Vera


Vera - 01.02.2003, Qupperneq 19

Vera - 01.02.2003, Qupperneq 19
/ HORMÓNAR - TIL HVERS? Rúmur helmingur 50 ára kvenna tók hormóna Arið 2000 gerði Bryndís rannsókn á einkenn- um breytingaskeiðs og meðferð þeirra hjá 50 ára íslenskum konum, ásamt læknunum Þór- arni Gíslasyni og Kristni Tómassyni. Rannsókn- in var hluti af stærri rannsókn sem nefndist Svefn og heilsa 50 ára kvenna. Valdar voru konur fæddar árið 1947 sem bjuggu á Stór- Reykjavíkursvæðinu - 956 konur og tóku 690 þátt, eða 72,2%. ( Ijós kom að rúmlega helmingur kvennanna var á hormónameðferð og algengast var að það væri samsett meðferð östrógens og prógesteróns. Þriðjungur kvennanna taldi sig ekki hafa fengið fræðslu um áhrif hormóna- meðferðar á algengi krabbameins og hjarta og æðasjúkdóma, en fimmtung- ur sagðist ekki hafa fengið fræðslu um áhrif hormóna á einkenni breytinga- skeiðs eða tíðahvarfaeinkenni. Hópur- inn sem var á hormónum var að ýmsu leyti ólíkur hinum sem ekki tók horm- óna. Þannig voru tengsl á milli þess að vera á hormónameðferð og hafa oft verið oft hjá læknum undanfarið ár, vera stórreykingakona, með langvinna berkjubólgu, vera kvíðin og undir læknishendi vegna þreytu, vefjagigtar og verkja. Af einkennum breytinga- skeiðs sem gerðu vart við sig daglega voru svefntruflanir í einhverri mynd al- gengastar, oftast að konurnar vökn- uðu upp að nóttu (14,8%), hitakóf bæði að nóttu (2,2%) og degi (3,6%) voru algengari en hjartsláttarköst að að nóttu (0,2%) og degi (0,5%). Einnig voru þreyta (12,3%) og syfja (9,4%) al- geng dagleg einkenni. Konur með hitakóf og hjartsláttarköst voru líklegri til að hafa svefntruflanir, háþrýsting, vera of þungar og hafa gengist undir brottnám eggjastokka. Hitakóf og hjartsláttarköst voru marktækt færri hjá konum á hormónameðferð og þriðjungur þeirra taldi sig sofa betur eftir að meðferð hófst. Ekki var munur á tíðni kransæðasjúk- dóma eða blóðtappa eftir því hvort kon- ur voru á hormónameðferð eða ekki. Tæplega fjórðungur hafði leitað læknis vegna kvíða og spennu en 16,5% vegna þunglyndis. Kvíðaeinkenni voru mark- tækt meiri meðal kvenna á hormóna- meðferð en rannsóknir hafa sýnt að kvíðnar og þunglyndar konur leiti frekar eftir hormónameðferð. Kvensjúkdómalæknar höfðu hafið meðferð hjá 67% kvennanna en heim- ilislæknir haldið henni áfram hjá 56%. Sú staðreynd að kvíða- og þunglyndis- einkenni voru algengari hjá konum sem höfðu hafið meðferð hjá kven- sjúkdómalækni vekur þá spurningu hvort kvíðnar og þunglyndar konur leiti frekar til slíkra lækna eða hvort þessi stétt lækna túlki kvíða- og þung- lyndiseinkenni fremur sem einkenni breytingaskeiðs en heimilislæknar sem ætla mætti að sé betur kunnugt um fyrra heilsufar og aðstæður kvennanna og hafi meiri reynslu af greiningu og meðferð geðrænna einkenna. rniklu algegnara var að konur senr tóku hormóna væru stórreykingakonur, sér- staklega þar sem reykingakonum er hættara við alvarlegunr aukaverkunum hormónagjafar. En það er einnig stað- reynd að reykingakonur fá fyrr og oftar meiri einkenni á breytingaskeiði. Þessar konur höfðu oftar byrjað meðferð hjá kvensjúkdómalækni en eftirfylgnin var )alnt í höndurn heimilislækna og kven- sjúkdómalækna. Þegar ég kannaði þetta nánar komst ég að því að kvíða- og þunglyndiseinkenni voru algengari hjá þeim konum þar sem kvensjúkdóma- læknir fylgdi eftir meðferð. Þetta vekur UPP þá spurningu hvort kvíðnar og þunglyndar konur leiti frekar til sér- fræðings í fæðinga- og kvensjúkdóma- fræði, eða hvort þessi stétt lækna túlki kvíða- og þunglyndiseinkenni fremur sem einkenni breytingaskeiðs en heimil- rslæknar sem ætla mætti að sé betur kunnugt um fyrra heilsufar og aðstæður konunnar og hafi rneiri reynslu af grein- mgu og meðferð geðrænna einkenna. Einnig mætti velta fyrir sér hvort það geti verið að ef kona urn fimmtugt leiti læknis vegna kvíða og þunglyndisein- kenna sé breytingaskeiði of oft kennt um, henni gefnir hormónar og ekki tek- ið á hennar vanda sem skyldi. Ótrúlega mikið um legnám Annað atriði sem mér finnst umhugs- unarvert er hversu algengt var að leg eða eggjastokkar hefðu verið tekin úr þeim konum sem tóku þátt í rannsókn okkar, en þær voru allar 50 ára. Það var búið að fjarlægja legið úr 20% og úr 13% hafði annar eða báðir eggjastokkarnir verið teknir. Mér fannst þetta ótrúlega hátt þetta væru kom í ljós að þær voru áber- andi kvíðnar og þunglyndar. Konur sem gengist höfðu undir brottnám annars eða beggja eggjastokka höfðu mun oftar hjartslátt og hitakóf þó svo að 80% þeirra væru á hormónameðferð. Hægt að mæla hormón í blóði Að lokum bendir Bryndís á að tíðahvörf verði við eðlilegar aðstæður við 51 árs aldur. Mjög misjafnt sé hvort og hversu mikil einkenni konur fái á breytinga- ÞAÐ ER ATHYGLISVERÐ STAÐÐREYND AÐ SÁ HÓPUR KVENNA SEM VAR Á HORMÓNAMEÐFERÐ VORU OFTAR KVÍÐNAR, HALDN- AR SÍÞREYTU, VEFJAGIGT, VERKJUM O.FL. OG HÖFÐU MUN OFT- AR LEITAÐ SÉR LÆKNIS UNDANFARIÐ ÁR. hlutfall og um svipað leyti fór ég á ráð- stefnu í Finnlandi og sagði frá þessu. Þá kom í ljós að þetta eru rnikið hærri tölur en á öðrum Norðurlöndum. Okkur svipar miklu meir til Bandaríkjanna í þessu efni þó svo þessar aðgerðir séu ekki eins algengar hér og þar. Þegar ég fór svo að athuga nánar hvaða konur skeiði. Allt að fjórðungi kvenna sleppi alveg við einkenni, aðrar fái einkenni öðru hvoru sem létt sé að afbera, meðan til séu konur sem séu verulega slæmar til lengri tíma. „Konur sem eru með mikil einkenni breytingaskeiðs fá oft góða bót á hormónalyfjum. Oft hef ég orðið vör við að konur telji að nauðsynlegt sé að vera / hormónar - til hvers? / 1. tbl.. / 2003 /19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.