Vera


Vera - 01.02.2003, Side 46

Vera - 01.02.2003, Side 46
/KARLAR TIL ÁBYRGÐAR „KONURNAR VORU SAMMÁLA UM AÐ OFBELDIÐ HEFÐI MINNKAÐ EÐA ÞAÐ HEFÐI ALVEG HÆTT. ÓTTI VIÐ MAKA HAFÐI AÐ SAMA SKAPI MINNKAÐ OG ÞEIR VORU MEÐVITAÐRI UM TILFINNINGAR KONUNNAR EN ÁÐUR. ÞEGAR Á HEILDINA VAR LITIÐ VORU KONURNAR SEM SVÖRUÐU SAMMÁLA UM AÐ LÍFSGÆÐI ÞEIRRA HEFÐU AUKIST." ingum. Þá fór að síga á ógæfuhliðina fjárhagslega, raunar hafði það allan tímann verið barningur að fá peninga í reksturinn. Rauði krossinn vildi gjarnan halda áfram að veita verkefninu lið með því að leggja til húsnæði og sjá um daglegan rekstur og þeir embættismenn sem komu úr ráðuneytunum sendu minn- isblöð inn í sín ráðuneyti þar sem þeir mæltu með því að verk- efninu yrði haldið áfram. Allir voru mjög jákvæðir en síðan gerðist ekkert meira. Rauði krossinn lagði miklu nteiri peninga í verkefnið en hann hafði ráðgert í fyrstu enda heyrði hann ekki annað en að allir sem að verkefninu komu, opinberir að- ilar og verkefnisstjórnin, væru jákvæð og því var eðlilegt að ætla að sú jákvæðni myndi leiða til þess að rekstrinum yrði komið í eðlilegan farveg. Því miður varð sú ekki raunin. Tvo síðustu mánuði unnu sálfræðingarnir kauplaust í þeirri von og trú að jákvæðnin myndi reynast eitthvað meira en bara orð en síðan neyddumst við til þess að hætta við verkefnið." 15 milljónir í handboltann „Mér fannst þetta heldur skítt,“ viðurkennir Ingólfur. „Miðað við allt og allt er kostnaðurinn nefnilega lítill, eða tvær og hálf til þrjár milljónir á ári, og þarna var búið að leggja í nokkurn stofnkostnað með þjálfun sálfræðinganna, prentun á upplýs- ingabæklingum og slíkt. Um það leyti sem verkefnið var í andaslitrunum var Evrópumeistaramótið í handbolta karla. fs- lenska landsliðið stóð sig vel og í hrifningarvímu ákvað ríkis- stjórnin á hádegisfundi að stykja liðið með 15 milljóna fram- lagi. Allt gott um það en ósjálfrátt varð manni hugsað til þess tíma sem var búinn að fara í að reyna að fá já eða nei frá ríkis- valdinu um framhald þessa verkefnis og að við hefðurn getað haldið því gangandi í ein fimm ár fyrir þessa upphæð. Og þá er það að maður spyr sig hvað þurfi til. Hvað þurfa rnargar kon- ur að losna úr viðjum ofbeldis til þess að það jafnist á við fjórða sætið í Evrópukeppni karla í handknattleik? Hvað þurfa margar konur að geta um frjálst höfuð strokið til þess að það veki sömu hrifningu ríkisstjórnarinnar og það að landsliðið í handbolta skori 321 mark í Evrópumeistaramóti? Að sjálf- sögðu á að gera þá kröfu til verkefna að þau standi undir vænt- ingum. Ef meðferð fyrir karla sem beita ofbeldi skilar ekki þeim árangri sem að er stefnt er ástæðulaust að halda henni á- fram. I þessu tilfelli er hins vegar ekkert sent bendir til annars en að vel hafi tekist til. Það er því eðlileg krafa að annaðhvort verði það rökstutt að þetta sé ekki skynsamleg leið, eða þá að verkefninu verði fram haldið einhvern tíma með ákveðnum árangurskröfum og að þeim tíma liðnum verði metið hvernig til hafi tekist. Og dugi það ekki sem röksemd fyrir áframhaldi verkefnisins að lífsgæði karlanna og kvennanna hafi aukist, má benda á að það er ekki lítill kostnaður sem samfélagið hefur af ofbeldinu nt.a. í töpuðum vinnustundum, afskiptum lögreglu, meðhöndlun andlegra og líkamlegra sára og vanlíðan barn- anna.“ Ingólfur elur í brjósti sér þann draum að opinberir aðilar sjái sér fært að styrkja verkefnið í framtíðinni til þess að hægt sé að halda áfram að veita meðferð körlum sem beita ofbeldi og bæta þannig líðan fjölmargra fjölskyldna í landinu. 46 / karlar til ábyrqðar /1. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.