Vera


Vera - 01.02.2003, Page 31

Vera - 01.02.2003, Page 31
/ FJÁRMÁL Rýr hlutur kvenna í stjórnunarstöðum »Síðastliðið haust vakti athygli mína frétt þess efnis að konur væru í meirihluta í flestum deildum Háskóla íslands. f viðskiptadeild hafa þær verið í meirihluta um nokkurra ára bil. Konur eru mjög virkir þátttakendur í atvinnulífi landsins og má finna í vel flestum starfs- stéttum. Hins vegar eru konur í miklum minnihluta forstjóra og æðstu stjórnenda í fyrirtækjum. 4» i Kauphöll Islands eru nú skráð 63 fyrirtæki, sem eru mörg hver þau stærstu í sínum geira, og er engin kona í forsvari fyrir þau. Séu 250 stærstu fyrirtæki landsins skoðuð kemur i Ijós að í 96% þeirra eru karlar stjórnendur en á heildina litið er hlutfallið þannig að fjórir af hverjum fimm stjórnendum eru karlmenn. Hlutur kvenna almennt rýr í stjórnunarstöðum Árið 2000 stóð Alþjóða vinnumálastofnunin fyrir könnun um hlut kvenna sem stjórnenda og tók hún til 70 landa. (Bandaríkjunum er hlutur kvenna sem stjórnenda einna mestur, eða 6,2% sem verður samt sem áður að teljast ansi rýr hlutur. Árið 1999 voru einungis fjórar konur stjórnendur í 500 stærstu fyrirtækjum í Bandaríkjunum og á heildina litið eru þrír af hverjum fjórum stjórnendum þarvestra karlmenn. Könnunin gaftil kynna að þró- unin er mjög svipuð víða annars staðar. Reynt hefur verið að grafast fyrir um ástæður þess að hlutur kvenna er þetta lítill í stjórnunarstöðum og er ein þeirra sú að konur séu að brjóta sér leið inn í heim þar sem karlmenn og þeirra gildi ráða lögum og lofum og erfitt er að komast inn í. Þá hefur einnig komið fram að konur sem eru með fjölskyldur eiga erfiðara uppdráttar. Sýndi ein bandarisk rannsókn, sem gerð var árið 2002, að kvenkyns stjórnendur með fjölskyldu virðast einnig njóta lakari launakjara. Alþjóðlegt vandamál Launamunur á milli kynja virðist vera alþjóðlegt vandamál þrátt fyrir að hann fari víðast hvar minnkandi. Sú hefur verið þróunin hér á landi en í könnun sem VR lét gera árið 2002 kom í Ijós að hann hafði minnkað úr 18% í 16%. Leiða má líkur að því að barn- eignir og fjarvera kvenna í tengslum við þær hafi komið niður á launakjörum en framtak ríkisstjórnarinnar um launað fæðingar- orlof feðra er lofsvert. I erlendum rannsóknum á launamun kynj- anna kemur einnig í Ijós að launamunur er minnstur í heilsugeir- anum, menntun og alls kyns velferðarmálum þar sem konur eru 1 meirhluta starfsmanna. Munur á stjórnunarstíl karla og kvenna Gerðar hafa verið rannsóknir á stjórnunarstíl karla annars vegar °9 kvenna hinsvegar. Konur sem stjórnendur þykja hafa marga Þá eiginleika sem þykja mikilvægir í stjórnun í dag. I einni þeirra kemurfram að helsti munurinn á karl- og kvenstjórnendum sé sá að á meðan karlmenn eru fyrst og fremst að stjórna og skipa fýrir virðast konur leggja meiri áherslu á hópvinnu. Þá þykja karlmenn horfa til skemmri tíma í rekstri til að geta náð skjótum árangri, á meðan konur fara sér hægar og horfa meira til lengri tíma. Tími kvenna mun koma Fyrir þremur árum var hleypt af stokkunum verkefninu Auður í krafti kvenna í þeim tilgangi að aðstoða konur við að koma á fót eigin fyrirtækjum. Þessu verkefni er nýlokið og kom fram að á meðan á þvi stóð urðu til 51 fyrirtæki í eigu kvenna. I Bandaríkj- unum hefur orðið mikil fjölgun á fyrirtækjum sem hafa verið stofnuð af konum og nemur hún 103% síðustu 10 ár. Ég hef ekki séð sambærilegar tölur úr íslensku atvinnulífi en trúi því að svip- uð þróun sé að eiga sér stað hér. SÉU 250 STÆRSTU FYRIRTÆKI LANDSINS SKOÐUÐ KEMUR í LJÓS AÐ í 96% ÞEIRRA ERU KARLAR STJÓRNENDUR EN Á HEILDINA LITIÐ ER HLUTFALLIÐ ÞANNIG AÐ FJÓRIR AF HVERJ UM FIMM STJÓRNENDUM ERU KARLMENN. Konur hafa ýmislegt fram að færa í atvinnulífinu og virðast oft á tíðum hafa aðra sýn og nálgun heldur en karlkynsstjórn- endur. Að hafa konu í forystu ætti því að geta aukið skilvirkni og fjölbreytileika. Enn er á brattann að sækja hvað varðar laun og möguleika kvenna í stjórnunarstöðum en þá þer einnig að hafa í huga að ekki er langt siðan konur fóru að streyma út á vinnu- markaðinn svo teljandi sé, eða rétt um 50 ár. vera / fjármál / 1. tbl. / 2003 / 31 Þórhildur Einarsdóttir

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.