Vera


Vera - 01.02.2003, Qupperneq 50

Vera - 01.02.2003, Qupperneq 50
I KOLBRÚN STEFÁNSDÓTTIR, ÚTIBÚSSTJÓRI HJÁ LANDSBANKA - HÖFÐABAKKAÚTIBÚI ELÍSABET STEFÁNSDÓTTIR, STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMI VIÐ H-l- ...Li‘.:.zL.ellx.lt...»L.; n.<. Ég ákvað að kynna mér verkefnið Konur í læri þegar ég fékk tölvupóst frá Sam- bandi íslenskra bankamanna um það. Ég hef lengi haft áhuga á sveitarstjórnar- málum og stöðu kvenna í pólitík . Ég hafði samband við Unu Maríu Óskars- dóttur framkvæmdastjóra verkefnisins. Ég hafði kynnst henni og Hildi Helgu Gísladóttur, sent er formaður þverpóli- tískrar nefndar um stöðu kvenna í póii- tík, á ráðstefnu um konur og lýðræði sem haidin var í Vilnius í Litháen í júní 2001 en þangað fór ég sem fulltrúi Skref fyrir skref. Ég skráði mig og óskaði eftir að vera hjá einhverri sem væri í fjölbreyttri vinnu, t.d. Ingibjörgu Sólrúnu , Valgerði Sverris eða Sólveigu Pétursdóttur, en hún var líka á ráðstefnunni sem ég nefndi. Ég fékk að vera með Valgcrði sem er að norðan eins og ég. Ég hef fylgst með henni í gegnum árin úr fjar- lægð. Ég var sjálf í sveitarstjórn heima á Raufarhöfn þegar hún var að feta sín fyrstu skref í landsmálapólitíkinni og mér finnst ánægjulegt að sjá hversu iangt hún hefur náð. Hún er hinsvegar ágætt dæmi um að það er ekki nóg að standa sig framúrskarandi í vinnunni tii að ná vinsældum karlanna, samanber könnun Fréttablaðsins 1. febrúar síðast- liðinn. Hún hefur hinsvegar verið að blómstra undanfarið og fróðlegt er að sjá hvernig framhaldið verður. Það var afar ánægjulegt að kynna sér störf ráðherra. Við vorum tvær með ráðherra í tvo daga og fengum að sitja fundi sem hún átti með sveitarstjórnar- mönnum bæði að austan og vestan, svo og fundi hennar með scrfræðingum úr báðum ráðuneytunum sem hún stýrir. Tillögur sem þar voru reyfaðar eru þeg- ar orðnar að lögum svo þetta tekur ekki alltaf langan tíma. Það sem kom mest á óvart var hvað þetta er mikil vinna og þaulskipulögð hver stund. Það var afar gaman að koma í ráðuneytið og kynnast fólki þar. Við fengum reyndar að heyra að við værum full gamlar til að vera kandidatar í stjórnmálin enda var það nú ekki ætlunin Ég hef þá trú að nauðsynleg vinna hafí átt sér stað í þessari nefnd og ég kaupi það ekki að hver og einn eigi að sanna sig nteðan menn eru ekki metnir útfrá sömu forsendum, þ.e. konur og karlar. Þannig ætti það hinsvegar að vera. Meðan það er ekki er nauðsynlegt að hafa jafnréttisnefndir og jafnréttislög til að efla hlut kvenna, því það eru flest- ir sammála um að farsælast sé að blanda þessu sem mest þannig að sem flcst sjónarmið komist að. Ég vil svo enda þetta með því að óska konum, hvar í flokki sem þær standa, velfarnaðar og sendi þeim baráttukveðjur. Ég kom að verkefninu Konur í læri í gegnum nám mitt í stjórnmálafræði og það að sitja námskeiðið Lýðræði, femín- ismi og pólitísk hugmyndasaga, gull- tryggði það að ég fékk að taka þátt. Þeg- ar okkur var boðin þátttaka tók ég boð- inu fegins hendi enda var ég á sama tíma að hefja vinnu við lokaverkefni mitt sem fjallar öðrum þræði um þá spurningu hvort nauðsynlegt sé að konur eigi sér rödd í stjórnmálum. Ég taldi þetta mjög áhugavert og skemmtilegt tækifæri bæði út frá viðfangsefni mínu og í ljósi þess að maður fær ekki tækifæri til að skyggnast inn í störf þingmanna á hverj- um degi. Eftir að hafa skráð mig var mér út- hlutað þingkonu, Ástu Möller. Mér skilst að þingkonurnar hafi haft nokkuð frjálsar hendur um framkvæmd síns þáttar verkefnisins og því var misjafnt hvað hver þátttakandi gerði með sinni „lærimóður'1. Á fyrsta fundi okkar fékk ég dagskrá yfir fundi og aðra viðburði sem ég mátti fylgjast með og fór ég til að mynda með henni á fund í heilbrigðis- nefnd. Þátttaka mín varð hinsvegar styttri en til stóð þar sent verkefnið fór heldur seint af stað og mér reyndist erfitt að sinna því vegna árekstra við verkefnavinnu í skólanum. Ég vil þó taka fram að það var vel að þessu staðið hjá Ástu. Hún bauð upp á margvislega fundi og gaf okkur til að mynda tældfæri 50 / konur í læri / 1. tbl. / 2003 / vera .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.