Vera


Vera - 01.02.2003, Síða 45

Vera - 01.02.2003, Síða 45
* Ekkert lát varð á aðsókninni »Þetta var alveg nýtt á Islandi og ekki mjög gamalt á Norður- löndum,“ segir Ingólfur. „Flestir gerðu sér grein fyrir þörfinni seni lá að baki enda voru allir óskaplega jákvæðir þar til farið var að tala um peninga. Þar stendur hnífurinn iðulega í kúnni. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðureytið vildi leggja til fé, svo kom Rauði krossinn inn í verkefnið og síðan félagsmálaráðu- neytið. Ljóst var að þeir peningar sem búið var að lofa dygðu ekki í tvö ár en samt var ákveðið að byrja í þeirri trú að ef vel gengi fengjust áframhaldandi framlög. Fyrsta málið var auð- vitað: Hvernig á meðferðin að vera byggð upp og hverjir eiga að sjá um hana? Úr varð að við fengum sálfræðingana Einar Gylfa Jónsson og Andrés Ragnarsson, sem okkur þótti vel Börnin alltaf viðstödd ofbeldið Ingólfur segir að mat þeirra sem störfuðu að verkefninu hafi verið að slík námskeið væru nauðsynleg í samfélagi okkar þar sem kostirnir við þau væru margir. „í fyrsta lagi var jákvætt að karlarnir skyldu gangast í ábyrgð fyrir ofbeldinu og mæta á námskeið þar sem átti að horfast í augu við það,“ segir Ingólfur. „Konurnar voru líka sammála um að ofbeldið hefði minnkað eða það hefði alveg hætt. Ótti við maka hafði að sama skapi minnkað og þær sögðu að karlarnir væru meðvit- aðri um tilfinningar kvennanna en áður. Þegar á heildina var litið voru konurnar sem svöruðu sammála um að lífsgæði þeirra hefðu aukist. Sú skelfilega staðreynd kom í ljós að börnin á heimilunum „HVAÐ ÞURFA MARGAR KONUR AÐ LOSNA ÚR VIÐJUM OFBELDIS TIL ÞESS AÐ ÞAÐ JAFNÍST Á VIÐ FJÓRÐA SÆTIÐ í EVRÓPUMEISTARAKEPPNINNI í HANDBOLTA?" treystandi, og þeir kynntu sér svipaða starfsemi í Noregi og Svíþjóð áður en hafist var handa í apríl 1998. Rauði krossinn lagði til húsnæði og sá um daglegan rekstur og við auglýstum eftir körlum til að taka þátt, en aðaláhyggjuefni okkar var í fyrstu að enginn léti sjá sig. Við höfðum verið í sambandi við Kvennaathvarfið því að ef einhver veit eitthvað um þessa karla °g getur náð til þeirra þá eru það þær. Kvennaathvarfskonur sögðu okkur að við þyrftum engu að kvíða - það væru margir karlar sem vildu hætta að beita ofbeldi og þcir rnyndu mæta. Þetta reyndist rétt hjá þeim - það varð ekkert lát á aðsókninni. Karlar hringdu og komu í tvö til þrjú einkaviðtöl til þess að byrja með til að vinsa úr þá sem ekki gátu tekist á við hóprneð- ferð, en það voru m.a. þeir sem áttu við geðsjúkdóma að stríða °g innflytjendur sem töluðu of lélega íslensku. Síðan var hafíst handa við að veita þessum mönnum bæði einstaklings- og hópviðtöl. Frá upphafi var starfandi sérstakur matshópur sem atti að fylgjast með og vega og meta kosti og galla verkefnisins. Það hafði verið í bígerð að tala við sambýliskonur þessara manna eftir meðferðina til þess að fá frá fyrstu hendi hvort meðferðin hefði borið árangur. Þegar hins vegar var leitað leyfis hjá Persónuvernd kom í ljós að þar var þetta metið svo að við hefðum ekki séð til þess að fá heimild kvennanna til að aðrir en sálfræðingarnir vissu nöfn þeirra. Því var það að það dna sem við máttum gera var að sálfræðingarnir sendu út sPurningalista. Því rniður fengum við frekar lélega svörun, eða 40% , en þær konur sem svöruðu voru ánægðar með þá breyt- i'tgu sem orðið hafði.“ höfðu í öllum tilfellum verið viðstödd þegar móðir þeirra var beitt ofbeldi. Erlendar athuganir benda mjög eindregið til þess að börn sem alast upp við ofbeldi séu líkleg til að endurtaka það með einum eða öðrum hætti á fullorðinsárum. Einn af hugsanlegum kostum námskeiðsins var því að börnin vissu að faðirinn var að leita sér aðstoðar vegna ofbeldisbeitingarinnar og fengu því þau skilaboð að þetta væri ekki eðlileg hegðun.“ Karlarnir öxluöu ábyrgðina Gallarnir voru líka skoðaðir og þeir voru helstir að konunum fannst þær ekki vita nægilega rnikið um hvað væri að gerast á nántskeiðinu og hvernig þær ættu að takast á við breytingar sem urðu á hegðun karlsins og í fjölskyldulífinu. Ingólfur seg- ir að sú ákvörðun hafði verið tekin strax í upphafi að ekki væri um fjölskyldumeðferð að ræða sem hefði gefið til kynna að öll fjölskyldan bæri sök og ábyrgð á ofbeldinu. „Þvert á móti vild- um við, eins og yfirskrift verkefnisins Karlar til ábyrgðar gaf til kynna, að karlarnir öxluðu ábyrgðina,“ segir Ingólfur. „En það var ekki gott að konunum fyndist þær verða útundan og því var þeirri hugmynd velt upp í matsskýrslunni að stofna um- ræðuhóp innan Kvennaathvarfsins þar sem konurnar gætu rætt um hvað væri að gerast í meðferðinni, fengið upplýsingar og aðstoðað hver aðra. Á sama hátt hefði þurft að huga að börnunum í þessum fjölskyldum, sem vafalaust þurfa oft líka á aðstoð að halda til að takast á við erfiða reynslu og þær breyt- ingar sem verða með árangursríkri meðferð. Heildarniður- stöður matsnefndarinnar voru jákvæðar og þar var eindregið lagt lil að verkefninu yrði haldið áfram með ákveðnum breyt- vera / karlar til ábyrqðar / 1. tbl. / 2003 / 45

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.