Vera


Vera - 01.02.2003, Síða 30

Vera - 01.02.2003, Síða 30
slíkt starf við Háskóla íslands en hafnaði því. „Ég hefði líklega þegið það ef ég hefði verið búin að ljúka framhaids- náminu en ég átti eftir að fá eins árs leyfi á launum. Ég vildi ekki missa af því. Mér fannst ég heldur ekki nægilega mennt- uð. Veturinn áður en ég fór aftur til Kanada hafði ég umsjón með æfinga- kennslu uppeldis- og kennslufræðinema við HÍ og kenndi þeim einnig samskipti í skólum. Á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kenndi ég hjúkrun- arfræðingum viðtalstækni og andlega aðhlynningu við sjúka, á námskeiðum árlega í næstum heilan áratug. Slík nám- skeið fór ég með víða um land fyrir starfandi hjúkrunarfræðinga. Ég kenndi einnig námstækni við Námsflokka Reykjavíkur, í Öldungadeild og hef skrifað nokkra bæklinga um efnið sem hafa verið notaðir víða um land. Kennslan í námstækni er eitt þakk- látasta starf sem ég hef unnið. Mikið var þetta fullorðna fólk fegið að fá kennslu í námsaðferðum og sama er að segja um fólkið á vinnumarkaði sem kom á starfsnámskeið. Ég kenndi fólki sem vann við aðhlynningarstörf samskipti og starfsfólki á leikskólum samskipti við börn.“ Skólastjóri Bréfaskólans Guðrún fór sem sé smátt og smátt að snúa sér að kennslu á almennum mark- aði og var víða beðin að koma að. Hátt á annað ár vann hún á fræðsludeild Iðn- tæknistofnunar íslands, vann við náms- efnisgerð, fór á vinnustaði með nám- skeið um samskipti á vinnustöðum og kenndi kennurum á vegum Iðntækni- stofnunar kennslufræði. Það var að beiðni Þuríðar Magnúsdóttur deildar- stjóra hjá Iðntæknistofnun en þær höfðu kynnst í Rauðsokkahreyfmgunni. „Þetta var skemmtilegt“, segir hún Næsta tímabil í lífi Guðrúnar var svo skólastjórn við Bréfaskólann sem var i eigu Sambands íslenskra samvinnufé- laga, Alþýðusambands Islands og sex annarra launþegasamtaka. Hún hóf þar störf árið 1988 þegar hún var 58 ára. „Ég var dálítið hissa þegar ég var valin í stöðuna af 15 umsækjendum, ég óttað- ist að ég myndi vera álitin of gömul. Það var mikið starf að koma skólanum á réttan kjöl því að illa hafði verið staðið að rekstri hans og margt í ólestri. Satt best að segja leist mér ekki á blikuna um haustið eftir fárra mánaða starf. En stjórn skólans reyndist mér þá afskap- lega vel, sérstaklega formaðurinn Þráinn Hallgrímsson. Bréfaskólinn var nú fyrst rekinn sem íjárhagslega sjálfstæð stofn- un en ekki úr sjóðum Sambandsins og margir efuðust um að það gæti gengið. „Þessu starfi fylgdi mikil útgáfustarf- semi því að skólinn gaf út öll kennslu- bréfin sjálfur og einnig sumar náms- bækur. Þetta var fyrir tíma netvæðingar- innar og kennslan fór fram bæði með bréfum, hljóðsnældum og sumir not- uðu fax. Bréfaskólinn var í samstarfi við Iðntæknistofnun og Ferðaþjónustu bænda með fjarnám í ferðaþjónustu og fléttuðum við inn í það nærkennslu. Einnig höfðum við Sigrún Stefánsdóttir samstarf um kennslu í Ríkisútvarpinu í dönsku og þýsku. Bréfaskólinn bauð upp á nám í Islensku fyrir útlendinga, sem gríðarleg aðsókn var að og seldum við námsefnið út urn allan heiminn. Fólk hringdi frá Evrópulöndunum, öllum öðrum heimsálfum og greiddi með korti. Þetta var mikil landkynning. Síðasta árið var ég með Menntanetið og lét tölvuvæða Bréfaskólann og við vorum þá farin að nota tölvupóst í samskiptum við kennar- ana. Ég bætti við nokkrum nýjum nám- skeiðum á hverju ári og flutti inn ýmislegt efni til sjálfsnáms í tungumálum. Mér þótti sárt að sjá starf Bréfaskól- ans dala og leggjast síðan niður eftir að ég hætti eftir sex og hálfs árs starf sem ég gekkst mikið upp í. ÖIl stofnunin, hvert einasta námskeið og fjármálin, öll starf- semin sat lengi í höfðinu á mér eftir að ég var hætt. Það var sérstaklega gaman að aðstoða fullorðna nemendur sem sneru sér aftur að námi. Ég á ljúfar minningar frá slíkum samtölum við fólk úti á landi. Þetta var skemmtilegt tfma- bil en ég var bara búin að fá nóg af álag- inu og heilsubrestur farinn að gera vart við sig hjá mér. Auk þess var skollin á efnahagskreppa og atvinnuleysi í þjóð- félaginu og það segir fljótt til sín í svona skóla. Ný stjórn komin til valda í land- inu og ég óttaðist sífellt að þessi litli ár- legi ríkisstyrkur yrði rifinn af okkur. Áhugi aðildarsamtakanna á skólanum virtist líka farinn að dala. Hér á landi var því miður ekki farin sama leið og annars staðar á Norður- löndurn, að flétta saman starf bréfaskól- anna, aðra fjarkennslu og framhalds- skólanna. Með því hefði mátt spara mikið fé og skapa aðstæður til að hlúa að menntun fullorðinna, þar senr við erurn nú eftirbátar grannþjóðanna." Blaðamennska og námsbókaskrif Guðrún hugsaði gott til glóðarinnar að geta nú gert það sem henni dytti í hug eftir að hún hætti störfum. Hún fór að rifja upp frönskukunnáttuna og hún setti auglýsingu í símaskrána um náms- og uppeldisráðgjöf sem hún sinnir heima hjá sér. Hún fór líka að stunda blaðamennsku, skrifaði greinar í tíma- ritið Uppeldi í þrjú ár, en fyrst einbeitti hún sér að því að ljúka námsbókarskrif- um. Bókin Uppeldi - kennslubók fyrir framhaldsskóla, sem hún skrifaði ásamt Margréti Jónsdóttur kennara við Kvennaskólann, kom út árið 1995. „Þessi bók er notuð við kennslu í uppeldisfræði 103 í framhaldsskólum og víðar. Hún er að hluta til hugsuð sem foreldrafræðsla. Mér þykir vænt um að heyra að rnargir nemendur tíma ekki að selja bókina að námi loknu. Þau hugsa sér líklega að þau geti notað hana seinna þegar þau verða sjálf foreldrar. Aðra bók skrifaði ég svo sem Háskólaútgáfan gaf út 1999. Hún nefnist Námsráðgjöf I skólum og er ætluð kennurum, skóla- stjórnendum, námsráðgjöfum og for- eldrum. Þar tek ég fyrir undirstöðuat- riði faglegrar námsráðgjafar og skipu- lagningar í skólum en mér hefur alveg þótt vanta efni um það hér á landi. Margir starfandi námsráðgjafar hér á landi hafa enga sérmenntun í námsráð- gjöf og þessi bók nýtist þeim vel,“ segir Guðrún að lokum. X 30 / norðanstúlkan / 1. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.