Vera


Vera - 01.02.2003, Síða 20

Vera - 01.02.2003, Síða 20
/ HORMÓNAR - TIL HVERS? Women's Health Initiative rannsóknin Women's Health Initiative (WHI) er stærsta alhliða rannsókn sem gerð hefur verið á heilsufari kvenna á breytingaskeiði og er á vegum heil- brigðisyfirvalda í Bandaríkjunum. Hún tekur til rúmlega 160.000 kvenna á aldrinum 50 til 79 ára og hefur staðið yfir frá árinu 1991. Sá hluti rannsóknarinnar sem ákveðið var að stöðva 9. júlí 2002 náði til heilsufarslegra áhrifa horm- ónameðferðar kvenna á breytinga- skeiði. Meta átti áhrif langtímanotk- unar meðal annars á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, heilaáfalla, blóð- tappa, beinþynningar og ýmissa krabbameina á heildardánartíðni. Alls tóku 16.608 konur þátt í þessum hluta rannsóknarinnar sem hófst árið 1997 og átti upphaflega að standa yfir í átta og hálft ár en var stöðvaður í júlí sl. eftir rúm fimm ár vegna þess að Ijóst þótti að sýnt hefði verið fram á með óyggjandi hætti að neikvæðu áhrifin af samsettri hormónameðferð væru meiri en jákvæðu áhrifin. NIÐURSTÖÐUR: WHI rannsóknin sýnir að samsett hormónameðferð • eykur líkur á brjóstakrabbameini um 26% • eykur líkur á heilaáfalli um 41% • eykur líkur á hjartaáfalli um 29% • eykur líkur á blóðtappa í fótum og lungum um helming Jafnframt sýndi rannsóknin að sam- sett hormónameðferð • dregur úr líkum á mjaðmabrotum um 34% • dregur úr líkum á beinbrotum al- mennt um 24% • dregur úr líkum á ristilkrabba- meini um 37% þvagprófum sem hægt er að kaupa í handkaupi í apótekum og gera sjálf, líkt og þungunarpróf, til að kanna hvort breytingaskeið sé hafið. Þó ekki sé lengur ráðlagt að taka hormón í forvarnaskyni gegn hjarta- og æðasjúkdómum og beingisnun er mikil- vægt að konur kanni áhættuþætti sína fyrir þessum sjúkdómum og beiti for- vörnum ef við á. Hér á ég við að konur kanni hversu algengir þessir sjúkdómar séu í þeirra ætt og ráðfæri sig við heim- ilislækni um mælaniega áhættuþætti, t.d. blóðþrýsting, fitur og sykur í blóði og beinþéttni. En ekkert er þó eins mik- ilvægt í forvörnum þessara sjúkdóma og að hætta að reykja, borða skynsamlega og stunda reglulega líkamsrækt," segir Bryndís að lokum. EINNiG MÆTTI VELTA FYRIR SÉR HVORT ÞAÐ GETI VERIÐ AÐ EF KONA UM FIMMTUGT LEITI LÆKNIS VEGNA KVÍÐA OG ÞUNGLYNDISEINKENNA SÉ BREYTINGASKEIÐI OF OFT KENNT UM, HENNI GEFNIR HORMÓNAR OG EKKI TEKIÐ Á HENNAR VANDA SEM SKYLDI. taka hormóna ef einkenni breytinga- skeiðs gera vart við sig. Reyndin er sú að oftast ganga einkennin yfir af sjálfu sér á einu til fimm árum og ekki nauðsyn til lyfjagjafar nema kona upplifi einkennin íþyngjandi. Hafa ber í huga að einkenni breytingaskeiðs, t.d. svefntruflanir, hjartsláttur og svitakóf, eru einkenni sem geta komið við aðra sjúkdóma. Þetta eru t.d. sömu einkenni og koma við álag og kvíða, sýkingar, drykkjusýki, ofstarfsemi skjaldkirtils og blóðleysi, svo eitthvað sé nefnt. Því er alltaf mikilvægt að kanna vel líkamlega og andlega heilsu konu með þessi einkenni ásamt félagslegum að- stæðum hennar. Þar sem einkenni breytingaskeiðs byrja ekki ósjaldan talsvert áður en tíða- hvörf verða, þ.e. þegar blæðingar hætta, er með einföldum ráðum hægt að mæla breytingar á hormónastarfsemi með blóðprófum eða jafnvel með einföldum i » 20 / hormónar - til hvers? / 1. tbl. / 2003 / vera J

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.