Vera


Vera - 01.02.2003, Side 39

Vera - 01.02.2003, Side 39
Um mannréttindi og femínisma Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir »Herdísi Þorgeirsdóttur þekkja flestir sem fyrsta ritstjóra Mannlífs og stofn- anda Heimsmyndar en hún var fyrsta konan til að standa að reglulegri útgáfu fjölmiðils um árabil. Undanfarin ár hefur Herdís þó ekki látið mikið á sér kræla af þeirri einföldu ástæðu að hún hefur búið í Svíþjóð þar sem hún hefur stundað doktorsnám í þjóðarrétti en hún ver doktorsritgerð sína við lagadeild Háskólans í Lundi um það leyti sem þetta blað kemur út. Sérsvið Herdísar innan þjóðarréttarins eru mannréttindi en hún vakti athygli nýverið þegar hún gagnrýndi ástandið í jafnréttismálum út frá þjóðréttarlegum skuldbind- ingum íslands. Hún segir jafnrétti kvenna ekki eingöngu sanngirnisspursmál heldur einnig brýnt samfélagslegt hagsmunamál. Hún segir formlegt jafnrétti i lögum duga skammt ef málstaðnum er ekki framfylgt innan stofnana stjórn- kerfis og í hugmyndafræðilegum átökum vítt og breytt um þjóðfélagið. vera / Herdís / 1. tbl. / 2003 / 39

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.