Vera


Vera - 01.02.2003, Síða 29

Vera - 01.02.2003, Síða 29
litla íbúð, eitt herbergi og eldhús uppi á lofti hjá einstaklega góðu og hjartahlýju fólki sem studdi okkur á margvíslegan hátt til að komast yfir erfiðan hjalla í lífi okkar. Þarna var eldri maður sem ég strax bast tilfinningaböndum og kallaði afa. Hann var eini afinn sem ég kynntist um ævina og ég tel að ég eigi honum mikið að þakka og reyndar konununr tveimur líka sem þarna bjuggu og hlúðu að okkur. Fyrsta bernskuminning mín, sem bókin hefst á, er frá fyrsta degi mtnum í þessu húsi sem heitir Hlið- skjálf1, segir Guðrún. Börnin voru alltaf vel til fara enda var móðir þeirra góð saumakona og prjónaði á prjónavél og saumaði fyrir aðra þeim til viðurværis þegar ekki var vinnu að fá í frystihúsinu. En oft var þó þröngt í búi á þessum árum. Kaup verkakvenna var um það bil helmingi lægra en verkamanna og dagvinnutími var 10 klukkustundir. Kaup verkafólks á Húsavík hækkaði ekki frá 1930 til 1941. Verkalýðsbaráttan á þessum árurn sner- ist aðallega um að berjast gegn kaup- lækkununr en þeini hafði verið beitt á þriðja áratugnum. Bókinni lýkur árið Í945, sumarið sem Guðrún varð 15 ára °g var í vist hjá fínu fólki í Reykjavík. Hún lýsir einkar vel hlutskipti vinnu- konunnar sem svo margar ungar konur upplifðu á þessum árurn. Móðir hennar hafði flust suður og var ráðskona uppi í Mosfellssveit. Bróðir Guðrúnar var þá veikur af berklum á Vífilsstöðum, þess vegna fluttist hún suður. Hún eignaðist ekki eigið heimili fyrr en nokkrunt árum síðar. Guðrún varð því að sjá unr sig sjálf eftir að bókinni lýkur en þá er hún á leið norður í Menntaskólann á Akureyri. «Mitt fyrra líf" »Iá, ég tók stúdentspróf árið 1950,“ seg- lr hún þegar ég spyr um afdrif hennar. »Við vorum sjö stelpur í um 50 manna argangi, það var ekki algengt á þessum arum að stelpur héldu áfram námi. Það var reyndar ekki mér sem datt í hug að fara í menntaskóla. Sú hugmynd kom frá fóstursystur pabba sem bjó á Akur- eyri og hafði heyrt að mér gengi vel í skóla. Hún skrifaði mömmu bréf og bauð mér að koma og taka inntökupróf UPP í fyrsta bekk og vera hjá sér um sumarið og um veturinn. Af þessu varð ekki því að ég veiktist og fór heim til Húsavíkur í ágúst. Ég tók inntökuprófið með góðum árangri og las 1. bekk utan- skóla meðfram námi í eldri deild Ung- lingaskólans á Húsavík og seinna tók ég líka 5. bekk utanskóla. Þann vetur vann ég í Reykjavík þar til síðast í ntars og bjó hjá mömmu sem var komin í litla íbúð á Stýrimannastíg. Hún leigði hana af Sig- urði Arnalds sem átti prjónastofuna þar sem hún vann.“ Guðrún giftist skólabróður sínum úr menntaskólanum og fluttist fljótlega með honum til Danmerkur. Hún fluttist ekki heim til íslands aftur fyrr en árið 1968. Þá hafði hún lengst búið í Dan- rnörku en bjó líka nokkur ár í Noregi. Hún eignaðist son með rnanni sínum en þau skildu fáum árurn síðar og hún gift- ist dönskum ntanni og eignaðist dóttur með honum. Það hjónaband varð líka endasleppt. Hún var þá 33 ára og kynnt- ist Stefáni sem var við nám í Kaup- mannahöfn og síðar í Árósum og eiga þau tvo syni. „Þetta voru erfið ár, ég bjó við heim- ilisofbeldi og kúgun í báðum mínum fyrri hjónaböndum. Ég tala satt að segja helst aldrei um þessi ár. Ef ég minnist á þau nefni ég þau „mitt fyrra líf‘. Ég tók rétta ákvörðun í bæði skiptin en það var ekki auðvelt, sérstaklega af því að ég átti tvö börn og enga að,“ segir hún. Hún segist hafa velt þessu tímabili fyrir sér sálfræðilega og telur að líklega hafi föð- urleysi sitt haft áhrif á samskipti sín við karlmenn. Það hafi einnig komið í ljós í bernsku þegar hún tók miklu ástfóstri við afann í húsinu sem þau bjuggu í á Húsavík, kallaði hann strax afa í Hlið- skjálf. Þar hafi barnið líklega verið að reyna að bæta sér upp föðurmissinn. „Stefán hefur aldrei reynt að ráða yfir mér. Það varð mikil breyting á lífi mínu enda hefur okkur alltaf liðið vel sarnan, við erum samhent og góðir vinir og höfunt rnjög svipaða lífsskoðun og sameiginleg áhugamál. Það var rnikil hamingja fýrir okkur bæði að eignast þessa tvo syni þó að við þyrftum bæði að vinna mjög mikið“. Kennsla og uppeldisfræði Guðrún segist hafa mótast rnjög af því samfélagi sem var í Danmörku og Nor- egi á þeim árum sem hún bjó þar enda var hún aðeins rúmlega tvítug þegar hún fór út. „Ég hef alltaf haft áhuga á þjóðfélagsmálum og líkaði vel við sósí- aldemókratíska hugmyndafræði þessara tíma. Þetta voru mikil umbrotaár í heiminum, andstaða við Víetnamstríð- ið, frelsishreyfingar að verða til og mikil urnræða um kvenréttindi. Sú urnræða var komin nriklu lengra í Danmörku en hér á landi þegar ég kom heirn 1968. Ég tók talsverðan þátt í starfi Rauðsokka- hreyfingarinnar eftir að hún var stofnuð 1970 og hafði mikla ánægju af.“ Guðrún nefnir einnig umræðuna annars staðar á Norðurlöndum um börn, sem var rnikil á þessum árum og hafði áhrif á hana. Hún lauk nánii í fóstruskóla í Danmörku og vann bæði á leikskólunt og á barnageðdeild. Hún tók svo upp þráðinn í uppeldisfræðinámi þegar hún fór í mastersnám í ráðgjaf- arsálfræði. Þá hafði hún tekið eins árs nám í uppeldis- og kennslufræði við Háskóla íslands, í framhaldi af BA námi í norðurlandamálum, sent hún tók á tveimur árurn strax eftir að hún fluttist heirn, en hafði þá lokið hluta af cand. mag. nárni í norrænu í Ósló og fékk þau próf metin við H 1. Guðrún starfaði sem dönskukennari og síðar kennari í upp- eldisfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún kenndi einnig í tvö ár danskar bókmenntir fýrsta stigs nem- endum í dönsku við Hl. „Fyrsta kennslureynsla mín var stundakennsla við Kennaraskólann og Námsflokka Reykjavíkur. Ég kenndi síð- an við MH til vors 1987 en í millitíðinni hafði ég farið til Kanada í M.Ed. nám við The University of British Columbia. Fjölskyldan dvaldist eitt ár í Kanada og við vorum bæði við nám, en fintm árum síðar fékk ég loks leyfi á launum og fór ein til Kanada í eitt ár og lauk náminu 1984. Ég er frekar stolt af að hafa drifið mig í að fara aftur, það var mikið átak en ég hefði aldrei verið ánægð með að hafa ekki lokið þessu nárni. Stefán studdi mig dyggilega í því að fara og hann kom til mín og dvaldist hjá mér þrjá rnánuði, var þá að skrifa kennslubók. Þetta var góður tími. Fyrrverandi nemendur okk- ar úr MH, indæl hjón með lítið barn, bjuggu í húsinu okkar og hugsuðu um strákana. Þeir voru þá 13 og 15 ára. Það gekk allt vel og strákarnir höfðu gott af að vera hjá öðrum. Það var garnan að koma heint í jólafrí í þrjár vikur en erfitt að fara aftur.“ Námsráðgjöf Guðrún lagði sérstaka áherslu á ráðgjöf í skólum í námi sínu en fannst ekki mikill skilningur á mikilvægi þess þegar hún kom heim enda var námsráðgjöf þá lítið þróað svið hér á landi. Hún sinnti nántsráðgjöf við Öldungadeild Mennta- skólans við Hamrahlíð og var boðið vera / norðanstúlkan / 1. tbl. / 2003 / 29

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.