Vera


Vera - 01.02.2003, Qupperneq 18

Vera - 01.02.2003, Qupperneq 18
 »„Ég hef verið læknir í 25 ár en með aldrinum verð ég sífellt varkárari þegar kemur að því að meðhöndla heilbrigt fólk. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að gefa heilbrigðri manneskju áhrifarík lyf, kannski til langframa og ráðleggja henni breytingu á lífsstíl. Á hverjum tíma verðum við gera eins og þekking og reynsla býður okkur best og vera tilbúin að endur- meta ráð okkar ef forsendur breytast," segir Bryndís Benediktsdóttir heimilislæknir þegar hún er spurð álits á hormónameðferð fyrir konur á breytingaskeiði. Mikil ábyrgð að ráðleggja heilbrigðri manneskju að nota áhrifarík lyf 4' „Ástæður íyrir hormónagjöf hafa und- anfarin ár einkum verið þrjár,“ segir Bryndís, „í fyrsta lagi að slá á einkenni breytingaskeiðs, í öðru lagi að tefja bein- gisnun og í þriðja lagi að minnka áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Sú stað- reynd að neysla hormónalyfja jókst úr 13% í rúmlega 50% á tíu ára tímabili byggðist einkum á því að rannsóknir á þeim tíma bentu til þess að konur sem væru meðhöndlaðar með hormónum fengju síður hjarta- og æðasjúkdóma og beingisnun seinkaði. Þetta varð til þess að læknar hvöttu konur, einkum sem voru í aukinni áhættu, að taka lyfin í þessum tilgangi í að minnsta kosti 15 ár eftir tíðahvörf. Svipuð þróun átti sér stað í öðrum löndum en nú hafa nýjustu rannsóknir leitt í ljós að áhætta við hormónameðferð virðast meiri en ávinningur. Bryndís segir að eftir 1990 hafi kon- ur í auknum mæli komið og viljað ráð- færa sig við hana um hormónameðferð. Margar höfðu orðið fyrir þrýstingi, t.d. frá vinkonum í saumaklúbbnum og fannst þær vera að vanrækja heilsu sína ef þær voru ekki á hormónum eins og allar hinar. Þegar hún spurði hvort þær i væru farnar að finna fyrir einkennum tíðahvarfa var svarið oft neitandi, þær töldu meðferðina bara mikilvæga sem fýrirbyggjandi þátt. Nægir að taka hormón í stuttan tíma „Eftir að ég gerði rannsóknina fór ég verulega að efast og spurði sjálfa mig: Getur verið eðlilegt að allar konur eftir fimmtugt, og jafnvel eftir fertugt, eigi að vera á lyfjum það sem þær eiga eftir ólif- að? Ég komst líka að því að konur höfðu alls ekki fengið nægilegar upplýsingar um kosti og galla hormónagjafarinnar. Þannig hafði þriðjungur kvennanna ekki fengið fræðslu um áhrif hormóna- gjafar á hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbamein. Algengast er að konur kvarti undan svefntruflunum á breyt- ingaskeiði. Staðreyndin er reyndar sú að svefn versnar með aldrinum, meira hjá konunt en körlum, og þessi versnun verður mest í kringum tíðahvörf. 1 rannsókn okkar kom i ljós að einungis þriðjungi kvennanna fannst þær sofa bctur eftir að hafa tekið hormóna. Það segir okkur að svefntruflanir verða líka af öðrum orsökum en hormónabreyt- ingum. Hins vegar er það staðreynd að konum sem höfðu mörg breytinga- skeiðseinkenni leið betur eftir að hafa tekið hormóna. Þá getur verið nóg að meðhöndla þær í eitt ár í stað þess að láta þær taka hormóna árum sarnan eins og gert var,“ segir Bryndís. Hún segist verða vör við að margar konur hafi hætt sjálfar á hormónum eft- ir að niðurstöður bandarísku rannsókn- arinnar birtust og Landlæknisembættið sendi í kjölfarið út aðvörun þar sem til- mælum var beint til kvenna og lækna um að endurmeta ákvörðun um horm- ónameðferð. „Ef ég sé að konur sem leita til mín eru á hormónum spyr ég hvort þær hafi heyrt unr niðurstöður bandarísku rannsóknarinnar og geri sér grein fyrir því að ókostirnir virðist vera fleiri en kostirnir ef hormónar eru tekn- ir til langs tíma. Fylgni milli kvíða og hormóna- meðferðar Það er athyglisverð staðreynd að sá hóp- ur kvenna sem var á hormónameðferð voru oftar kvíðnar, haldnar síþreytu, vefjagigt, verkjum o.fl. og höfðu mun oftar leitað sér læknis undanfarið ár. Mér fannst líka athyglisvert hversu 18/ hormónar - til hvers? / 1. tbl. / 2003 / vera i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.