Vera


Vera - 01.02.2003, Síða 58

Vera - 01.02.2003, Síða 58
leiðingin af því er hugsanlega sú að karl- ar eru sjálfkrafa álitnir hæfir en konur aldrei meira en „næstum því“ hæfar.“ Inntökuskilyrði Lögregluskólans „Eitt er það sem að mínu mati ýtir und- ir þetta viðhorf karlanna, en það er að líkamleg inntökuskilyrði í Lögregluskól- ann eru ekki jafn ströng fyrir konur og fyrir karla. Sem dæmi má nefna að nem- ar þurfa að hlaupa tvo kílómetra innan ákveðinna tímamarka en kvenkyns með annarri konu. Konurnar sem ég tal- aði við voru þó ekki á þessari skoðun. Þær sem höfðu unnið með konu lýstu því sem jákvæðri reynslu og höfðu enga fyrirvara á að endurtaka það. Sú þeirra sem ekki hafði reynslu af slíku samstarfi sagðist alveg vera til í að prófa það. Einu vandamálin sem komið höfðu upp hjá þeim konum sem starfað höfðu með annarri konu á vakt tengdust viðhorfi borgaranna. Ein hafði lent í því þegar hún og önnur lögreglukona voru að EIN HAFÐI LENT í ÞVÍ ÞEGAR HÚN OG ÖNNUR LÖGREGLUKONA VORU AÐ STÖRFUM AÐ HÓPUR IÐNAÐARMANNA HÓF AÐ BLlSTRA OG KALLA Á EFTIR ÞEIM SETNINGAR EINS OG „ÞÚ MÁTT HANDJÁRNA MIG HVENÆR SEM ER". nemar fá til þess rýmri tíma en karlarn- ir. Þetta þótti körlunum ósanngjarnt og sumum þeirra þótti þetta fýrirkomulag geta orðið til þess að út úr skólanum kæmu af og til konur sem yrðu slakari lögregluþjónar heldur en karlar. Að sumu leyti þykir mér þetta réttmæt gagnrýni og tel ég að inntökuskilyrðin hefðu einfaldlega átt að vera lækkuð fyr- ir bæði kynin á sínum tíma, en ekki að- eins konur. Slíkt myndi að minnsta kosti eyða þessari tylliástæðu. Ég held einmitt að þetta séu fyrst og fremst hentug rök að nota gegn konum en lýsi ekki fyllilega því sem býr að baki þeirri hugmynd að konur séu slakari lögregluþjónar. Ég tel karlana nota þetta til að réttlæta það viðhorf sitt að karlar séu betri lögreglu- þjónar þar sem þeir hafa ekki önnur rök á takteinum. Sumir karlanna sögðu að lögreglu- konurnar sjálfar kysu fremur að vera á bíl með karli heldur en að tvímenna störfum að hópur iðnaðarmanna hóf að blístra og kalla á eftir þeim setningar eins og „þú mátt handjárna mig hvenær sem er“. Það tók hana sárt að sjá hvernig búningur hennar, tákn þess sem hún sem lögregluþjónn stóð fyrir, var lítils- virtur einungis vegna kyns hennar og taldi hún að aðstæður sem þessar kæmu mun síður upp þegar karlkyns lögreglu- þjónn væri með í för. Útvíkkun hjá Lögreglunni Það sem Guðjóni þótti hvað jákvæðast var sú útvíkkun sem virtist hafa átt sér stað innan lögreglunnar: „Imynd hins „venjulega“ lögreglumanns hefur að mínu mati töluverða möguleika á því að rúma meira en bara hvíta, gagnkyn- hneigða karla. Greinilegt var af viðtöl- um mínum að þónokkur umræða hafði farið fram um þau áhrif sem það hefði á lögregluliðið þegar en ekki e/þeldökkur lögregluþjónn kæmi til starfa. Ég held að slík umræða sé af hinu góða svo hægt sé að hreinsa loftið. Viðmælendur mínir sögðust ekkert hafa á móti því að starfa með þeldökkum lögregluþjóni. Þau voru þó ekki alveg viss um hvernig hon- urn eða henni yrði tekið, líklega myndi viðkomandi mæta nokkurri mótstöðu og þyrfti því að vera sterkur einstakling- ur að flestu leyti. Þau töluðu einnig um að viðhorf hins almenna borgara myndi skipta máli í þessu sambandi. Það hefur I oft komið í Ijós að surnt fólk, sérstaklega undir áhrifum áfengis, leyfir sér mikinn dónaskap í samskiptum við fólk af öðr- um kynþætti. Hugsanlegt er að þeldökk- ir lögregluþjónar gætu lent í slíku og að fordómar borgaranna gætu skapað vandamál sem hvítir lögregluþjónar þyrftu almennt ekki að gh'ma við. Annað sem vert er að hyggja að er aðkorna samkynhneigðra í lögregluna. Án efa eru nokkrir samkynhneigðir ein- staklingar í lögregluliði landsins, en það er töluvert annað en að vera yfirlýstur hommi eða lesbía. Greinilegt er þó að mikil umræða hefur farið fram um þetta og virðist hún hafa verið hjálpleg. Nú þegar er ein yfirlýst lesbía í lögreglunni og virtust flestir viðmælendur mínir vita af henni. Karlkyns viðmælendum þótti það samt ekki fyllilega sambærilegt hvort unt samkynhneigðan karl eða samkynhneigða konu væri að ræða. Eða I eins og einn þeirra orðaði það: „Tvær stelpur að kyssast, það er bara sætt. Tveir strákar að kyssast, það er ógeðs- legt“. Flestir viðmælendur mínir töldu þó að það yrði ekkert vandamál fýrir sig að starfa með samkynhneigðum ein- staklingi. Það virtist þó skipta viðmæl- endur mína nokkru máli hvort viðkom- 58 / karlmennska í lögreglunni / 1. tbl. / 2003 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.