Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 8

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 8
Valgerður B. Eggertsdóttir Undanfamar vikur hefur verkefni sem kallast EGÓ verið í gangi og er markmið þess að styrkja sjálfsmynd ungs fólks. EGÓ er samstarfsverkefni Landlæknis- embættisins, Geðræktar, Rauða krossins, Jafningjafræðslunnar og Heilsugæsl- unnar. Mér lék forvitni á að vita hvaða hugmyndir lægju að baki verkefninu og mælti mérþví mót við þau Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur og Ragnar Rael. nu Ragnar f VI y - «»' V il L j í. ] iVr® sr- I 4* A ! 1 . m | n» <u > 8 Ég byrja á því að spyrja þau hvernig þau komi að verkefninu. Dóra: „Ég kem að verkefninu í gegnum Geðrækt. Við vorum búin að vinna að sjálfsmyndarstyrkingu í samstarfi við Jafningjafræðsluna í allt sumar. Síðan gerist það að Landlæknisembættið hefur samband við mig vegna verkefnis sem Ásta Kristjánsdóttir kom með hugmynd að og embættið ætlar að taka þátt í. Þar vantaði fræðilega þátttöku sem við höfum einmitt verið að vinna að undanfarið. Landlæknis- embættið bað mig því að koma með fræðilega þátt- inn inn í vinnuhópinn sem er í kringum Egó verkefn- ið þar sem við í Geðrækt vorum búin að velta mikið fyrir okkur hugmyndafræðinni, hugtökunum og bak- grunninum á meðan Ásta var komin með hugmynd- ir að framsetningunni, útlitinu og kynningunni. Það má því segja að þetta tvennt hafi smollið saman.“ Þú kemur síðan að þessu í gegnum Jafningja- fræðsluna er það ekki? Ragnar: „Já, einmitt ég kem að þessu í gegnum Jafningjafræðsluna. Við sjáum um kynninguna á verkefninu í skólum, einnig sjáum við um að kynna okkur hugmyndir unglinganna og komum þannig með sjónarhorn þeirra inn í verkefnið." Mér lék síðan forvitni á að vita hvaða hugmynd- ir liggi að baki verkefninu og hver væri ástæðan fyr- ir því að þau ákváðu að ráðast í þetta? Dóra: „Ég hef þá trú að sjálfsmyndarstyrking sé breiðasta forvörnin. Við erum ekki að segja fólki hvað það má gera og hvað það má ekki gera lieldur erum við að styrkja einstaklinga til að taka ákvarðan- ir út frá sjálfum sér. Rannsóknir sýna að slæm sjálfs- mynd er í beinum tengslum við kvíða og stress hjá unglingum og einnig í tengslum við aðra áhættu- þætti eins og brottfall úr skóla, ótímabærar þungan- ir, skuldasúpur, áfengismisnotkun og eiturlyf. Ásta kemur síðan í gegnum útlitsbransann þar sem hún sér að útlitskröfurnar fara illa með fólk, eii það er auðvitað ekki markmiðið með hennar vinnu. Verkefnið er auðvitað ekki bara um útlitið heldur fer þetta allan hringinn. Ásta var búin að ganga með þessa hugmynd mjög lengi og Sólveig Zophanías- dóttir einnig, sem er framan á Egó blaðinu. Það var reyndar talað við mjög margar fyrirsætur um að vera framan á blaðinu en þær sögðu allar nei. Þær eru búnar að búa sér til ímynd sem er ekki raunveruleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.