Vera


Vera - 01.02.2003, Side 47

Vera - 01.02.2003, Side 47
/FEMÍNÍSKT UPPELDI 1 vera ^em'nisti er ei<i<i ai*ta^ átakalaus lífssýn enda afhjúpast aragrúi af misalvarlegu ranglæti í menningunni um leið og femínistagleraugun eru sett á nefið.Þannig sér femínistinn skýr tengsl á milli þess sem virðist óskylt í fyrstu. Til að mynda hvernig réttarkerfið tekur á kynferðisbrotum, ástæður þess að konur innan Sjálfstæðisflokksins eiga erfitt uppdráttar (sbr. síðasta prófkjör) og að háttsettir menn skuli berjast fyrir rétti sínum til þess að fáklæddar þokkadísir megi dansa fyrir þá í þröngum klefum. Femínistinn áttar sig nefnilega á þvf að menningin er stútfull af misrétti gegn konum, einfaldlega þar sem eðlilegt og sjálfsagt þykir að horfa á tilveruna útfrá karllægum normum. Þessi norm endur- speglast í laga- og réttarkerfinu, pólitík og 1 klámvæðingunni, svo eitthvað sé nefnt. Misrétti gegn konum (og auðvitað gegn körlum sem vilja þroska sig sem tilfinn- ingaverur) viðhelst þar sem myndbirting Þess er síbreytileg og klámvæðingin ný- iegasta útgáfa þess. Eg sjálf reyni að bjóða feðraveldinu birginn með ýmsu móti þó ég á hinn bóg- lnn hlýði öðrum menningarbundnum normum án þess að blikna, fullkomlega nieðvituð um að þau viðhaldi því ástandi sem mig langar svo mikið að breyta. Ég skreyti mig daglega með málningu, fjar- læ9i óæskileg hár við augabrúnir svo ég geti haldist innan einhvers óljóss fegurð- arkvarða og legg metnað í að halda híbýl- urn og afkvæmum snyrtilegum, að öllum líkindum til að vera talin fyrirmyndarfrú. Réttlæting mín á þessum ófemínísku filhneiginum byggir á þeim rökum að ég telji mig þurfa að velja tilteknar aðferðir til að hafna karllægum normum því ekki Qeti ég hafnað þeim öllum þar sem sam- félagið er hluti af sjálfri mér. Eina leiðin til að hafna öllu óréttlæti gagnvart konum (°g körlum sem sjá í gegnum ok karl- ntennskunnar) væri að flytjast frá samfé- la9i karl manna í útópíulandið. Viðskiptabann á vörur eða fyrírtæki Aðferðirnar sem ég beiti eru þó margar og ýmiskonar. Fyrir utan það að reyna að hafa áhrif á hugsunarhátt fjölskyldu og vina, skrifa pistla í Veru, vorkenna kari- rembum, passa að verkaskipting innan heimilisins haldist jöfn, biðja karla aldrei að opna krukkur, sneiða hjá orðinu maður þegar talað er um konur, horfa í augu karla sem ganga framhjá lengur en þeir horfa í mín, legg ég jafnframt viðskiptabann á sumar vörutegundir og/eða fyrirtæki Trópífernu í bíl míns heittelskaða og þrátt fyrir ótvírætt sönnunargagn vildi enginn kannast við að hafa neytt drykkjarins. Dóminós pizzur er önnur vörutegund sem ég hef sniðgengið af femínískum ástæð- um í nokkra mánuði. Það viðskiptabann hófst í kjölfar auglýsingaherferðar (tvær fyrir eina) sem fjallaði annarsvegar um gamlan mann sem sagðist alltaf hafa langað að taka tværieinu, hann þyrfti ekki að taka þær báðar í einu heldur gæti hann MEÐ ÞESSU MOTI FINNST MÉR ÉG TAKA AFSTÖÐU GEGN FYRIR TÆKJUM SEM KJÓSA AÐ NÝTA SÉR BRENGLAÐAR HUGMYNDIR KLAMVÆÐINGARINNAR I GROÐASKYNI. Ávaxtadrykkurinn Trópí hefur orðið fyrir barð- inu á mér alveg síðan í vor þegar stjórn- endur Vífilfells ákváðu að nú skyldi hinn sívinsæli drykkur verða kynlífstákn. Aug- lýsingin var eitthvað á þá leið að höfuð- laus kona með íturvaxinn barm spókaði sig um við sundlaug. Sýnt var örstutt skot af ástarleik í rúmi sem endaði með því að höfuðlaus, stynjandi, sveitt kona í leik- fimitoppi sullaði Trópí niðrá sig. Ég gerði fjölskyldunni það Ijóst að ég myndi aldrei framar kaupa Trópí, eftir að drykkurinn tengdist kvenfyrirlitningu í sinni tærustu mynd, við misgóðar undirtektir meðleg /- limanna. Mér sýnist bannið hafa borið á- vöxt þar sem ég fann eitt sinn tóma klárað eina fyrst og hina síðar. Hin auglýs- ingin var hinsvegar um ungan mann sem sagðist vilja hafa þær litlar. Ég vorkenndi gamla manninum að vera settur í svona perralegar aðstæður og stráknum fyrir að daðra við barnaklám á þennan tvíræða en jafnframt augljósa hátt. Margir kunna að efast um gagnsemi eða áhrif þessara einstaklingsbundnu við- skiptaþvingana. En í sannleika sagt veita þær mér ómælda ánægju, örlitla en Ijúfa hefndartilfinningu og góða samvisku, því með þessu móti finnst mér ég taka af- stöðu gegn fyrirtækjum sem kjósa að nýta sér brenglaðar hugmyndir klámvæð- ingarinnar í gróðaskyni. vera / femfnlskt uppeldi /1. tbl. / 2003 / 47 Guðrún M. Guðmundsdóttir

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.