Vera


Vera - 01.02.2003, Side 41

Vera - 01.02.2003, Side 41
sem var nýkomið úr prentun og spurði hátt og skýrt hver hefði undirritað rit- stjórapistil með Frúin. Þeim var rnjög brugðið og óttuðust smástund að þarna hefði einhver gengið of langt. Síðar bentu þeir mér á að ýmsir aðrir hefðu mátt þola mun verri uppnefni. En upp- nefnið sýnir að þeim hefur þótt þessi stelpa hafa vigt. Svona eftir á að hyggja finnst mér, ef eitthvað, að ég hafi frekar tiplað á tánum í kringum suma til að stuða ekki fólk senr stóð sig oft ekki sem skyldi, meðvituð um það að annars yrði ég álitin allt of stjórnsöm. Sjálfsagt urðu mér líka á mistök í samskiptum, eins og öllum sem í eldlínu standa. í hraða og stressi hefur maður oft ekki þá aðgát sem er þörf í nærveru sálar. Mér finnst hins vegar þreytandi hvernig konum í ábyrgðar- eða áberandi stöðum er al- mennt stillt upp við vegg og þeim velt UPP úr þeirri spurningu livernig þær komi öðrum fyrir sjónir." Fræðistörf íSvíþjóð Hún segir reynslu sína úr fjölmiðlum hafa leitt til þess að hún ákvað að rann- saka ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla ut frá sjónarhóli mannréttindanna. „Ég sotti um fræðimannsstöðu í þjóðarétti v>ð lagadeildina í Lundi en til þess þurfti eg að skrifa ítarlega greinargerð urn fyr- uhugað rannsóknarverkefni. Ég tók mér t*pt ár í það og sat á Þjóðarbókhlöð- unni. Þar drakk ég í mig allt sem ég fann um tjáningarfrelsið, sérstaklega eins og það hefur verið túlkað í meðförum hæstaréttar Bandaríkjanna. Það var góður grunnur að byggja á því fáir hafa rökstutt mikilvægi tjáningarfrelsisins eins glæsilega og margir af þeim fram- úrskarandi lögspekingum sem hafa átt sæti í þeim rétti. Þegar ég hóf þessa rannsókn varð ég þess áskynja að ýmsir sérfræðingar í stjórnskipun eru meðvit- aðir um þá ógn sem ritstjórnarlegu sjálf- stæði fjölmiðla getur stafað af markaðs- öflum, en eins og þessi réttur er almennt verndaður í stjórnarskrám og alþjóðleg- um mannréttindasáttmálum beinist verndin að einstaklingi gagnvart ríkis- undi sér vel í Lundi enda segir Herdís að það sé engin goðsögn að í Svíþjóð sé þægilegt að vera með börn. Mannréttindi og femínismi Herdís er þjóðréttarfræðingur og sér- svið hennar eru mannréttindi. Megin- viðfang doktorsritgerðar hennar er hvort tjáningarfrelsisákvæði Mannrétt- indasáttmála Evrópu sé raunveruleg vernd á ritstjórnarlegu sjálfstæði fjöl- miðla. En mannréttindi koma víða við sögu, eins og til dæmis í jafnréttisbarátt- unni. I fyrirlestri sem hún hélt á dögun- um tók hún svo til orða að fjölgun kvenna í stjórnmálum væri lýðræðisleg Herdís er þjóðréttarfræð- ingur og sérsvið hennar eru mannréttindi. Megin- viðfang doktorsritgerðar hennar er hvort tjáningar- frelsisákvæði Mannrétt- indasáttmála Evrópu sé raunveruleg vernd á rit- stjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla. JAFNRÉTTISBARÁTTAN ER OG VERÐUR ÁFRAM YFIRFULL AF ALLS KYNS ÞVERSÖGNUM. JAFNRÉTTI VERÐUR EKKI AÐ VERULEIKA NEMA KRAFAN SÉ STÖÐUGT HÖFÐ UPPI. KEPPIKEFLIÐ ER EKKI ENDILEGA AÐ ALLIR SÉU JAFNIR, EN AÐ TÆKIFÆRI SÉU JÖFN - OG SANNGIRNISSJÓNARMIÐ RÍKI. valdi. Þennan vetur las ég einnig sígilda höfunda á sviði tjáningarfrelsis, eins og Milton og Mill, og var komin með grófa yfirsýn yfir hvernig ég ætlaði að stilla þessu vandamáli upp haustið 1996.“ Herdísi var boðin launuð fræði- mannsstaða við lagadeildina í Lundi til fjögurra ára. Fjölskyldan fiutti til Lund- ar vorið 1997 en eiginmaður Herdísar fór í framhaldsnám í Evrópurétti. Börn- in voru orðin fjögur, á aldrinum 4 mán- aða, 3 ára, 4 ára og 10 ára. Fjölskyldan nauðsyn. Hefur hún alltaf verið meðvit- uð um femínisma? „Nei, áreiðanlega ekki,“ segir Herdís. „En af fenginni reynslu vaknar áhugi. Alveg eins og ég hóf að vinna doktors- verkefni mitt vegna reynslu minnar af útgáfu, þá hefur ýmislegt sem ég hef séð og reynt orðið kveikjan að áhuga mín- um á femínisma og jafnréttismálum al- mennt.“ Hún segir að það að ganga í gegnum hjónaskilnað og standa ein að uppeldi fjögurra barna hafi til dæmis vera / Herdfs / l. tbl. / 2003 / 41

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.