Vera


Vera - 01.02.2003, Page 42

Vera - 01.02.2003, Page 42
 Dl Herdís með börnum sínum: Maríu Elísabetu, lOára; Herdísi, 15 ára; Herði Tryggva, 6 ára og Gunnari Þorgeiri, 8 ára. skerpt sýn hennar á hlutskipti sem hún var áður ekki ýkja meðvituð um. „öll persónuleg reynsla hlýtur að gera mann næmari og fær mann oft til að sjá hvers- dagslega hluti í nýju ljósi.“ Herdís segir að nálgun á jafnrétti sé þverfagleg og auðvitað hafi lengi verið stefnt að jafnrétti kynjanna. Hún telur að staða íslenskra kvenna sé um margt ámælisverð. „Á heildina litið eru konur verr settar hér. Fátækt er útbreiddari á Islandi en á hinum Norðurlöndunum og launabilið mun meira en í Evrópu- sambandslöndunum. Nýjar upplýsingar sýna að af 235 forstöðumönnum ríkis- stofnana eru aðeins 44 konur. Hvar eru konurnar í valdablokkum viðskiptalífs- ins og hvar eru konurnar á stærstu fjöl- konum skuli tryggð sömu laun fyrir sömu vinnu sýna opinberar tölur frá 2001 að meðallaun sem og heildartekjur íslenskra kvenna eru næstum helmingi lægri en karla. Nýleg kjarakönnun Jafn- réttisráðs sýnir almennt launabil kynj- anna þar sem konur vantar um 27% á almennum markaði og 24% hjá hinu opinbera til að hafa laun karla. Þar er ekki tekið tillit til annarra breyta en kynferðis. Á það hefur verið bent að launa- muninn megi að hluta til rekja til meiri ábyrgðar karla, lengri starfsaldurs og vinnutíma. Sé litið á þjóðfélagið sem líf- ræna heild, hvers framtíð veltur á end- urnýjun, er þáttur kvenna í viðhaldi kynslóðanna ekki aðeins vanmetinn ÉG HEF SAGT AÐ KONUR SEM TAKA UPP KARLLÆGA SÝN f STJÓRNMÁLUM SÉU f RAUN AÐ SVINDLA SÉR INN Á MÁLSTAÐNUM - ÞÆR FYLLA UPP í KYNJAKVÓT- ANN EN GLEYMA SÍÐAN UPPRUNANUM, MÁLSTAÐNUM OG ERINDINU SEM ÞEIM VAR TREYST FYRIR AF STÓRUM HÓPI UMBJÓÐENDA SINNA. miðlunum? Það ku vera teikn um jafn- rétti að kona fær stöðu fréttastjóra á RÚV en þar hefur kona aldrei gegnt stöðu útvarpsstjóra né hefur kona rit- stýrt Mogganum eða öðrum dagblöð- um. Konur stýra ekki bankastofnunum og þær fjölmenna ekki í stjórnum stærstu fýrirtækja landsins. í nýskipuðu bankaráði Landsbankans eru eintómir karlar. 1 utanríkisþjónustunni er aðeins ein kona sendiherra. Ráðuneytisstjórar eru upp til hópa karlar. Og þrátt fyrir að heldur oft beinlínis vanvirtur. Það eru u.þ.b. ellefu þúsund einstæðar mæður á Islandi með um fjórtán til fimmtán þús- und börn á sínu framfæri. Einstæðir feður eru hins vegar aðeins rúmlega átta hundruð. Af þessu mætti draga þá grófu ályktun að um það bil tíu þúsund karlar hafi forskot fram yfir jafnmargar konur til að nýta krafta sína í starfi, uppskera mun hærri laun og að sama skapi vera að miklu leyti lausir undan foreldra- skyldum sínum. Er þá ekki eitthvað bog- ið við löggjöfina hjá okkur? Svo ég taki sem dæmi kveða alþjóðlegar skuldbind- ingar okkar á um að íslenska ríkið eigi að gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að afnema mismunun gagnvart konum af hálfu einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja, þar á meðal með laga- setningu. f því sambandi má benda á að við slit hjúskapar þar sem hjón, sam- kvæmt alþjóðlegum skuldbindingum, eiga að hafa sömu réttindi og sömu skyldur, tryggir íslensk löggjöf ekki að báðir foreldrar beri jafna ábyrgð á upp- eldi barna sinna þaðan í frá, eins og fjöldi einstæðra mæðra ber vitni um. Til samanburðar bendi ég á sænska löggjöf þar sem báðum foreldrum er í kjölfar skilnaðar gert skylt að axla jafna ábyrgð á því að koma börnum sínum til manns - með öðrum orðum það er ekki heimilt að skilja við börnin - nema viðkomandi eigi við alvarlega geðsýki að stríða, óhóf- lega drykkju eða önnur slík vandamál. Samkvæmt íslensku barnalögunum er réttur hins forsjárlausa foreldis tryggður með ýmsum varnöglum. Barnalögin kveða hins vegar ekkert á um að það foreldri sem fer með forsjá geti gert kröfu á hitt að það sinni barni sínu betur - aðeins að slíkan ágreining megi bera undir sýslumann. Lögin bak- tryggja forsjárlausa foreldrið (sem eru yfirleitt karlarnir) en gera foreldrinu með forræðið (oftast konum) erfitt fyrir að sækja rétt sinn og barna sinna. Hugs- unin á bak við það er að það geti ekki verið barninu fyrir bestu að pabbinn sé þvingaður til að umgangast það. Á hinn bóginn má líka færa rök fyrir því að hér séu innbyggðir fordómar í lagasetning- unni sem óbeint stuðla að því að rétt- læta ábyrgðarleysi hins forsjárlausa. Ef lögin kvæðu skýrar á um áframhaldandi ábyrgð beggja í kjölfar hjúskaparslita er líklegt að með tíð og tíma ýtti það undir það viðhorf að foreldrar axli bæði jafna ábyrgð. Rótgróin viðhorf gera það að verkum að flestum þætti sú móðir ein- kennileg sem hefði ekki áhuga á að hafa forræði yfir börnum sínum, hvað þá ef andlega og líkamlega heilbrigð kona kærði sig ekki einu sinni um að nýta sér til fulls úrskurðaðan umgengnisrétt. Til- hneigingin er að gera ráð fyrir því að forsjá barnanna sé konunni mikilvægari en karlinum og þar af leiðandi hljóti hún að vera tilbúin að færa meiri fórnir. 42 / Herdís / 1. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.