Vera - 01.12.2002, Blaðsíða 60
EG BIÐST EKKI AFSOKUMAR
Á ÞVÍ AÐ BERJAST FYRIR
RÉTTIMDUM KVEMMA
segir Seodi White lögfræðingur og baráttukona fyrir jafnrétti kynjanna í Malaví
í Malaví, eins og mörgum öðrum Afríkulöndum, láta
nú frjáls félagasamtök í auknum mæli að sér kveða í
baráttunni fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum og
réttlátara samfélagi, en baráttan fyrir jafnrétti kynj-
anna er mikilvægur þáttur þeirrar starfsemi. Samtök
sem nefna sig Konur og lög í suðlægri Afríku
(Women and Law in Southern Africa) eru meðal
þeirra frjálsu félagasamtaka sem eru í forystu þessar-
ar baráttu í Malaví. Samtökin eru rannsókna- og bar-
áttusamtök sem reka starfsemi í sjö löndum í suð-
laegri Afríku en markmið þeirra er að bæta lífskjör
kvenna með því að veita lagalega ráðgjöf og með því
að kynna fólki jafnréttis- og mannréttindamál. Sam-
tökin fjármagna einnig rannsóknir á lagalegri stöðu
kvenna og standa fyrir sérstökum aðgerðum sem
stuðla eiga að breytingum á lögum sem ganga á rétt
fólks vegna kynferðis.
Ég mælti mér mót við framkvæmdastjóra samtak-
anna í Malaví, Seodi White, til að spjalla um jafnrétt-
isbaráttuna, afrískan feminisma og systralag. Ég bað
hana að segja mér fyrst frá helstu baráttumálum jafn-
réttishreyfingarinnar í Malaví.
Seodi White flettir eintaki af Veru
■o
TJ
i/i
XI
(0
X
c
‘3
to
3
o
■o
c
>.
E
CJl
o
TS
+*
*o
>
fU
J-
0)
>
60
Heimilisofbeldi og
menntunarmál kvenna
Út frá sjónarhorni minna samtaka er heimilisofbeldi
gríðarlega stórt vandmál í Malaví og það sem gerir á-
standið enn verra er að mjög sjaldan er talað um
þetta málefni. Það var í rauninni ekki fyrr en árið
2000 sem heimilisofbeldi var viðurkennt sem vanda-
mál í Malaví eftir að samtökin okkar stóðu fyrir sér-
stöku baráttuátaki í landinu sem kallaö var ‘Sextán
daga barátta gegn kynbundnu ofbeldi’. Reyndar hafði
malavíska ríkisstjórnin viðurkennt árið 1997 að til
væri kynbundið ofbeldi en þá var lögð áhersla á mál-
efni barna í því sambandi og ekki talað um fullorðn-
ar konur. Þannig að þetta er stórt vandamál hér, sér-
staklega vegna þagnarinnar sem umlykur það“.
Seodi segir að það sé af mörgu að taka þegar fjall-
að er um þá mismunun sem konur verða fyrir vegna
kynferðis síns. Erfðaréttarmál kvenna og menntun
eru önnur mjög stór vandamál í landinu en Seodi
segir að menntunarmál kvenna sé langtíma baráttu-
mál sem hún hafi áhuga á að leggja meiri áherslu á í
framtíðinni. Skortur á tækifærum til náms er reynd-
ar vandamál meðal bæði kvenna og karla í Malaví en
opinberar prósentutölur sýna hins vegar að mun
fleiri konur en karlar skortir alla grunnmenntun.
„Þetta á rætur sínar að rekja til þess hvernig hlut-
verk og gildi kynjanna eru skilgreind í malavísku
samfélagi. Ætlast er til þess af konum að þær gifti sig
þegar þær ná ákveðnum aldri og helgi fjölskyldunni
tíma sinn en karlar fá oftast einhver tækifæri til að
mennta sig“.
Giftingaraldur kvenna í Malaví er töluvert lægri
en á meðal karla og er þetta talið ein af megin ástæð-
unum fyrir því að stór hluti stúlkubarna í landinu
ljúka aldrei síðustu bekkjum barnaskóla. Fyrir sam-
tök eins og Konur og lög skapar þessi menntunar-
skortur líka ákveðið vandamál því erfiðara er að
koma þekkingu til fólks sem ekki getur lesið ritað
mál. Þeir bæklingar og blöð sem samtökin nota til að
kynna starf sitt og þjónustu í landinu nær þannig
ekki til stórs hóps kvenna.