Vera


Vera - 01.02.2003, Síða 43

Vera - 01.02.2003, Síða 43
Þegar banni við mismunun er fylgt eftir með löggjöf sem tryggir réttarvernd þeirra hópa sem eiga undir högg að sækja er ekki aðeins hindrunum rutt úr vegi heldur fylgir gjarnan almenn hug- arfarsbreyting í kjölfarið. Ágætt dæmi um þetta er að samkynhneigð var í eina tíð refsivert athæfi. Rithöfundurinn Oscar Wilde var dæmdur til tveggja ára þrælkunarvinnu af þeim sökum. Rúntri öld síðar fullyrðir einn talsmanna Sam- takanna ‘78 að lög um staðfesta sambúð samkynhneigðra hafi átt ríkan þátt í að útrýma fordómum í þeirra garð.“ Taka á tillit til ólíkra aðstæðna kvenna Þó er talað um að hér á íslandi höfum við náð undraverðum árangri í jafnrétt- ismálum. „Það að konur skuli vera 30% þing- manna en staða kvenna í þjóðfélaginu ekki skárri en raun ber vitni, segir okkur að einhverju er ábótavant. Þegar stórir hópar kvenna eru undirmálsfólk í sam- félaginu eiga kynsystur þeirra ekki að sætta sig við það.“ Herdís segir að þing- kona hafi komið að máli við sig og bent á að það væri nógu erfitt fyrir konur að lifa af í karlavíginu þó að þær færu ekki að beita sér fyrir femínisma. „Ég hef sagt að konur sem taka upp karllæga sýn í stjórnmálum séu í raun að svindla sér mn á málstaðnum - þær fýlla upp í kynjakvótann en gleyma síðan upp- runanum, málstaðnum og erindinu sem þeim var treyst fyrir af stórum hópi um- bjóðenda sinna. Ég ætla samt ekki að leggja mat á þessar konur sem slíkar. Ég ætla þeim ekki annað en að þær séu að fylgja sinni sannfæringu, hver svo sem hún er. Hinsvegar," segir Herdís og legg- ur áherslu á orð sín, „finnst mér bágbor- m staða stórs hóps kvenna og þeirra sem lenda hvað verst úti í samfélaginu ekki einkamál þeirra hópa. Flestir hjóta að Vera ntiður sín að horfa upp á konur standa í biðröð fýrir utan hjá Mæðra- styrksnefnd, hnípnar á köldum vetrar- cfegi- Konur sem líta undan þegar þær mæta augnaráði vegfarenda. Þessar kon- ur eiga sér fáa málsvara." Hún bætir við: „Á hinn bóginn kann það að vera skiljanlegt að konur á hægri Vaeng stjórnmálanna vilji ekki múlbinda S1g við kvenpólitískan málstað enda eru hugmyndir um íhlutun stjórnvalda í þá veru að jafna aðstöðumuninn á skjön við frjálshyggjuna sem á ekki beint sam- leið með róttækum femínisma. Konur sem ódýrt vinnuafl eru nauðsynlegar í hinu kapítalíska samfélagi. Sértækar að- gerðir til að leiðrétta þann félagslega að- stöðumun sem konur eru í eru að sama skapi álitnar fela í sér ósanngjarna mis- munun gagnvart körlum - hvers eiga þeir karlar að gjalda sem þurfa að borga fýrir syndir feðra sinna með því að víkja til hliðar svo hægt sé að bæta konum upp langvarandi misrétti? Þessi afneitun á sértækum aðgerðum hundsar hins vegar þá staðreynd að ef ekkert er að gert er enn óréttlátara ástandi viðhaldið. Þá er ég ekki að tala um að það eigi skil- yrðislaust að hampa konum til þess að leiðrétta það félagslega forskot sem karl- ar hafa - heldur að það sé tekið nauð- synlegt tillit til þess að aðstæður kvenna eru aðrar.“ Bakslagið í jafnréttisbaráttunni „Það er svo skrýtið að hér á íslandi sjást konur varla sem álitsgjafar," segir Her- dís þegar við ræðum almennt um stöðu kvenna á íslandi í dag. „Ég tók eftir því í sænsku sjónvarpi að konur hátt á sjö- tugsaldri dúkkuðu oft upp sem álitsgjaf- ar í öllum mögulegum málum. Hér á ís- landi sjást varla konur sem komnar eru á þennan aldur, meðan karlar á öllum aldri tjá sig hinsvegar óspart í fjölmiðl- urn. Það væri fróðlegt að heyra álit margra kvenna á þessurn aldri á jafn- réttismálum. Það gerist ekkert nema málin séu rædd. Og það verður ekki tal- að um þetta ef umræðunni er stjórnað af körlum eða konum sem vilja ekki styggja neinn.“ Og hver er ástæðan? „Ríkjandi fordómar í garð kvenna eru um margt afleiðing neyslusamfé- lagsins sem við búum í þar sem hlutir eru einnota. Verðgildi er sett á konur eftir útliti og af því að konur eru verr settar og oft í undirmannsstöðum á vinnustað þá eru þær miklu varnarlaus- ari gegn fordómum sem þær mæta. Sú félagsmótun sem á sér stað í gegnum fjölmiðla er í víðtækum skilningi enda- laus áróður fyrir útlits- og ungdóms- dýrkun. Það má líta svo á að með því að harnra stöðugt á þeirri ímynd að konur séu valdalausar kynverur skilyrði þær til áhrifaleysis. Skortur á konum í áhrifa- stöðum til að sporna gegn þeirri þróun að konur telji sig ekki frambærilegar nema með hjálp sílikonbrjósta og ntegr- unarmeðala viðheldur vitleysunni og þar með valdaleysi kvenna. Fátækra- væðing kvenna, klámvæðing í samfélag- inu og öfgakennd neysluhyggja sem bcygir konur undir þá nauðhyggju að þær séu ekki markaðshæfar nema sem kynverur, hrukkulausar og lýtalausar, er ekki beint til þess fallin að ýta undir pólitíska vitund og sjálfstæði. Sú stað- reynd að karlar eru í auknum mæli seld- ir undir sömu sök, þar sern sjálfsmatið byggir á útlits- og æskudýrkun, réttlætir ekki stöðuna heldur sýnir þvert á móti fram á hve baráttan fyrir mannlegri reisn er brothætt og það að sigur er aldrei í höfn. Með þessu er heldur ekki verið að færa rök fyrir því að fagurfræðilegar mælistikur séu endanlega lagðar á hill- una og útlit og viðhorf straumlínulöguð til að passa við eitthvert ákveðið viðmið. Jafnréttisbaráttan er og verður áfram yf- irfull af alls kyns þversögnum. Jafnrétti verður ekki að veruleika nema krafan sé stöðugt höfð uppi. Keppikeflið er ekki endilega að allir séu jafnir, en að tæki- færi séu jöfn - og sanngirnissjónarmið ríki. Það er markmið stjórnmála og þar með löggjafans að skilgreina í hverju jafnrétti er fólgið. Lýðræðislegar um- bætur, mannleg reisn og ábyrg löggjöf sem byggir á upplýsingu um hina óbeinu mismunun, haldast í hendur. Því fleiri konur sem taka þátt í að setja lög út frá bláköldunt veruleika sem æpir á umbætur - og því meiri réttarheim- spekileg umræða sem á sér stað - því meiri líkur á lýðræðislegum umbótum og að konur öðlist í raun sömu tækifæri og karlar.“ X ÞVÍ FLEIRI KONUR SEM TAKA ÞÁTT í AÐ SETJA LÖG ÚT FRÁ BLÁKÖLDUM VERULEIKA SEM ÆPIR Á UMBÆTUR - OG ÞVÍ MEIRI RÉTTARHEIMSPEKILEG UMRÆÐA SEM Á SÉR STAÐ - ÞVÍ MEIRI LÍKUR Á LÝÐRÆÐISLEGUM UMBÓT UM OG AÐ KONUR ÖÐLIST í RAUN SÖMU TÆKIFÆRI OG KARLAR." vera / Herdís / 1. tbl. / 2003 / 43

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.