Vera


Vera - 01.02.2003, Qupperneq 6

Vera - 01.02.2003, Qupperneq 6
/ LESENDABRÉF Þakkir frá Lindu og Aaroni ( síðasta blaði var fjallað um fátækt og m.a. rætt við Lindu Berry sem býr í húsi Félags einstæðra foreldra ásamt syni sínum Aaroni. Linda hafði samband við blaðið og bað um að komið yrði á fram- færi þakklæti til allra þeirra sem færðu henni gjafir í kjölfar viðtals- ins en hún var eini viðmælandinn sem kom fram undir nafni. Linda segir ótrúlegt hvað margir sem lásu viðtalið hafi gefið sér tíma til að sýna henni og Aaroni stuðning. „Þetta var eins og Ijós í myrkrinu fyrir okkur. Ég varð hrærð og fékk aukna trú á mannfólk- ið. Ég vona að ég komist fljótt út úr þessum aðstæðum og geti þá lagt mitt af mörkum til að hjálpa öðrum/'sagði hún og hér meðer kærum þökkum komið á framfæri frá Lindu og Aaroni. Má aldrei setja mörk? Nú nýverið fór ég á sunnudegi til messu í minni heimasókn sem oftar. Tvö fermingarbörn lásu guðspjall dagsins fyrir framan altarið. Klæðnaður stúlkunnar var á þá lund að hún var í buxum sem náðu rétt upp fyrir lífbein og „bol" sem huldi brjóstin að mestu leyti en yfir bakið voru mjóar reimar. Þetta misbauð mér afskaplega og ég sá að svo var um fleiri kirkjugesti. Mér datt í hug hver viðbrögðin hefðu orðið ef drengurinn hefði verið á sundskýlu. Hvar eru takmörkin fyr- ir siðleysi? Má aldrei og á aldrei að setja nein takmörk? Gott væri ef forsvarsmenn kirkjunnar vildu ræða þetta í sín- um söfnuðum. Mér skilst að einhverjir skólar hafi sett ákveðnar reglur um nekt. Hvers vegna er það ekki gert líka í kirkjum? Kirkjugestur Fljúgum ekki með Flugleiðum Kæra Vera Ég tók þessa mynd í reiði minni sem ég gekk um neðanjarðarlestarstöðina Kensington South í London, 27. janúar 2003. Ég hef aðeins fylgst með gagnrýni á auglýsingaaðferðir Flugleiða og veit að þeir fullyrða að þeir auglýsi ekki lengur (sland sem land subbuskapar og kynsvalls, en hvað er þetta? „Dirty weekend" verður ekki skilið nema á einn hátt á enska tungu, þar er ekki einu sinni um að ræða tvíræðni.. Það bar ég undir breska vini. Hvers á fallega landið mitt að gjalda? Hvers eigum við íslenskar konur og karlar að gjalda? Hvað gengur Flugleiðum til að móðga svona þjóð sína? Hvað er til ráða? Er svona auglýsing ekki landráð? Fljúgum ekki með Flugleiðum ef við mögulega komumst hjá því. Kær kveðja, Ásta Ólafsdóttir Birkimelóa, 107 Reykjavík Kaupa G-streng fyrir nammi- peningana sína Ég var stödd í mannfagnaði. Það var verið að halda upp á áfanga í lífi fólks. Allir voru glaðir og reifir, hátiðarræður fluttar og það klingdi í glösum um allan sal. Fólkið skartaði sínu fegursta og mikið var talað og hlegið fram eftir kvöldi. Ég spjallaði við kunn- ingjakonu mína um heima og geima eins og gengur og gerist og talið barst að blessuðum börnunum, uppátækjum þeirra og til- raunastarfsemi svo sem randafluguræktun í bílskúrnum, al- mennri pöddusöfnun og tombólusölu svo eitthvað sé nefnt. Ég var skælbrosandi að einhverri sögunni þegar kunningjakona mín hóf að segja mér hlæjandi frá þvíaðdóttir hennar, ellefu ára gömul, safnaði nammi-peningunum sínum saman í margar vik- ur þar til hún ætti nóg til að geta keypt sér G-streng! Bíddu nú við, hugsaði ég, ennþá með síðustu brosviprurnar í munnvikjunum, er manneskjan ekki að grínast? ( huga minn laust þessu niður eins og eldingu og ég vissi í raun ekki hvort ég ætti að halda áfram að hlæja með henni eða ekki, því út frá ákveðnu sjónarhorni gat þetta vissulega verið fyndið eins og mömmunni greinilega fannst. Skyndilega fann ég þó brosið stirðna framan í andliti mínu því auðvitað var þetta fyrst og fremst sorglegt. Sorglegt vegna þess hve mamman gerði sér litla grein fyrir aivarleika þessa máls, að minnsta kosti hló hún á meðan hún sagði frá. Ekki síður var þetta sorglegt vegna barnsins sem telur sig einhverra hluta vegna þurfa að vera í G-streng. Síðast en ekki síst var þessi frásögn sorgleg vegna þess hve mjög hin undar- lega hugmyndafræði fullorðna fólksins um heim fegurðar og ímyndar kvenna skuli Ijóstra svona niður í heim barna eins og raun ber vitni. Ég fór þvi í framhaldinu að velta fyrir mér nokkrum spurning- um: Hverjum dettur eiginlega í hug að framleiða G-streng á böm? Hverjum dettur í hug að vera með slíka vöru í búðinni hjá sér og hver kaupir slíka vöru? Stuttu síðar fann ég svörin við spurningum mínum í viðtali við Sigríði Dúnu í Magasíni, fylgiblaði Dagblaðsins sem kom út 20. nóvember 2002. Þar var hún meðal annars að ræða um áhrif tískunnar á fólk og sagði í framhaldi af því frá könnun sem norskar konur höfðu gert á fatastærðum í nokkrum þekktum kvenfataverslunum í Ósló. Ástæða könnunarinnar var sú að kon- unum fannst almenn fatastærð í búðum ekki henta hinni venju- legu konu. Sú niðurstaða að fatastærðirnar voru yfirleitt mjög litlar kom þeim kannski ekki á óvart en sú staðreynd að minnstu stærðirnar pössuðu á níu ára gamlar stúlkur var eitthvað sem þær áttu ekki von á. Það má því segja að söluherferðin gagnvart stúlkubörnum sem markhóp hvað tísku snertir fari ansi leynt. Að minnsta kosti eru ekki til neinir G-strengir í barnadeildum verslana og þar með eru G-strengir ekki framleiddir á börn eða hvað? Nei, bara á níu ára gamlar konur! Það er því ekkert skrýtið þó litlu stelpurnar okkar skreppi út í „kaupfélagið" í hverfinu með nammipeningana sína og kaupi það sem þeim er boðið uppá! Bergrós Kjartansdóttir 6 / lesendabréf / 1. tbl. / 2003 / vera i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.