Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 40

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 40
vera a.m.k. sagt um okkur sjálf: „Við gátum þetta og við lærðum heilmikið á því.“ Ég myndaði mér þá skoð- un á þessum tíma að það ættu að vera svo margir prestar í hverjum söfnuði að það væri hægt að stunda húsvitjanir," segir Auður með blik í auga. „Hvernig yrði þór tildæmis við ef það bönkuðu tvær manneskjur uppá hjá þér og segðu: „Blessuð! Við erum prestarnir í kirkjunni þinni og við ætluðum bara rétt að heilsa uppá þig! Það er messa á næsta sunnudag, vertu ævinlega velkomin!" var við ramman reip að draga. „Við bjuggum í Frakklandi í sex ár en ég kom oft heim og sótti um prestaköll hér á höfuðborgarsvæð- inu en fékk ekki neitt. Þetta var gífurleg barátta og auðvitað fóru að renna á mig grímur. Ég stóð and- spænis ókleifum múrum kirkjunnar og átti ekki að komast yfir þá. Súgfirðingarnir opnuðu fyrir mér, en allar aðrar dyr áttu að vera mér lokaðar. Það voru jafnvel kallaðir til menn sem voru látnir bjóða sig fram á móti mér til þess að ekki þyrfti að kjósa mig.“ Ég veit það ekki. Er ekki framboðið meira en eft- irspurnin? Vottar Jehóva, Hjálpræðisherinn og þeir sem banka reglulega uppá? „Það er annað ef það er kirkjan þín sem stendur fyrir því. Ég fann að fólk var jákvætt, enda var ævin- týri líkast hvernig það tók á móti mér, bláókunnug- um umsækjanda." En þú fékkst bara örfá atkvæði og varðst fúl við... „Ég varð reið. Ég varð þrumandi reið. Ég sá að ég stóð andspænis kynjamisréttinu. Fólk tók mór vel en það sagði við mig hluti sem ég hef alltaf munað og lifa með mér: „Ég gæti aldrei hugsað mér að láta konu jarða manninn minn. Ég hef aldrei sóð konu skíra barn. Þú yrðir alltaf grátandi í jarðarförum. Þú hefur ekki nægilega breiðar herðar til þess að vera í hempu...“ Þetta voru svörin. Þau voru ekki Biblíuleg: Biblí- an er á móti þessu, eða þvíumlíkt. Alls ekki guð- fræðileg á nokkurn hátt.“ Ókleifir múrar kirkjunnar Eftir töluvert stapp fókk Auður litla sókn að Suður- eyri við Súgandafjörð og tók vígslu, fyrst kvenna á íslandi, árið 1974. Hún liugsar til Suðureyrar með mikilli hlýju og segir fólkið hafa verið yndislegt. „Ég heyrði aldrei neinar efasemdaraddir og mér fannst svo gaman þar að ég öfundaði sjálfa mig!“ segir hún um tímann á Suðureyri en þar starfaði hún í eitt ár. Næstu árin sótti hún um ýmis prestsembætti, en jrað Þetta hlýtur að hafa sært þig. „Já, þetta hafði margvísleg áhrif á mig, en mest gerði það mig fokreiða og stappaði þar af leiðandi í mig stálinu. En þetta hafði auðvitað þau áhrif á mig að ég fékk þá tilfinningu gagnvart kirkjunni að þetta væri ekki kirkjan sem ætlaði að hleypa mér inn í sín- ar raðir. Og það er vond tilfinning." Arið 1978 sótti Auður um Kirkjuhvolsprestakall í Rangárvallasýslu og var kosin löglegri kosningu. „Það sótti enginn annar um Þykkvabæ og ekki heldur fengnir mótframbjóðendur gegn mér. I Þykkvabæ og nærsveitum var óg prestur í 20 ár og frá mínum bæjardyrum séð bar aldrei skugga á starfið. Ég elska þetta fólk.“ Dyrnar opnuðust með kvennaguð- fræðinni 1998 var embættinu skipt og Auður fluttist alfar- ið í Kvennakirkjuna þar sem hún vinnur nú við að skrifa kvennaguðfræði og halda námskeið, auk þess sem Kvennakirkjan, sem verður tíu ára í febrúar, heldur reglulega messur. Hvernig varð Kvennakirkj- an til og af hvaða þörf er hún sprottin? Fólk segir aö þaö skipti ekki máli hvaða kyn er notað þegar talað er um Guð, en svo skiptir það öllu máli þegar að því kemur að Guð sé karl."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.