla til að lesa ritgerðina, þá undir ströngu eftirliti starfsmanna Þjóðarbókhlöðu. Ég þarf auðvitað ekki að taka fram að þessi ritgerð er meist- araverk!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.