Vera


Vera - 01.02.2003, Qupperneq 10

Vera - 01.02.2003, Qupperneq 10
/ ÁSKRIFANDINN jr' 'f i * Kvenréttindi aðal áhugamálið Elísabet Þorgeirsdóttir „Ég lærði viðskipta- og markaðsfræði í University of Kansas í Bandarikjunum, tók þar M.Sc. próf 1994 og er nú að læra tölvunar- fræði í Háskóla (slands með vinnu," segir Katrín Anna þegar hún er spurð um sjálfa sig. „Ég hef unnið í rúm fimm ár hjá Landsteinum (sland hf. sem er framsækið hugbúnaðarfyrirtæki og selur m.a. Navision og Axapta hugbúnað. Ég finn ekki mikið fyrir því á vinnustað að konur hafi ekki jöfn tækifæri á við karla vinnulega séð. Ég verð hins vegar oft vör við það að enn er langt í land hvað varðarjafnréttismál, þess vegna nefni ég kvenréttindi sem eitt mitt helsta áhugamál." Aðspurð um hvort að launajafnrétti ríki á hennar vinnustað svarar Kristín að hún voni að svo sé þó að auðvitað sé alltaf erfitt að segja til um slíkt þar sem launaleynd ríkir. Katrín segist hafa haldið það þegar hún var yngri að búið væri að kippa jafnréttismálunum í lag en fyrsta jafnréttisbarátta þeirra systra fólst í því að fá bróður þeirra til að vaska upp líka. ( náminu í Bandaríkjunum varð henni betur Ijóst hve staðan er ójöfn, segir að þar hafi ójafnréttissinnaður kennari verið kornið sem fyllti mælinn. „Ég fór þá að lesa mig til um femínisma og fann að ég var á heimavelli þegar ég las bækur eftir konur eins og Gloriu Steinem, Naomi Wolf og fleiri." Katrín Anna er í sambúð með Grétari Rafni Árnasyni, líffræðingi og tölvunarfræðingi hjá (slenskri erfðagreiningu. Þau eru nýbyrjuð að byggja hús í Grafarholti og búa um þessar mundir á neðri hæð hjá foreldrum hennar sem er næsta hús við nýja heimilið. Besta blaðið á markaðnum „Ég ræði mikið við vinkonur mínar um femínisma og við ætlum að stofna umræðuhóp um málið. Áður en að því kæmi ákváðum við allar að gerast áskrifendur að VERU og nú er bara að hefjast handa. Ég keypti VERU oft í lausasölu en fann að það var betra að vera áskrifandi því blaðið blasir ekki við manni við afgreiðslukass- ana í stórmörkuðunum. Ég þurfti því að muna eftir að fara í búð- ir þar sem það fæst og finnst miklu betra að fá það sent heim." Helsti kostur VERU segir Katrín Anna vera hve blaðið sé fjöl- breytt og falli vel að áhugasviði hennar. „Mér finnst líka gott að fjallað sé um bæði kynin en þátturinn Karlveran tryggir að svo sé. Það þokast ósköp hægt ijafnréttismálunum og því er mjög mikil- vægt að blað eins og VERA sé til, það er svo ólíkt öðrum blöðum á markaðnum. Mérfinnst mjög mikilvægt að fjallað sé um hinar ýmsu hliðar kynímyndar kvenna. Það var hrikaleg þróun þegar klámvæðingin hélt innreið sína í samfélagið. Ég þótti hallærisleg þegar ég lýsti þeirri skoðun minni fyrir nokkrum árum, en mér finnst að augu fólks hafi opnast fyrir skaðseminni núna og fleiri leyfa sér að vera gagnrýnir. Þegar fólk sér börnin sín verða fyrir barðinu á klámvæðingunni hlýtur það að bregðast við. Við meg- um ekki sofna á verðinum og þar hefur VERA mikilvægt hlut- verk," sagði Katrín Anna. 10/ áskrifandinn / 1. tbl. / 2003 / vera J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.