Vera


Vera - 01.02.2003, Qupperneq 28

Vera - 01.02.2003, Qupperneq 28
Norða Rætt við Guðrúnu Friðqeirsdóttur um »Undir nafni hennar í símaskránni stendur: Námsráðgjöf- uppeldisráðgjöf, sem þýðir að hún tekur að sér aðstoð við börn og unglinga sem eiga í erfiðleikum, er sjálfstætt starfandi uppeldis- og námsráðgjafi þótt eiginlegri starfsævi sé lokið. Guðrún Friðgeirsdóttir er 72 ára en hún er ekki vön að sitja auðum höndum. Hún hefur skrifað bækur um uppeldisfræði, námsráðgjöf og fyrir jólin kom út bók eftir hana sem nefnist Norðanstúlka. Þar lýsir hún æsku sinni á Húsavík og í sveit í Kelduhverfi, bregður Ijósi á líf alþýðufólks á íslandi á því mikla umbrotaskeiði sem kreppu- og stríðsárin voru hér á landi, eins og segir á bókarkápu. En til- ganginn með bókinni segir hún ekki síst hafa verið að lýsa aðstæðum kvenna með því að lýsa lífi móður sinnar sem var verkakona og sá ein fyrir fjölskyldunni eftir að faðir Guðrúnar lést þegar hún var 4 ára. Ég heimsótti hana í Skerjafjörðinn, þar sem hún býr ásamt manni sínum Stefáni Briem eðlisfræðingi, og spurði nánar út í líf hennar og lífsviðhorf. Elísabet Þorgeirsdóttir „Það gerði mér gott að skrifa þessa bók því að með því að rifja þennan tíma upp fékk ég dýpri og jafnvel nýjan skilning á ýmsu sem gerðist á bernskuárunumý' segir Guðrún. Foreldrar hennar, Iðunn Jónsdóttir og Friðgeir Friðriksson, voru ættuð úr Staðarsveit á Snæfellsnesi og höfðu gifst úti í Kanada þar sem faðir hennar lærði raflagnir og þar fæddist fyrsta barn þeirra, drengur. Þau fluttust aftur til Islands árið 1930 þegar áhrifa kreppunnar fór að gæta og bjuggu í fyrstu í Reykjavík. Þar fæddist Guðrún. Faðir hennar vann við raflagnir ein tvö ár hjá Bræðrunum Ormsson en missti vinnuna vegna kreppunnar. Fjölskyldan fluttist þá til Siglufjarðar þar sem faðir hennar vann ýmis störf. Hann hafði ver- ið sjómaður í Ólafsvík frá unga aldri, byrjaði að róa á opnum árabáti 15 ára gamall. Þegar hann var 24 ára slasaðist hann alvarlega á togara úti á sjó og má rekja dauða hans að einhverju leyti til þess slyss en hann tók sjálfur líf sitt á Húsavík þar sem hann dvaldist um tíma hjá bróður sínum, séra Friðriki A. Frið- rikssyni. Um þann atburð var aldrei rætt á heimili Guðrúnar, hún frétti það frá öðrum þegar hún var 11 ára hvernig dauða föður hennar hafði borið að. Eftir lát manns síns fluttist móðir hennar með börnin sín til Húsavíkur. „Við vorurn svo lánsöm að taka á leigu 28 / norðanstúlkan / 1. tbl. / 2003 / vera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.