Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 68
Drukkið í Brussel
Bækur
Stórar litlar sögur
Vaknað í Brussel
eftir Elísabetu Ólafsdóttur
Forlagið
90 sýni úr minni mínu
eftir Halldóru Kristínu Thoroddsen
Mál og menning
Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur bókin 90
sýni úr minni mínu 90 minningabrot sem einnig gætu
flokkast sem örsögur. Nöfn sagnanna eru einskonar
spjaldskrárheiti úr minni höfundar: „Þegar við Inga
réðumst gegn karlveldinu", „Þegar ég hýddi Sigurð
opinberlega á Lækjartorgi“ og „Þegar Nonni braut odd
af oflæti sínu“. Við fyrstu sýn virðast sögurnar Jjví
greina frá hinu smáa og hversdagslega, en þegar betur
er að gáð hafa þær miklu víðari skírskotun til þess
stóra og ógnvænlega á borð við sjúkdóma, sorg og
dauða.
Allar hafa sögurnar til að bera fáséðan léttleika og
kímni þó að fjallað sé um alvarlega hluti. Sagt er til að
mynda frá því þegar Halldóra sjálf glímir við þung-
lyndi, þegar hún hlúir að móður sinni alzheimerveikri
og hvernig hún fyfgist með ömmu sinni verða að
annarri manneskju eftir heilablóðfall. Þetta er í bland
við fyndnar sögur af öllum æviskeiðum.
A yfirborðinu gefa sýni Halldóru sig ekki út fyrir
að vera skáldskapur. Þau benda heldur lesendum á
skáldskapinn í lífinu sjálfu - dýrmætar myndir úr ævi
hvers einstaklings sem raðast saman í minninu. Hver
saga vísar þannig út fyrir sig á ótal vegu og vekur
sammannlega kennd með lesendum.
Sýni Halldóru Kristínar Thoroddsen eru marg-
hugsuð og stíll þeirra og málfar fágað með eindæmum.
Ekki er aðeins hægt að skemmta sér konunglega yfir
sögunum, sem margar eru bráðsmellnar og sumar ó-
borganlega fyndnar, heldur má líka lesa í þeim heild-
stæða lífssögu með gleði, gráti og öllu þess á milli.
Lísa er rúmlega tvítug stúlka sem hefur ráðið sig
til þess að passa börn í Brussel. Barnagæslustörf-
in verða þó ekki fyrirferðarmest í sögu hennar,
heldur hellir hún sér af einurð og festu út í
skemmtanalífið í borginni - djammar grimmt með
hinum „óperunum" og flestum sem á vegi hennar
verða.
Lísa er alltaf „svo flindbull“ að hún „hatar
ekki reim“ og hún er alltaf að sjá einhverja „ógsla
sæta stráka" sem hún daðrar við, kyssir eða sefur
hjá. Stelpurnar eru sumar ógsla sætar líka og Lísa
sefur stundum einnig hjá þeim. Hún fer á tónleika
og bari og ennþá fleiri bari, hlustar á Björk og
skemmtir sér yfirleitt konunglega. Engar teljandi
breytingar verða á högum Lísu í bókinni - hún
bara djammar þar til mál er komið til að fara heim.
Málfarið er enskuskotið og kæruleysislegt, í
anda bloggaranna, enda er Elísabet Ólafsdóttir
„betarokk" einn afkastamesti bloggari landsins.
Efnislega má sjá í Vaknað í Brussel samsvörun við
bækurnar um Bridgeti Jones, þar sem Lísa býr sér
stöðugt til lífsreglur sem hún brýtur jafnóðum.
Fyrirferðarmestar eru þær að ná sér í kærasta,
reyna að ná af sér aukakílóunum og hætta að
drekka svona mikið.
Einhvers staðar í undirvitundinni vill Lísa
semsagt vera pen og góð ung kona, en hún er það
ekki. Hún er töffari fram í fingurgóma og hún er
ekki að sötra neina kokkteila, eins og Bridget og