Vera


Vera - 01.02.2003, Síða 63

Vera - 01.02.2003, Síða 63
/HEILSA Heilsa og frelsi Á sama tíma og þekking á eðli og orsökum sjúkdóma eykst vex umræðan um heilbrigði, eðli þess og orsakir. Heilbrigði er eins og sjúkdómar flókið fyrir- bæri og hver einstaklingur upplifir heilbrigði sitt á einstakan hátt. Platón leit svo á að manneskjan væri heilbrigð þegar hver líkamshluti rækir sitt hlutverk og líkamsheildin gerir sitt gagn. Freud leit hins vegar svo á að sú sem gæti elskað og unnið væri heilbrigð. í seinni tíð hefur tilhneiging fræðimanna ver- ið að líta á heilbrigði sem heilbrigði sálar, líkama og félagslegs veruleika. Enn ein vídd heilbrigðis hefur verið nefnd - andlegt eða trúarlegt heilbrigði. * Skilgreiningar á heilbrigði eru margar og mismundandi og svo er e'nnig um leiðir fólks til að viðhalda og efla heilbrigði og að koma í veg fyrir heilsubrest. Lengi vel hefur verið rætt um hætt- urnar sem ógna heilbrigðinu, áhættu sem felst í t.d Iffsstíl, erfð- urn, kyni og aldri. Eftir seinni heimstyrjöldina jókst þekking á eðli sJúkdóma hröðum skrefum og upp úr 1970 var farið að tala um áhættu hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina og fleiri lang- vinnra sjúkdóma. Um allan heim urðu til hjartaverndarfélög og krabbameinsfélög sem æ síðan hafa unnið ötullega að því að vinna gegn þessum sjúkdómum og þeirri heilsuvá sem þeim fylgir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur allt frá stofnun hennar um miðbik síðustu aldar stýrt verkefnum sem miða að því að vernda °9 efla heilbrigði. Árið 1986 urðu straumhvörf í starfi stofnunar- 'nnar við svokallaðan Ottawa sáttmála á alþjóðlegu heilbrigðis- Þ'ngi í samnefndri borg í Kanada. Það sem einkennir Ottawa sattmálann er áherslan á að styrkja getu einstaklinganna til að efla eigið heilbrigði. f sáttmálanum er talað um að auka getu ein- staklinga og samfélaga til að efla eigið heilbrigði með styðjandi úmhverfi og með persónulegri getu. Lykilhugtak Ottawa sátt- niálans er styrking, sem er þýðing á enska hugtakinu empowerment. Hugtakið styrking var sett í samhengi við eflingu heilbrigðis, á sama hátt og Freire sagði styrkingu almennings í Brasilíu forendu þess að þar gæti fólk notið lífsgæða, en læsi væri hins vegar grundvöllur alls þessa. Með því að hafa þekkingu, styrk og getu eru einstaklingarfærir um að taka ákvarðanir um líf S|tt, það sem snýr að heilbrigði og annarri velferð. Styrking er lykilhugtak í flestu því sem er skrifað um eflingu heilbrigðis síðustu árin. Talað er um að efla heilbrigði með því að 9era eitthvað með fólki en ekki fyrir fólk. Horfið er frá forræðis- hyggju og forskriftaþjónustu en leitast við að styðja einstaklinga, hópa og samfélög til að skoða eigin aðstæður, ná heildarsýn og atta sig á möguleikunum til að njóta lífsgæða. Heilsan er margslungin og þættirnir sem hafa áhrif á heilsuna eru að sama skapi margir og mismunandi. Áhrifaþættir heilbrigð- ls eru annars vegar þeir þættir sem við höfum lítið um að segja, t-d. erfðir, kyn og aldur. Hins vegar eru þeir þættir sem við getum haft áhrif á, svo sem lífsstíll, þekking, viðhorf og samfélagslegir þættir. Þegar rætt er um þekkingu og heilbrigði er stundum tal- að um heilsulæsi. Heilsulæs er sú manneskja sem getur lesið í á- hrifaþætti heilbrigðis og séð á hvern hátt umhverfi, viðhorf og hegðun styrkir eða veikir heilsuna. Heilsulæsið er nátengt styrk- ingunni sem áður var nefnt. Manneskja sem er heilsulæs er jafn- framt líkleg til að geta eflt með sér innri styrk og þekkingu sem gerir hana betur hæfa til að taka ákvarðanir um eigin hugsun og hegðun sem snerta vellíðan og velferð. Samfélagið hefur siðan afgerandi áhrif á hvernig til tekst. Heilsusamlegar aðstæður, stuðningur, virðing og traust eru næring fyrir vellíðan og skyn- samlegar ákvarðanir. Félagsauður er auður sem vex eftir því sem samskiptin aukast og batna. Manneskja sem býr í samfélagi sem er ríkt af félagsauði stendur styrkari fótum gegn því sem ógnar heilsu hennar. Efling heilbrigðis snýst um alla þessa þætti. I Ijósi Ottawa sáttmálans felst verkefnið í því að einstaklingar nýti frelsi sitt til að velja þá leið sem þeim þykir heillavænlegust til að vernda og styrkja heilbrigði. I næstu tölublöðum Veru er ætlunin að halda áfram að fjalla um heilsuna og mörg andlit hennar. Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur er nýr heilsupistlahöf- undur Veru. Hún hefur unnið á sviði lýðheilsu um árabil og stundar nú doktorsnám á sviði lýðheilsu og starfsmannamála i London. Hún siturm.a. ístjórn Félags um lýðheilsu. vera / heilsa / 1. tbl. / 2003 / 63 Sigrún Gunnarsdóttir

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.