Vera


Vera - 01.02.2003, Qupperneq 40

Vera - 01.02.2003, Qupperneq 40
* Árið 1984 var Herdís beðin að ritstýra nýju tímariti sem átti eftir að valda straumhvörfum í íslenskri fjölmiðlun. Þá voru til tímarit eins og Vikan og Nýtt líf, sem einkum samanstóðu af svoköll- uðu kvennaefni og svo listatímaritið Storð. Útgefandi tímaritisins, sem hafði hlotið nafnið Mannlíf, sagði henni að hún hefði aigerlega frjálsar hendur með efnistök en blaðið þyrfti að höfða til breiðs hóps og helst að seljast í tíu til fimmtán þúsund eintökum. Hver var þá reynsla hennar og menntun í blaða- mennsku? „Eftir stúdentspróf hafði ég farið einn vetur í frönskunám til Aix-en- Provence og annan vetur á blaðamanna- skóla á Fleet Street í London. í kjölfarið fékk ég vinnu sem blaðamaður á Morg- unblaðinu og var þar í tvö ár og síðan á sumrin þegar ég var komin í nám aftur. Það var ákaflega lærdómsríkt að vinna á Mogganum og skemmtilegt. En mig langaði ekki að daga uppi í blaða- mennsku án þess að mennta mig. Ég lauk BA námi í stjórnmálafræði frá Há- skóla Islands og hélt að því loknu í framhaldsnám til Bandaríkjanna í þjóð- arrétti og alþjóðastjórnmálum. Ég var í tvö ár á The Fletcher School of Law and Diplomacy í Boston, þaðan sem ég lauk M.A.L.D. gráðu. Þegar mér bauðst að ritstýra þessu nýja blaði hugsaði með mér að bakgrunns míns vegna gæti ég ekki verið þekkt fyrir annað en að ljá blaðinu nokkra dýpt og þunga,“ segir Herdís. „Ég vildi endurspegla strauma og stefnur í samfélaginu og fjalla um stjórnmál með gagnrýnum hætti. Þenn- an kokteil blandaði ég með persónulegri viðtölum en áður höfðu tíðkast hér á landi og þó nokkrum glamúr, til þess að blaðið seldist betur." Mannlíf vakti gríð- armikla athygli. Fyrstu forsíðuna prýddi Valgerður Bjarnadóttir sem þá var nýorðin ekkja eftir Vilmund Gylfason, en viðtalið við hana þótti opinskárra en áður hafði tíðkast í íslenskum fjölmiðl- um og fýrsta upplagið af Mannlífi seld- ist eins og heitar lummur. Herdís segist líka hafa fengið penna til liðs við Mann- líf sem voru sérfræðingar á ýmsum svið- um en ekki venjulegir blaðamenn. f blaðinu voru viðtöl við fólk úr atvinnu- lífi og úr öllu litrófi stjórnmálanna ásamt fólki úr listum, menningu og ítar- legar úttektir á þjóðfélagsmálum. Hún flaug líka til Bandaríkjanna og talaði við Jesse Jackson sem þá stóð í eldlínu stjórnmálanna og hún skrifaði greinar um stjórnmálaástandið á íslandi. Herdís ritstýrði Mannlífi í tvö ár og það varð metsölutímarit á markaðinum. Þungur róður í útgáfu „Ég var allt í öllu á Mannlífi en útgáfan í höndum annarra og þegar fram í sótti vildi ég stofna mitt eigið útgáfufýrirtæki þar sem ég gæti haft stjórn á öllum þátt- um útgáfunnar." Árið 1986 stofnaði Herdís tímaritið Heimsmynd sem hafði svipaðar áherslur og Mannlíf. Hún fékk til liðs við sig þekkta aðila úr atvinnulíf- inu sem sátu í stjórn útgáfufýrirtækisins en útgáfufyrirtækið rak hún í átta ár. „Það var oft þungur róður í fleiri en ein- um skilningi," segir Herdís. „Ég vildi hafa fullt frelsi til að taka á pólitískum málum, enda hef ég þá skoðun að hlut- verk blaðamannsins sé annað en að synda með straumnum. Markaðurinn var erfiður og ég áttaði mig fljótlega á því að það voru bein tengsl á milli þess hvernig eða hvort tekið var á eldfimum pólitískum og viðskiptalegum málum og margra sterkra auglýsenda. Útgáfan hvíldi öll á mínum herðum, hvort sent það voru áhyggjur af fjárhagslegri af- komu, ritstjórnarleg álitamál, óánægðir auglýsendur eða brokkgengir auglýs- ingasalar. Það var oft mikill handagang- ur í öskjunni. En ég hafði líka gott fólk mér við hlið og nefni þar sérstaklega Ragnhildi Erlu Bjarnadóttur, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækisins um árabil. Vorið 1993 varð allt vitlaust vegna skoðanakönnunar sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla Islands gerði fyrir Heimsmynd um hugsanlegt sameigin- legt framboð þriggja flokka í borgar- stjórn gegn Sjálfstæðisflokki,“ segir Her- dís sposk. „Niðurstaða könnunarinnar var sú að slíkt framboð gæti bundið enda á áratuga valdasetu Sjálfstæðis- flokks í borginni. Þá var R-listinn vitan- lega ekki enn kominn til sögunnar. Ég man að ég sat heila helgi og spáði í spil- in áður en ég sendi blaðið í prentun. Ég átti von á mínu öðru barni þegar þetta var. Ég vissi að það myndi hafa afdrifa- ríkar afleiðingar þegar könnunin birtist. Daginn eftir fæddist Maja litla en hún kom í þennan heim tveimur vikum fyrir tímann. Blaðið koin út á meðan ég var á fæðingardeildinni. Hannes Hólmsteinn fór hamförum á síðum blaðanna og var- aði auglýsendur við að auglýsa í þessu blaði. Ég hafði hugsað mér að taka mér gott leyfi en Gunnar Smári Egilsson, sem ætlaði að leysa mig af, stakk af úr ritstjórastólnum að nokkrum mánuð- um liðnum og stofnaði Eintak, svo ég átti engra annarra kosta völ en að mæta fyrirvaralaust á staðinn og reyna að stýra blaðinu eins og ekkert hefði í skorist. Ég tók ungabarnið með niður á skrifstofu en strax og það spurðist út hvað gerst hefði voru mættir á staðinn tveir sómamenn sent höfðu skrifað í blaðið að staðaldri, Ólafur Hannibals- son og Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur. Ólafur hafði áður starfað sem blaðantaður hjá mér og Guðjón hafði um árabil skrifað greinar undir heitinu íslenskar ættarsögur. Þeir höfðu báðir fengið á sig ágjöf vegna skrifa sinna og höfðu kynnst stressinu sem fýlgir blaða- útgáfu. Ég gleymi ekki þessari stund, þar sem þeir sátu báðir með kaffifantana og horfðu á mig þegjandi þar sem ég var að reyna að róa nýfædda dóttur mína með „duddunni". Það var hluttekningin í svip þeirra sem gerir þetta atvik eftir- minnilegt." Nú hlær Herdís. „En ég var orðin þreytt á þessum bransa og seldi Heimsmynd nokkrum mánuðum síðar. Friðrik Friðriksson, góður vinur þess aðila sem hafði úthúðað blaðinu sem mest, keypti það og lá ekkert á þeirri skoðun sinni að honum fyndist þetta tímarit bera af á markaðinum.“ Spurningunni sígildu um hvort hún hafi fundið fyrir því að erfiðara væri að vera kvenstjórnandi en karlstjórnandi svarar Herdís játandi. Hún tekur jafn- framt undir það að þannig sé mýtan: Karlar eru ákveðnir, sem ber vott um styrk. Konur eru frekar en það ber vott um stjórnleysi. „Þegar ég var ritstjóri Mannlífs, þrítug og ógift, bárust mér spurnir af því að ég gengi undir nafninu Frúin í prentsmiðjunni Odda. Mér fannst það hálf fýndið en til að stríða köllunum þóttist ég einu sinni vera í uppnámi og gekk inn á mitt gólf í prent- salnunt með glóðvolgt eintak af blaði ÞAÐ GERIST EKKERT NEMA MÁLIN SÉU RÆDD. OG ÞAÐ VERÐUR EKKI TALAÐ UM ÞETTA EF UMRÆÐUNNI ER STJÓRNAÐ AF KÖRLUM EÐA KONUM SEM VILJA EKKI STYGGJA NEINN. 40 / Herdís / 1. tbl. / 2003 / vera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.