Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 50

Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 50
vera 50 Markaðshugsun þarf „Nú þegar átta háskólar starfa á landinu er sam- keppnin orðin mikil, sérstaða og styrkur hvers þeirra laðar að nemendur. Við erum í hópi háskóla at- vinnulífsins og sveigjanleikinn, hæfni til að bregðast fljótt við þörfum vinnumarkaðar hverju sinni, er mikilvægur. Þótt frábært nám geti hugsanlega skap- að störf, er hin leiðin líklegri og eðlilegri. Skólarnir eiga að laga sig að þróun og nýjungum atvinnulífs- ins, þar er dýnamíkin og þetta er almennt arðbærara, bæði fyrir þá sem stofnanir eða öllu heldur fyrirtæki, fyrir nemendurna og þjóðfélagið almennt. Meðan Háskóli Islands var einn á landinu þurfti ekki þessa hugsun, nú er bara svo komið að rekstur skólanna er hörkubissniss." Stefanía segir markaðshugsun nýja í háskólum hér, áður hafi tíðkast og tíðkist kannski enn, þunglamalegar stofnanir að takmörkuðu leyti í tengslum við umhverfið. „Kerfið og starfsfólkið gengu fyrir nemendum. Ég segi að nemendur og at- vinnulíf séu viðskiptavinir skólans, hann eigi að þjóna þeim en ekki öfugt. Eitt af því sem verður vert að gera í þessu skyni er að fylgja nemendum eftir hjá fyrirtækjum, til að meta gæði og afrakstur námsins betur.“ Helst fær Tækniháskólinn samkeppni frá Há- skóla Islands, að sögn Stefaníu, Háskólanum í Reykjavík og Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Rekstr- ardeildir skólans keppa við slíkar deildir í þessum þrem skólum og tæknideildirnar aðallega við verk- fræðideild HJ. Stefanía segir líka þurfa að muna eftir lausaumferð, ef svo megi kalla fólk sem sé frekar óá- kveðið og detti inn í nám næstum af tilviljun, þetta sé hópur sem taki við við betri kynningu skólans. Hún tekur sér málhvíld og færi gefst á ummælum Páls Skúlasonar, rektors Háskóla íslands, um skipt- ingu háskóla í rannsóknaskóla og aðra. Stefanía tek- ur undir andstöðu við þau með flestum kollegum sínum og spyr hvað háskóli sé án rannsókna. „Enn kem ég að sérstöðunni, í Tækniháskólanum viljum við efla hagnýtar rannsóknir í þágu atvinnulífsins og eigum þegar heilmikið samstarf við rannsóknar- stofnanir atvinnuveganna og fyrirtæki. Hvað varðar fjárráð háskólanna; framlög ríkisins, einmitt háð rannsóknum, þá finnst mér lítið réttlæti í því að sumir skólarnir fái að auka til muna tekjur sínar með því að taka skólagjöld." í góðu sambandi Stefanía segir vel hafa gengið hingað til í nýja starf- inu. Hún hafi byrjað í júlí og þann mánuð verið næstum ein í húsinu, horft á það niðurnítt - hús- næðið sé eitt af því sem þurfi að bæta - hugsað ráð sitt um skólastarfið og beðið eftir lífi í bygginguna. Það hafi komið í ágúst, þá hafi hún kynnst starfsfólki og síðan hafi talsverð þróun átt sér stað. Hún hafi til dæmis ákveðið að eiga viðtal við hvern starfsmann, þetta hafi verið vel þegið, fólk hafi getað sett fram sínar skoðanir og hugmyndir og það hafi verið gagn- kvæmt. „Aðferðin er tímafrek en árangursrík, einn fyrsti liðurinn í breyttum kúltúr á vinnustaðnum. Það er ekki hlaupið að slíku, starfsmannamál ein og sér eru viðkvæm og það koma upp krísur." Eitt af því sem þegar hefur reynst nýja rektornum vel í starfi er reynsla og tengsl úr vinnu hjá Mennt, sem er sam- starfsvettvangur atvinnulífs og skóla. Stefanía var þar framkvæmdastjóri í tvö ár áður en hún sótti um stöðuna í Tækniháskólanum í vor. Jafnframt stund- aði hún MBA-nám við Háskóla íslands, smám saman komin með mikinn áhuga á rekstri og stjórnun. Á undan fer nokkuð fjölbreyttur fimmtán ára náms- og starfsferill, óhefðbundinn kannski íyrir konu en afar jarðbundinn. „Ég hef afskaplega gaman af að læra og menntunin er frekar fjölrása hjá mér. Fljótlega sveigðu aðstæður, til dæmis kvótakerfið, athyglinni frá fiskvinnslufræðum að öðru. Hugleiðingum um þjóðmál og atvinnulíf, nám í matvælafræði við Há- skólann, kennslufræði í Kennó og svo þetta fram- hald í viðskipti og stjórnun. Ég var framleiðslustjóri í fiskvinnslu, sölumaður matvæla og verkefnisstjóri hjá Iðntæknistofnun, sérfróð í rækju og blöndun aukaefna í mat. Svo vann ég við ráðgjöf í fyrirtækjum og kom að kennslu, mest í Tækniskólanum, þar sem ég hafði sjálf tekið tvær gráður nokkrum árum áður. Þannig að þetta eru þekktar slóðir sem ég er komin á, þótt verkefnin séu önnur og meiri ögrun heldur en fyrr.“ Hvaða veikara kyn? Stefanía er fædd og uppalin austur á Héraði, sveita- stelpa sem gekk í öll útistörf með bræðrum sínum og lék ekki með barbídúkkur. Hún kom suður til náms og dagaði að eigin sögn uppi þótt eitthvað hafi hún líka unnið í frystihúsum á landsbyggðinni. Hún seg- ist ekki hafa vitað hvað teldist veikara eða sterkara kynið fyrr en urn tvítugt, aldrei spáð í slíkt. Hún hafi komist áfram af eigin rammleik, stundað nám sem hafi á hverjum tíma verið hagnýtt og komið til at- vinnuviðtala með skotheldan undirbúning. Þess vegna hafi henni ekki verið hafnað hingað til, hún hafi samið um sín laun án afsláttar eins og títt sé um karla. Konur eigi að meta sig að verðleikum og ekki hika við að sækjast eftir ábyrgð af ótta við að vera ekki „150 prósent“. Stefanía kveðst ákveðin og standa á sínu, hún hafi sjálf ekki mætt misrétti vegna kynferðis og vilji síst beita því gagnvart öðrum, hvorki karli né konu. „Ég met fólk af hæfni; mennt- un, reynslu og jafnvel áhugamálum, sem vísbend- ingu um manngerð þegar metið er hver hentar í við- komandi starf. Alls ekki út frá kyni eða fjölskyldu- högum. Síðan treysti ég starfsfólki og er afar sveigj- anleg, tii dæmis hvað varðar vinnutíma. Mér finnst sjálfstæði í starfi gott og velti lítið fyrir mér hvenær verk er unnið, sé það vel gert. En það er ekki gott að bregðast þessu trausti." Aðspurð segist Stefanía ekki hugsa mikið um jafnréttismál en hún virðist þó hafa nokkrar skoðanir á þeim. „Mig langar að sjá mun fleiri konur í tæknifögum skólans og það gleður mig þegar konur komast áfram af því einfaldlega að þær eru færar. Til að mynda auglýsti ég eftir fjármála- stjóra og þrír hæfustu umsækjendur af þrjátíu reynd- ust vera konur. Þetta kom bara svona út. í sumar veit ég að þrjár konur að minnsta kosti hlutu stöður hæstráðenda mikilvægra stofnana, án tilliti til kyn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.